Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1947, Qupperneq 37

Freyr - 01.07.1947, Qupperneq 37
FREYR 219 og vilja bænda, en hagsmunalegri getu. Hér mundi vilji draga hálft hlass til úr- bóta, og vel það. Bœjarlœkir. Þið, sem eigið fallega blá- streymda bæjarlæki, skammt frá húsi eða bæ, sýnið þeim snyrtni! Þeir borga með fegurð sinni, strengleikum og stöðugum iðjusöng. Nýbyggingar. Nú skulum við vona, að framundan séu stórstígari athafnir um- bóta og heimilsfegrunar en áður hefir til þekkzt, með íslenzkri bændastétt. Það er gott til þess að hugsa, aðeins að óðagots- bragur verði ekki á athöfnum og byggt verði í samræmi við þörf og getu, og að saman fari uppfylling nauðsynja og feg- urðar. Ekki fýsir mig að sjá nákvæmlega samskonar byggingarstíl á hverju býli, í heilu héraði. Sérkennileikinn á sína dá- semd fyrir tilfinningar okkar, hitt verður alls staðar að hafa hugfast, að risnubrag- ur og línufegurð verða að fara saman í nýbyggingum. Mér virðist að einn af stærri göllum við byggingarfyrirkomulag í sveitum, á síðari tímum, vera sá, að byggingum sé of þjappað saman. Vera má að slíkt skapi nokkra hægð þannig að ganga þurfi færri spor til gegninga og umhirðu. Hitt mætti þó meira á líta, að á skipulagslausri húsa- þvögu fær fegurð og sérkennileiki ekki notið sín. í öðru lagi er það fráleitt að hafa fjós og önnur gripa- og peningshús mjög nærri, eða áföst íbúðarhúsum. Slíkt skapar ódaun og óþrifnað kringum — og gjarnan inni í íbúðum. Það bagar ekki lóða eða landþrengsli okkur bændum. Rœktun jarðar. Það er ekkert smáræði af fé og tíma, sem bændur landsins hafa, á síðustu áratugum — að undanskildum stríðsárunum — lagt til moldarinnar — ræktunarinnar. Sé nokkurt lífstarf til, sem á fyrirheit fyrir þetta líf og tilkomanda, ég meina: Fyrir nútíð og framtíð, þá er það ræktunarstarfið, það að breyta auðn og órækt í algróna jörð og arðsama. Það er gott að vera umbótamaður og athafna, í lífsstarfi, en mér skilst, að fá störf muni til jafns að göfugleik og nyt- semd, sem starf ræktunarmannsins, að undanskildu móðurstarfinu. Ég nefni móð- urstarfið, sem göfugast allra starfa, en á ekki starf ræktunarmannsins einmitt sitt góða í því hve mjög það líkist móðurstarf- inu? Hinn sanni ræktunarmaður þarf að vera búinn nokkru af fórnfýsi, næmleika og umhyggjuþrá móðurinnar, eigi honum vel að farnazt ræktunarstarfið. Hann verð- ur að skilja lífsþörf og þroskaskilyrði hins unga lífs. Hann verður stöðugt að standa á verði gegn aðsteðjandi hættum, ungvið- inu til handa. En hér er það, sem víðar í bústörfum okkar, að við erum of laushendir, of at- hyglissljóvir og tómlátir. Við höfum — margir hverjir — ekki vandað okkur nægi- lega og því njótum við ekki eins mikils sjálfir, niðjar okkar og framtíð, sem ella, ef vel hefði verið á haldið. Við höfum ekki ávaxtað okkar pund ríkulega. Þá synd getur Guð gróandans ekki sætzt upp á, nema við bætum aðbúð okkar við mold og gróður. Við þurfum að skapa tún, sem aldrei bregðast. Við þurfum að skapa tún- lendur, sem unun er á að hórfa — ekki skækla-nýræktir úti um hvippinn og hvappinn, sem eru gráar og bláar af kvöl og næringarskorti fram í júnílok, þótt ekk- ert beri út af með vorgæðin. Nei, við verð- um — þar sem þess er nokkur kostur að- stöðu vegna — að skapa stórar, vel lagaðar, túnbreiður, sem ekki bregðast, þótt kalt blási á vori. Við megum oft sætta okkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.