Freyr - 01.07.1947, Page 42
224
FRE YR
til, er hægt að þvo þvottinn meS mikið
minni fyrirhöfn en áður, og mun ég síðar
í Frey gefa upplýáingar um þvottaaðferðir,
sem létta verkið að miklum mun.
Ég hefi átt því láni að fagna að vera
húsfreyja í sveit, um langt árabil, og
þekki þess vegna sveitarlífið af eigin raun,
bæði þess björtu hliðar og erfiðleikana.
Ég geng þess ekki dulin, að það er heil-
brigðasta lífið, væri hægt að létta erfiðið,
sem nú er svo mikið sakir fólksfæðar og
aukinnar krafa til lífsins gæða. Nauðsyn-
legt er að gera heimilisstörfin sem ein-
földust, (einfalt líf er æfinlega bezt),
vinza úr allt, sem getur heitið hégómi, eða
óþarft, en skapar oft mikla vinnu, aukið
Húsmóðirin er
jafnan bœði
skapari og
verndari skrúð-
garðs heimilis-
ins
Ljósm.: Gísli
Kristjánsson
erfiði. Ég hefi veitt því eftirtekt, að á
sumum sveitaheimilum, er farið að fægja
gólf eins og tíðkast í kaupstöðum. Hér á
landi er mjög votviðra samt, og þar af
leiðandi svo oft óhreinlegt í kringum hús
og bæi. Eru gólffægingar síður en svo
heppileg þrifnaðarráðstöfun og þar að
auki mikið erfiði. Bezt er að olíubera
gólfin vel, og hafa sem minnst af teppum,
sem ekki geta talist beinlínis nauðsynleg,
því þau munu ekki vera til aukinna þrifa,
en krefjast stöðugra hreinsunar.
Húsfreyjan verður að gera heimilisstörf-
in sem einföldust, verja heldur þeim litla
tíma, sem hún kann að hafa afgangs, til
aukinnar garðræktar, ekki einungis heim-