Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 47

Freyr - 01.07.1947, Page 47
FREYR 229 ild hafa á beztu landsvæðunum, hvernig tekst að ná á eina hendi umráðum yfir landi til stofnunar byggðahverfa. Að vísu er það svo, að í leiguábúð eru 38.1% af jörðum í landinu, og vænta má, að í þeim hluta séu margar jarðir, er hafi góð skil- yrði til búrekstrar á nútíma mælikvarða. Nýbýlastjórn hefir, samkvæmt lögunum, skipað nýbýlanefndir fyrir allar sýslur landsins. Nefndir þessar hafa það hlut- verk að vera forráðamönnum sveitarfélag- anna til aðstoðar, svo og einstaklingum innan héraðs, er tryggja vilja sér jarðnæði með stuðningi laganna. En aðalhlutverk nefndanna er þó að vera nýbýlastjórn til aðstoðar og ráðuneytis um undirbúning, skipulagningu og famkvæmdir, er gerðar verða fyrir atbeina laganna í viðkomandi héraði. Starf nefndanna er því margþætt og þýðingarmikið til áhrifa um, hver stefna verði tekin upp um framkvæmdir á hverjum stað. Þar, sem stofnað yrði til byggðarhverfa eða horfið að því ráði að þétta byggð í sveitum, með stofnun einstakra nýbýla, gera lögin ráð fyrir stofnun byggðafélaga. Markmið þess félagsskapar er að vinna að framkvæmdum þessum á félagslegum grundvelli með þeirri aðstoð, sem lögin heimila og nýbýlastjórn veitir. Byggðafé- lögunum er ætlað að hafa ákvörðunarvald urn búrekstrarfyrirkomulag, og hverjar stofnanir í byggðinni, byggingar, vélar, eða önnur tæki, skuli vera félagseign. Eins og gefur að skilja er þróun þessara mála í mótun og á langt í land, að fulln- aðarákvarðanir geti orðið teknar um ein- stök framkvæmdaatriði. Þess munu allir óska af heilum hug að hin nýja löggjöf um landnám, nýbyggðir og endurbygging- ar í sveitum, megi verða landbúnaðinum og þjóðinni allri til farsældar. Pálmi Einarsson. Sveitin og bærinn Allt frá landnámi Ingólfs og fram á nítj- ándu öld, festu svo að segja allir íbúar landsins byggðir og ból í sveitunum. Frá ystu andnesjum til innstu byggða, í döl- um og á heiðum uppi, var landið numið og nytjað af bændum, sem lifðu og störfuðu hver á sínu heimili. Að sjálfsögðu voru heimilin misjafnlega stór. Á höfuðbólum sögualdarinnar var oft fjölmenni, en á kotbæjum var fjöldi heim- ilisfólksins takmarkaður af stærð fjöl- skyldnanna. Landið var nytjað, en jafnframt voru gæði sótt í skaut sjávarins umhverfis ströndina, án þess að þar myndaðist þétt- býli, sem kallast gæti bæir eða þorp. Á síðustu áratugum hefir skipting þjóðar- innar, eftir atvinnugreinum, orðið allt önn- ur en fyrrum. Hópar fólks hverfa úr sveit- unum og festa byggð við sjóinn. Þar hafa þorpin, kaupstaðirnir, bæirnir og borgin myndast. Á meðal annarra þjóða hafa þorp og bæir einnig myndast úti um sveitir. Ef til vill verður einnig svo hér síðar. Tilvera fólksins, í þorpum og bæjum hér á landi, byggist fyrst og fremst á sjó- sókn og þeim störfum, sem framleiðslu síávarafurða eru samfara, og samtímis hefir iðja af öðru tagi þróast og veitt mörg- um höndum atvinnu og lífsframfæri.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.