Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 56

Freyr - 01.07.1947, Page 56
238 FREYR „Sveitirnar fyllast, akrar hylja móa.“ okkar frá 1937, verður ekki komist hjá að veita þeim undrum athygli, sem gerzt hafa í samgöngumálunum á sama tíma, þar sem endurbygging veganna er gerð með jarðýtum og öll áfylling* ofaníburðar með vélskóflum. Flutningsbílarnir dreifa svo sjálfir ofaníburðinum um leið og þeir losa hlassið, en vegheflar leggja síðustu hönd á verkið og vegurinn er fullgerður. Vegakerfi sveitanna mun því brátt taka stakkaskiptum og með vaxandi innflutn- ingi farartækja handa sveitunum, má með sanni segja, að byggðin færist saman, en það mun létta alla samvinnu og glæða fé- lagslífið. Margt er enn ótalið, sem verða mun fjár- hagsleg og félagsleg lyftistöng fyrir sveit- irnar. Grundvöllur þeirra umbóta eru raf- magnstaugar um landið þvert og endilangt. Þá opnast bændum ágætir möguleikar til þess að hagnýta sér blásturstæki til hey- þurrkunar. Þá munu mjaltavélarnar einnig ná almennri útbreiðslu, en hvort tveggja er bændum lífsnauðsyn að eignast. Tími er nú vissulega kominn til þess, að létta nokkuð strit húsmæðranna, með inn- flutningi þvottavéla, því lengi hafa þær háð sína þolinmóðu baráttu við erfiðleik- ana. Þá munu þær eflaust vel kunna að meta gildi frystitækja til matvælageymslu, er hvert sveitaheimili þyrfti að hafa að- gang að. Þegar jarðræktarsamböndin hafa fengið nægilegan vélakost til framræslu, ræktun- ar og jafnvel bygginga, og bændurnir eignast heimilisdráttarvélar með tilheyr- andi tækjum, jeppa, súgþurrkunartæki og mjaltavélar, en húsmæðurnar þvottavélar, kæliklefa og ýms hjálpartæki innanhúss,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.