Prentarinn - 01.01.1972, Page 10
tin fclags bókagerðarmanna ganga allir í það mcð
jöfnum réttindum og hafa allir þar sönnt skyldur
svo sem lög þess gera r<áð fyrir. Sjóðir félaganna
verða samræmdir og verkefni þeirra ýmist aukin eða
afhcnt öðrum sjóðum. Fyrri félög lögð niður, cn
skuldbindingar lagðar á hcrðar nýs félags. Allar
fasteignir fyrri félaga færast yfir á hið nýja félag og
ráðstöfun þeirra undir sljórn nefndar, scm til þess
yrði kosin, en í samráði við stjórn félagsins nýja.
Stjórnun félagsitis yrði sú, að æðsta vald er í hönd-
um aOalfundar, sem hefur einn rétt til iagahreyt-
inga, nerna hann afhendi það félagsfundi eða trún-
aðarmannaráði og jrá með sérstakri samþykkt. Trún-
aÖarmannaráO skal skipað 27 mönnum og kosið sér-
staklcga. Formaður stjórnar er sjálfkjörinn og greið-
ir ckki atkvæði nema jafnt slandi.
Stjórn félagsins skal skipuð níu mönnum, skulu
þeir kosnir beinum kosningum samkvæmt uppá-
stuiigum. Fráfarandi stjórn tiltekur eindaga, er
uppástungum skal lokið.
Skipta skal félaginti í deildir eftir sérgreinum svo
sem jtær cru í dag og skulii fulltrúar jressara sér-
greina í stjórn félagsins og trúnaðarmannaráði
mynda stjórn hverrar deildar. Til stjórna þessara
sérgreina skal skotið öllum jicim málum, sem snerta
sérgreinina og fá álit og tillögur um meðferð mála
sérgreinarinnar í stjórn og trúnaðarmannaráði.
Stjórn deildarinnar verður aðal samningsaðili um
sérmál greinarinnar og sér um atkvæðagreiðslur
um samninga. Heildarsamningar verða í höndum
stjórnar félagsins, sem (úlkar niðurstöður samninga
á sameiginlegum fuiidi, en hver deild greiðir atkvæði
sér. Ákvörðun tim áframhaldandi vinnustöðvun ef
ein deild fellir samningstilboð, er í höndum trúnað-
armannaráðs eða félagsfundar og jrarf ákvörðun
um vcrkfall eða til að aflýsa því, að vera samþykkt
með :/ hlutum greiddra atkvæða til að vera lögmæt
og bindandi í trúnaðarmannaráði, en einfaldan
meirihluta þarf um sömu ákvarðanir á félagsfundi.
Stjórn félagsins getur skotið samþykkt fundarins
und-i' allsherjaratkvæðagreiðslu og er hún fullnað-
arúrskurður í hverju máli.
Fulltrúatala í stjórn og trúnaðarmannaráði
Við skulum gera okkur grein fyrir jn’i, að við er-
nm að mynda eitt félag úr fjórum félögum, sem
eiga sér mislanga sögu og misjafnar hefðir. Stærð-
arhlutföllin á félögunum eru mikil, þannig eru
prentarar nú 392, bókbindarar ásamt stúlkunum
171, offsetprentarar eru um 35 talsins og prent-
myndasmiðir 21. Ef hlutföllin í stjórn og trúnaðar-
mannaráði eiga að vera eftir þcssum hlutföllum,
sér hver maður að önnur félög kæra sig ekkert uni
að sameinast prenturum. Því verður að leggja á-
herzlu á jtað að ekkert eitt félag hafi meiri hluta
í stjórn og trúnaðarmannaráði.
Mér hefur dottið hug að fjöldi fulltrúa væri jiessf,
miðað við að níu væru f stjórn og 27 í trúnaðar-
mannaráði. Þannig væru fulltrúar H.Í.P. -1, 3 frá
bókbindurum og 2 frá offset og prentmyndasmiðum
og tala fulltrúanna margfölduð með 3 í trúnaðar-
mannaráð. Formaður félagsins kæmi þá inn sem 28.
maður án atkvæðisréttar, ncma jtegar jafnt stæði á
atkvæðum.
Við kosningu nefnda væri svipað hlutfall notað,
en ég vil vara við jtví, að strangt væri farið út í
þetta hlutfall við val manna í starfsnefndir í félag-
inu, vegna jtess að jxí yrðu skertir möguleikarnir
að fá hæfustu mennina í nefndirnar.
Við sameininguna mega menn ekki lengur líta á
sig sem fulltrúa sérgreinarinnar, lieldur fulltrúa
félagsins alls. En sérjtekkingu hafa þeir engu að
síður á þeirri starfsgrein sem þeir koma úr. Þetta
verður að leggja lil grundvallar í starfinu fyrir nýtt
félag. Ef mcnn leggja sig fram um að leysa félags-
leg vandamál nýja félagsins samkvæmt kenning-
unni: sameinaðir stöndum við sterkir, verða byrjun-
arörðugleikarnir Iéttbærari. Það væri illa af stað
farið ef stjórn félagsins liti á sig sem fjóra strfð-
andi aðila.
Nú hef ég í stuttu máli reynt að gcra mér í hug-
arlund, hvaða forsendur verða að vera fyrir ltendi,
til þess að hægt sé að stofna til félags bókagerðar-
manna. En með jrví að finna lausn á einu vanda-
máli vakna margar spumingar sem svara jiarf áður
en allir eru ánægðir. Engum hefur sjálfsagt dottið
í liug að málið sé einfalt og auðvelt, en ef menn
eru ákveðnir í að vinna að sameiningu, Jtá eru
vandamálin til þess að leysa jtau.
Lokaorð
Þegar ég hóf jtessi skrif var mér efst í liuga, að
|)au yrðu lil þess að menn ræddu í alvöru um Jtau
og reyndu að finna lausn á mörgum vandamálum,
sem bent hefur verið á. Augljóst er, að Jrau eru mörg
og erfið, framtíðin er jtví björt, hvað það sncrtir,
að nóg verkefni eru fyrir hendi. Hins vegar syrtir í
álinn cf ekki verður reynt að mæta vandamálunum
að lcysa þau á þann veg, að félaginu og meðlimum
[)ess sé fullur sómi að.
8
PRENTARINN