Prentarinn - 01.01.1972, Side 17

Prentarinn - 01.01.1972, Side 17
A afmœlishátiðinni var frumflutt Ijóð Þorsteins Halldórssonar við nýtt lag Olivers Guðmundssonar (sjá nœstu siðu á undan). Hér sjást þeir félagar, ásamt Hauki Morthens og Ellert Ag. Magnússyni, veizlustjóra. TIL HIP 75 ARA eftir Þorstein Halldórsson Lyftum hjörtum i dag meðan hádegisblœr fer með hreinsandi nuetti um strendur og dali. Syngjum fagnaðarlag, þvi að frostanna snœr er á flótta og veldur ei skemmdum né kali. Með komanda vori nú stillum vér strengi að stoltir þeir klingi í sálunum lengi. Hrindum kviða á bug, en með karlmennsku-dug skulum keþpa með orku að vaxandi framtiðargengi. Já, vér hyllum þig, vor! þegar hlýnar utn svörð, þegar hafaldan syngur og isarnir brotna, þegar guðanna spor sjást á grœnkandi jörð og hin geislandi sól skal i hásalnum drottna. Þœr vorfccddu hugsjónir lengst munu lýsa, sem leysa og reisa og stefnuna vísa. Þegar losnar um srue, þá mun lifna hvert fra: og með lifsmagni ungu skal nýfceddur vorgróður risa. Eitt hið fegursta vor, eina fagnaðarstund, þá var félag vort stofnað á aldanna mótum. Það sltal yngja vort þor, veita orku i lund, það skal efla til dáða með viðbrögðum skjótum. Og merki vort öruggt við húninn skal hefja, vorn liugsjóna-gróður má aldregi kefja. Upp mcð fánann á stöng meður sigrandi söng, það slial sannast, að ekkert má för okkar stöðva né tefja. Fyllum iðjandi sveit okkar sólfagra lands, verum samtaka, ávallt i fylkingarbrjósti. Rcekjum ceskunnar heit, svo að aldrei sé stanz, jafnt i yljandi blce sem i nccðandi gjósti. Vor stefna sé áfram, en ekki til baka, við eigum af þrekinu nógu að taka. Treystum brccðralag enn, verum bjartsýnir menn, pá mun byrinn oss gefast, en mótvindur aldregi saka. PRENTARINN 15

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.