Prentarinn - 01.01.1972, Page 18

Prentarinn - 01.01.1972, Page 18
Heiðursfélagar Á aðalfundi í marz 1972 var samþykkt lillaga £rá „hátíðanefnd, vegna 75 ára afmælisins" og stjórn fé- lagsins um kjör heiðursfélaga í tilefni afmælisins. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Þessir tfu félagar okkar hafa unnið ómet- anlegt starf í þágu félagsius og eru því vel að þess- um heiðri komnir. í afmælisfagnaði félagsins 7. apríl 1972 voru heiðursskjölin afhent, og flutti for- maður félagsins þeim ávarp, en ritari afhenti hverj- um fyrir sig viðurkenhijngarskjalið. — Þessir voru kjörnir heiðursfélagar: Árni GuÖlaugsson er fæddur 9. september 1901 í Gerðakoti í Ölfusi. Hann gerðist félagi H.í.l’. 20. maí 1926, eftir að hafa stundað uám í Félagsprentsmiðjunni sín fjögur ár sem setjari. Árni cr cinn af fáum nótnasetjurum í landinu. Árni var ritari Hins íslenzka prentarafélags 1945— 52. Hann var ritstjóri Prentarans 1942—44, og aftur 1954—1958. Varaformaður félagsins 1956—57. Árni hefur verið í trúnaðarmannaráði 14.Í.P. frá stofnun þess 1969. Björn Benediktsson er fæddur 4. júlí 1894. Hann byrjaði nám í prent- iðn í Prentsmiðjunni Gutenberg 1. okt. 1910 og vann þar alla tfð að undanteknum þeim tíma, sem hann vann hjá L. S. Möller 1919. í Prentarafélagið gekk hann 2. okt. 1914. Trúnaðarstörfum hefur Björn gegnt fyrir félag silt og má þar nefna störf lians í sjúkrasjóði árið 1921, og ritari félagsins var hann hluta ársins 1922. Gjaldkeri Sjúkrasamlagsins 1923 -25. Ellerl Agiist Magnússon er fæddur hér í Reykjavík 4. ágúst 1913. Hann nam í Félagsprentsmiðjunni frá 1928—1932. Gerðist fé- lagi í H.Í.P. 28. nóvember 1932. Ellert var ritari Hins íslenzka prentarafélags 1941—42, sem varamaður og sem aðalmaður 1943—44 og aftur 1955—56. Formað- ur var Ellert 1959—60 og varaformaður 1958—1959. Formaður fasteignanefndar 1945—55. í stjórn Líf- eyrissjóðs prentara hefur hann verið frá upphafi og verið þar ritari. Ellert hefur verið í trúnaðarmanna- ráði félagsins frá upphafi. Jón Kristinn Agústsson er fæddur í Reykjavík 9. september 1917. Hann hóf nám 1. júni 1938 í Prentstofu Jóns H. Guðmunds sonar og lauk því í Alþýðuprentsmiðjunni 1942. Gerðist félagi í H.Í.P. 13. september 1943. Jón Ágústsson var í fasteignanefnd félagsins frá 1944— 64 og formaður nefndarinnar frá 1958. Hann var 1. meðstjórnandi H.Í.P. frá 1956—64. Varaformaður H.Í.P. 1965—66 og formaður frá 1966—71. Hann hef- ur verið í orlofsheimilisnefnd frá 1965, formaður nefndarinnar frá 1958—64 og aftur 1970. Jón er í trúnaðarmannaráði H.I.P. og hefur verið frá upp- hafi. Jón Benedilitsson er fæddur að Hjaltadal í Hálshreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu 15. júní 1898. Hann hóf nám í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri 1942 og gerðist félagi í H.f.P. 23. apríl 1920. Jón Benediktsson var for- maður Akureyrardeildar Hins íslenzka prentarafé- lags 1940. Hann var og endurskoðandi reikninga Akureyrardeildar HfP. Jón var trúnaðarmaður og tengiliður félagsins norðan lieiða um mörg ár. Hann hefur verið mikill áluigamaður um licilsu- lf) l’RENTARI N N

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.