Prentarinn - 01.01.1972, Side 21

Prentarinn - 01.01.1972, Side 21
Þárður Bjarnason og Itona hans, jrú Sigriður Einarsdóttir. asta. Vinnumenn munu ekki hafa haft í árskaup nema 35—10 krónur." — En Iiækkaði ekki kaupið, þegar liinir fóru og þú tókst við sem fullgildur sveinn? „Jú, mig minnir, að ég hafi komizt upp í tvö hundruð krónur yfir árið. Skúli Thoroddsen þótti aldrei prúttinn um kaup, og ég held, að þetta hafi þótt gott kaup á þessum árum." — Árið 1908 flyzt svo Prentsmiðja Þjóðviljans til Reykjavíkur og þú með henni? „Jú, við þrír, ég, Haraldur Gunnarsson og Sig- urður Kjartansson, fylgdum henni til Reykjavíkur. N'okkru eftir að við komum til höfuðstaðarins með prentsmiðjuna komu þáverandi stjórnendur Hins íslcnzka prentarafélags til Skúla Thoroddsen til að ræða við hann um jtað, að við prentararnir yrðum félagsmenn H.Í.P. Fannst Skúla Jrað sjálfsagt mál, og vorum við Haraldur samþykktir á fundi 24. jan- úar 1909, en Sigurður 13. marz 1910.“ — Árið 1911 hættir Jrú svo hjá Skúla og ferð til Vesturlieims, Þórður. Hvað kom til Jress? „Það var nú eiginlega ævintýraþrá. En ein á- stæðan mun hafa verið sú, að vinnufélagi minn, Sigurður Kjartansson prentari, sem síðar var í áratugi kaupmaður í Reykjavík, fór samtímis mér þetta vor til Ameríku til að leggja stund á raffræði. Hann mun hafa átt þar ættingja." — Þú liefur náttúrlega ráðgazt um Jretta við foreldra þína? „Já, ég fór heim að Skógtjörn til foreldra minna og sagði þeim frá þessari fyrirætlan. Þau sögðu svo sem ekkert við [ní Jjá. Þetta hefur sennilega komið svo flatt upp á Jiau. En seinna vildu Jrau letja mig, cn Jjað dugði lítið." — Attirðu nokkra vísa vinnu að hverfa að vestra? „Nei, ekki nokkurn hlut." — Samt leggur Jjá hiklaust af stað? „Já, enda var maður ungur þá og áræðinn." — Var ekki ýmislegt sögulegt í vesturferðinni? „Eflaust hefur það verið, en ekki man ég að tíunda það í smáatriðum nú. Ég fór með Vestu gömlu til Leith, en þaðan með járnbraut yfir Skotland og með heljarmiklu skipi yfir hafið, Ionia hét Jtað." — Hvar tókuð þið land? „í Quebeck. Öll hafði þessi ferð kostað heil- mikið fé, eti maður varð að eiga 50 dollara, að mig minnir, til að komast inn í landið. Ég átti eitthvað rúmlega fjörutíu dollara í vasanum og setti það á borðið. Þeir rótuðu í Jjcssu og töldu féð og sögðu Jjað vera fimmtíu dollara." — Það var látið gott heita? „Já, ég held, að þeir hafi lagt meira upp úr því, hvort þeir töldu að innflytjandinn gæti bjarg- að sér.“ — Svo heldur ferðin áfram? „Ójá, hiklaust. Frá Quebeck til Winnipeg ferð- aðist ég á þriðja farrými í járnbraut. Það var um sólarhrings ferðalag." — Ekki hcfur Jjú fengið vinnu við prentverk strax og Jjú komst til Winnipeg? „Jú, fljótlega. Ég fór til Ólafs Þorgeirssonar og vann hjá honum þar til heimsstyrjöldin fyrri hófst. Ólafur bjóst við minnkandi vinnu og treysti sér ckki til að hafa mig fastráðinn áfram, en ég mátti vera kyrr upp á það sem til félli." — Hvert var kaupið hjá Ólafi Þorgeirssyni? „Ég held það hafi verið 35—40 dollarar á mán- uði. Ætli dollarinn hafi ekki verið um 4 kr. ])á, svo þetta hefur gert 140—160 krónur." — Þóttu þér Jjctta ekki viðbrigði frá kaupinu á íslandi? „Jú, en það gerði nú samt ekki mikið meira cn að duga fyrir nauðsynjum. Húsaleiga var dýr, eitthvað um tíu dollarar á mánuði." — Varstu kyrr hjá Ólafi? „Nei, ég fór norður á Winnipegvatn um sum- arið til fiskveiða." — Hvernig gekk ]>að? „Sæmilega, því að ein lögn var svo góð, að liún bjargaði öllu sumrinu. Ég var einnig um veturinn við fiskveiðar á Winnipegvatni. Þaðan fór ég til Wynyard." — Hvað starfaðirðu Jrar? „Ég vann við prentverk hjá íslenzkum manni, Boga Bjarnasyni. Hann prentaði þar enskt blað. Það kom hálfprentað til Boga, en á tvær síður voru settar og prentaðar fréttir og annað sérstakt PRENTARINN 19

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.