Prentarinn - 01.01.1972, Page 23

Prentarinn - 01.01.1972, Page 23
ATHÖFNIN í hvert sinn, sem ég hcf hitt kollega okkai erlendis, hafa margir þeirra eldri spurt mig um Hallbjörn Halldórsson. Voru það ekkert frekar Skandinavar en aðrir Evrópumenn. heim var Hallbjörn minnis- stæður fyrir margar sakir. Hann var virðulegur og orðheppinn og hafði yfir sér einhvern sérstæðan svip svo menn löðuðust að honum. Eitt var þó minn- isstæðast og vakti athygli þeirra. Það var þegar hann tók upp rauða vasakltitinn úr hægri vasanum, setti hann í vinstri höndina, breiddi úr honum og strauk sxðan niður milli þumalfinguis og vísifingurs, vafði klútnum síðan um nef sér og snýtti hiaustlega. Að því búnu tók hann tóbaksbaukinn í hægri höndina og setti sjö sentimetra langa rák á handarbak þeirr- ar vinstri og tók í nefið. A meðan fylgdust viðtal- endur með, fullir aðdáunar. Einn þeirra manna, sem aldrei setti sig úr færi að kynnast Hallbimi og hitti hann oftast, þegar Hallbjörn var fulltrúi félags okkar crlendis, var Axel Janás, ritstjóri blaðs sænsktt prentarasamtakanna. Janás var fulltrúi þessara samtaka á þiugi norrænna prentara hér í Reykjavík í sumar, en þegar hann kom heim til sín leitaði liann uppi myndir, sem hann halði tekið af Hallbirni. Fannst okkur ástæða til að birta þær, því að öllu Ieyti getum við tekið undir orð erlendra félaga okkar um Hallbjörn. Efri myndina lók Janás þegar lionum hafði tekizt að fá saman fulltiúa landa, sem áttu upphafsstaf- inn I, það eru fulltrúar á þingi I.G.F. í Bern 1955, frá Indlandi, ísrael og íslatidi. Á neðri myndinni fremur Hallbjörn athöfnina, sem mesta athygli vakti. Getur undirritaður ekki betur séð en annar þeirra, sem fylgist með, sé nýkosinn formaður Sani- bands sænskra bókagcrðarmanna, bókbindarinn Olle Ástrand. Þ. D. 1‘REXTARI \ N 21

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.