Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 24
Sigurður A. Magnusson, ritstjóri: BÓK ER BEZT VINA Því hcfur lengi verið spáð, að bókin muni fyrr eða síðar liUa í lægra haldi fyrir öðrum og álnifa- meiri fjölmiðlum — Utvarpi, sjónvarpi, kvikmynd- um — og að kassettur, hcimilistölvur og önnur á- móta galdratæki muni flýta fyrir þeirri þróun. Um það þarf varla að hafa mörg orð, að allar þessar uppfinningar 20.aldar hafa markað bókinni þrengra svið en hún hafði um skeið. Á hitt er samt jafnframt að líta, að bókaútgáfa í stórum stíl (il almennings- þarfa er tiltölulega ungt fyrirbæri í menningarsög- unni, og lnin hefur farið sívaxandi í helztu löndum hins tæknivædda heims, að ekki sé minnzt á van- þróuðu löndin sem eru mörg að stíga sfn fyrslu skref á Jiessuin vettvangi, en þar ríkir raunverulegt bókhungur. Árið 1970 voru gefnar úr 546.000 bækur f heimin- um, sumar þeirra í milljónaupplögum, og er sú tala helmingi hærri en árið 1950. Fjórar af hverjum fimm bókum eru gefnar út í háþróuðum iðnaðar- löndum, þ. e. a. s. Evrópu, Sovétríkjunum, Banda- ríkjunum og Japan. Helmingur allra bóka lieimsins kemur út í Evrópulöndum öðrum cn Sovétríkjun- um. Árið 1970 gáfu Bandaríkin og Sovétríkin út svipað magn bóka, 79.530 (Bandaríkin) og 78.899. í Japan komu úl 31.249 bækur og í Indlandi 14.141, sem cr langhæsta lala meðal vanþróuðu landanna. í Rómönsku Ameríku allri með 280 milljónir fbúa komu út 15,000 bækur. í vanþróuðu löndunum búa tveir þriðju hlutar mannkyns, en þar er einungis gefinn út einn fimmti hluti þeirra bóka sem koma á markaðinn. I'egar litið er á viðfangsefni þeirra bóka, sem komu út 1970, cr athyglisvert, að álta af tíu mestu bókaúlgáfujtjóðum veraldar (Bandaríkin, Veslur- Þýzkaland, Bretland, Japan, Frakkland, Spánn, Ind- land og Holland) höfðu fagurbókmenntir (skáldskap og gagnrýni) efstar á blaði, en hinar tvær (Sovétrík- in og Pólland) liöfðu bækur um atvinnumál í efsta sæti. Rúmlega 14% af bókum og bæklingum, sem komu út 1970, voru fagurbókmenntalegs eðlis, en rúm 7% fjölluðu um atvinnumál. í þriðja sæti voru stjórnmál og stjórnvísindi, sfðan talsvert miklu neðar náttúruvisindi, menntamál, saga og ævisögur, lög og listir. í þessu yfirliti eru kennslubækur með- taldar. Bókabrennur Bókin virðist seinsagt enn sem fyrr gegna veiga- miklu hlutverki í menningarlífi jarðarbúa, enda hafa á síðustu 20 árum um 800 milljónir manna hætzt í hóp þeirra, sem læsir eru, og í augum þessa fólks nálgast bækur að vera helgigripir. Bóka- brennur eru orðnar svo illa séðar af öllum þorra manna, að þær slaga uppí galdrabrennur fyrri alda eða jafnvel þjóðarmorð. En þær voru þvf miður næsta algengar fyrr á öldum. Ts’in Sjíhúogtí keisari í Kína lagði svo fyrir árið 213 fyrir Krist, að allar viðartöflur — bækur Jieirra tíma — skyldu bornar á bál í hegningarskyni við þá liöfunda sem gagn- rýnt liöfðu stjórn hans. Sögusagnir hermdu að hann hefði framið þetta ódæði til að tryggja, að fólk tal- aði einungis um hann og tvö ótrúleg afrek hans: eyðileggingu allra bóka og byggingu Kínamúrsins. En einhverjir hugprúðir mcnn lögðu líf og limi f hættu til að bjarga nokkrum viðartöflum, og cru þær sennilega fyrstu neðanjarðarbókmenntir sög- unnar. — Medar eyddu bókasafni Asúrpanípals, kristnir menn lögðu bókasafnið í Alexandríu í rúst, Játvarður konungur VI lét eyðileggja hið verðmæta háskólabókasafn í Oxford, siðbótarmenn eyðilögðu fjölmörg dýrmæt klausturbókasöfn, og þannig mætti lengi telja, samanber bókasöfnin í Padua, Ferrara, Cordova, Amsterdam og Brússel, sem öll voru eyði- lögð af manna völdum. Fyrir daga prentlistarinnar voru brennur hand- hæg aðferð til að koma bókum fyrir kattarnef, en eftir Gutenberg er harla torvelt að útrýma bók með öllu. Þessvegna var gripið til þess úrræðis að 22 PRENTARINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.