Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 33

Prentarinn - 01.01.1972, Blaðsíða 33
mannafé með lánum, styrkjum og 1 íkisábyrgðum. Það er ekki til það fyrirtæki í landinu, sem ekki nýtur styrkja í einhverri mynd nema fyrirtækið fjölskylda. Og þeir styrkir og þær bætur, sem kall- að cr að hún njóti hefur allt verið af henni dregið áður í þá sjóði sem húu fær bæturnar greiddar úr. í öllu því sjónarspili sjáum við inn í kjarna sléttaþjóðfélagsins, andstæðurnar milli þeirra, scm aðeins hafa vinnuafl sitt að selja sér til lífsfram- færis, og hinna, sem atvinnutækin „eiga“ og skammta vinnuna, launin og lífsgæðin. Mér segir svo liugur um, að næsti nýi þátturinn í verkalýðs- baráttunni á Islandi verði sá að svipta blekking- unni af þeim sýndarrétti, sem eignarréttur á at- vinnufyrirtækjum er í raun og veru og endurnýja hina gömlu kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að þeir stjórni, sem raunverulega ciga — kröfuna um yfirráðin til alþýðunnar. Hvað segir þú svo um lýðræðið innan verkalýðsfélaganna? Um það mætti hafa langt mál. í mfnum huga er verkalýðsfélagið að uppruna og eðli lýðræðisleg- asta stofnun þjóðfélagsins. Það var stofnað fyrir J)á fátækustu og stjóruað af þeim fátækustu. Margt hefur breytzt á 75 árum. Enn eru hinir fátækustu í verkalýðsfélögunum, eu hlutur þeirra í stjórn þeirra hefur miuukað. Kosningafyrirkomulag margra verkalýðsfélaga býður upp á flokkadrætti og möguleika samstilltra hópa til þess að ráða þar öllu. Og það eru ekki þeir fátækustu sem not- færa sér slíka mögtileika, þeir fylgja gjarna þeim sem mcira láta. Og víða gætir þess í verkalýðsfélög- unum, að þeir sem seztir eru í stjórnarstólana eiga erfitt með að standa upp úr þeim aftur. Hér er ekki tími til þess að nefna dæmi þess hvc hæpnum ráðum er stundum beitt til [)ess að viðhalda óbreyttu á- standi.Ég er alveg sammálaþeim, sem segja að skipta þurfi um í stjórnum verkalýðsfélaga svo ekki leggist yfir þau vanabundin lognmolla cða jafnvel mengað andrúmsloft. Þessi réttmæta gagnrýni kemurhelzt frá þeim ungu og er [)á meðalaldur stjórnarmanna gjarn- an látinn fylgja með sem sönnunargagn. En það cr bara ekki nóg að vera ungur. Svo cinfalt er það nú ekki; hins vegar er hverjn félagi hollt og nauðsynlegt að fá hina ungu til starfa svo þeir fái tækifæri lil þjálfunar með þeim sem eldri eru og sýni hvað í þeim býr, — cn félagið eflist að nýjum og hæfum starfskröftum. HvaS finnst þér um þróunina í prentara- félaginu hvað þetta snertir? Ég er mjög bjartsýnn á prentarafélagið. Þar eru margir ungir og áhugasamir mcnn að koma til starfa og ég tel að endurnýjunin síðasta áratug- iun hafi orðið með nokkuð eðlilcgum hætti hvað aldur og starfsreynslu snertir. Sé þess jafnan gætt af hendi nýrrar íorustu að tileinka sér og hafa í heíðri lýðræðishcfð prentarafélagsins, hlíta lögum þess á hverjtim tíma og hafa ætfð fullt samráð við félags- menn um allt sem máli skiptir er engu að kvíða um framtíðina. Prentarafélagið hefur í lögum síiium þaulhugsað kosningafyrirkomulag þar sem ekki er viðhöfð lista- kosning, heldur valið í sæti og helmingur stjórnar kosinn í senn. Þetta fyrirkomulag tel ég það réttlát- asta sem tfðkast og mættu fleiri félög taka það upp. Ég hcld að naumast verði lengra komizt, með regl- um, að [iví marki að búa frjálsri skoðanamyndun félagsmanna sem eðlilegust skilyrði í kosningum, og bægja frá hættunni af óeðlilegum flokkadráttum. En eins og ég gat um áðan liefur þetta fyrirkomu- lag ekki reynzt einhlítt til verndar lýðræðinu i fé- lagi okkar. Lýðræðið í verkalýðshreyfingunni er vandmeðfarinn hlutur. Af hverju frekar í verkalýðshreyfingunni en annars staðar? Verkalýðsfélagið er í raun og veru cina félags- formið í okkar þjóðfélagskerfi (auk samvinnufélag- anna í upphafi), sem hugsað er og grundvallað á jafnrétti. Þess vegna ber okkur öllum, og ekki sízt stjórnum félaganna og öðrum trúnaðarmönn- um, að vera sífellt vakandi fyrir því, að fyllsta jafn- réttis sé gætt. Ég segi þetta vegna þcss, að víða gleymist þetta grundvallaratriði vcrkalýðsfélags- skapar. Lögum hefur fyrr og nú verið misbeitt þannig, að stjórn og stjórntæki, og valdið og á- hrifin, sem þeim fylgja, liafa verið notuð til þess að hafa áhrif á eðlilega skoðanamyndun óbreyttra félagsmanna í kosningum til trúnaðarstarfa og í af- stöðu til inikilvægra mála. Hvað segir þú um afskipti heildarsamtakarma af samningamólum? Ég álít það vera hlutverk heildarsamtakauna, stjórnar ASÍ og verkalýðssambandanna, að sam- ræma kröfugerð og aðgerðir félaganna, sjá um að kraftarnir nýtist svo árangur geti orðið sem mest- ur. Eu kröfugerðina sjálfa og fullnaðar umboð til ákvarðana um samninga mega verkalýðsfélögin sjálf hins vegar aldrei láta af hendi. En það er ein- mitt það sem hefur verið að gerast og við prent- arar höfum mátt súpa seyðið af. Af okkur hefur beinlínis verið samið l stóru samflotunum og nú síðast urðum við að hcyja verkfall til þess að standa ekki uppi slyppir hvað sérkröfur okkar snerti og hefði þó sannarlega betur mátt fara. Þegar ein- stakir leiðtogar sambandanna eða félaganna taka að segja fyrir verkum, standa í samningamakki án samráðs eða umboðs og stilla svo að lokum hinum óbreytta félagsmanni upp fyrir gerðum hlut, þá er lýðræðinu liætta búin. Með slíkum aðgerðum er ver- ið að brjóta niður sjálfsákvörðunarrétt verkalýðs- 1’ RF.NTARI N N 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.