Prentarinn - 01.01.1972, Page 43

Prentarinn - 01.01.1972, Page 43
Leirárgarðar xCo XXIK Suitiðvgwpctioi*. pcibiuöðginit = Sdftuöagtnit, ii * 14 ^íovcmlu’. '■/ 1 xxiv.@uinarðiafint(jr. . ©ící>i fyanba Sö<nnum. €inn $(ocfur. ; ^erfonuniar, fcm öjleöíno (cifa, tvu: *£)Cð. Soeinn, ríf.lr <Jm6*ttié.-mo6ur. tl7agnÚ3, I'onur Oanfi iooítra gamaH pi(Itur. 25ÍCUTU, n vctra, fomtr fátafrar cctiu, f«m tr ( ()úfimcnftu í fama ()úfí. ^tnriE/ 4 f««i« <>l6ri, rí(« .Saupmnnne fomtr. iSjÚöUC, 6óttir (>aní $co. 0 0 c i n t?, 13 ác* flomut. ^iútfiö « í frcmri ftofii ^aní i)>ra. 0 v t i n I, <S{6in cc: geftubago morguninn fi)r(t« í ©ttmri. j i. SttriDí. I • . $incttf. öiacni. j *Oiavnt. ^wttittfl cttá fommu íjingaÐ &tn*. 1 ciC niinn! ■ : ;:. :/M'A Síða úr Sumargjöf handa börnum, fyrstu bókinni, sem prentuð var í Leirárgörðum. Líta má á stofnun prentsmiðjunnar í Leirárgörðum sem a.m.k. óbeina afleiðingu af stofnun Hins íslenzka lærdómsiistafélags um 1780. Það félag sýndi að visu áberandi dauðamerki upp úr 1790, en Magnús Stephensen, siðar há- yfirdómari, beitti sér þá fyrir stofnun nýs félags á Alþingi 19. júlí 1794, og nefndist það Lands- uppfræðingarfélagið, og þendir nafnið ótvírætt á tiiganginn. Magn- ús hafði verið mikið við útgáfu- starfsemi Hins íslenzka lærdóms- listafélags riðinn og féll ilia að það skyldi falla uppfyrir. Hann var sem kunnugt má vera áhuga- maður mikill og stórhuga og vildi koma fram sem almennur fræðari Islendinga. Með svo stórt í huga dugði hon- um að sjálfsögðu ekki minna en að hafa prentsmiðju í námunda við sig. Hann gerði þvi samning við Björn bónda Gottskálksson um að hann keyptl, ásamt stjórnarmönn- um Landsuppfræðingarfélagsins, prentverkið í Hrappsey, þannig, að Björn keypti % en stjórnar- mennirnir '/8 hver, en þeir voru Olafur Stephensen stiftamtmaður, Hannes Finnsson biskup, Stefán Thorarensen amtmaður, Magnús Stephensen lögmaður, Stephan Stephensen lögmaður og Markús Magnússon prófastur. Björn bóndi var lærður prentari, hafði iært á Hólum og síðan starfað í Hrappsey við prentverk- ið þar, og einnig hafði hann kynnt sér bókband I Kaupmannahöfn. Hrappseyjarprent var við kaupin flutt að Leirárgörðum, þar sem Magnús Stephensen vildi hafa það sem næst sér, en hann var þá fluttur að Leirá. Það fyrsta sem prentað var I Leirárgörðum var Sumargjöf handa bömum (1795) eftir sr. Guð- mund Jónsson á Staðarstað. Af öðrum prentgripum má telja Kvöldvökur eftir Hannes Finnsson biskup (1796 og 1797), Lærdóms- bókina nýju eftir Balle (1796), Minnisverð tíðindi (þrjú bindi á árunum 1796 til 1808), en það rit var um margt merkilegt. Það hafði inni að halda ítarlegar fréttir, inn- lendar sem erlendar. — Þá má nefna Pasiusálma, Eðlisútmálun manneskjunnar, Basthólms höfuð- lærdóma, Matreiðslukver eftir frú Mörthu Stephensen (sem Magn. Steph. segist raunar hafa samið), og fleira mætti upp telja af and- legum bókum og veraldlegum, einkum miðað við veraldlegt nota- gildi. PRENTARINN 39

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.