Prentarinn - 01.01.1972, Side 45

Prentarinn - 01.01.1972, Side 45
Á árshátíð Starfsmannafélags Tfmans og Eddunnar i janúar síðastliðnum var Valdimari Guðmundssyni setjara afhent gullúr fyrir 50 ára starf við umbrot blaðsins. Við það tækifæri flutti Jón Helgason rit- stjóri Tímans eftirfarandi drápu til Valdimars: Valdimars drápa Guðmundssonar Illt er það til afspurnar og andskotanum gaman, ef vísukorn um Valdimar verður ei barið saman. Það er skömm að koma í kvöld klumsa fram á sviðið, þegar hann hefur hálfa öld húsum Tímans riðið. En hugsun öll fer vegavilll, veltur á bárum kæna, cinmitt þcgar er þó skylt utan í hann að spræna. Heiti ég því á heiðin goð, helga menn og anda að vera mér nú stytta og stoð og stýri í þessum vanda. Ef frá landi leggur byr, léttist andans glíma, opnar standa allar dyr, enginn vandi að rfma. I>vf hef ég messu án hindrunar, hátt mig pressa á flugi. Svofelld vers um Valdimar vænti ég þess að dugi. í hans flíkur fer f neinn, fátt um slíkar hendur. Kappið ríka átti hann einn, engum líkur stendur. 1 skemmtihúsi skenkist tár, skutlar krúsum þaktir. En hann gekk fús í fimmtíu ár fimmtán þúsund vaktir. Einum rómi er um hann okkar dómur fallinn: Með þeim sóma verk sín vann að varpar ljóma á karlinn. Fram á góma aldinn er öllu grómi varinn, ekkert hjóm, sem undan fer, aldrei lómur barinn. Öðrum karskar af sér stóð ölduhnjask og skeinu, lét ei vaskur veðurhljóð valda raski neinu. Þráfalt naskur þylur ljóð, þarf ei braska í vafa, sjaldan flaskar á þeim óð, sem aðrir laskað hafa. Orðakrull ei auka ber. Er með fullum sanni, að hans um rullu hermum vér: Hann er gull að manni. Kristján Benediktsson, jramkvœmdastjóri Timans, ajhe/idir Valdimari Guðmundssyni gullúr að gjöf, jyrir 50 ára starf við Timann. (Ljósm. Gunnar) PRENTARINN 41

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.