Prentarinn - 01.01.1972, Page 50

Prentarinn - 01.01.1972, Page 50
leyti hægt að sjá fyrir, hvernig reynast muni í framkvæmd. Sá kostur var því valinn að fá 96 nemendur til þátttöku í tilraunakennslu, sem tekur fjögur ár, og á þeim tíma verða lielztu agnúarnir sniðnir af nýja fyrirkomulaginu. Náminu verður skipt í tvo aðalhluta. í fyrri hlutanum er sameiginleg námsskrá fyrir alla nem- ana. Fyrstu þrjár vikurnar fara aðallega f kynn- ingu á prentiðnaðinum f heild. Annar áfangi tek- ur 32 vikur og á þeim tíma vinna nemendur við alla þætti bókagerðar, og með nýju iðnfræðslulög- unum hefur ein iðngrein bætzt við, ljósmyndaiðnin. Að loknum öðrum áfanga velur neminn náms- leiðina, sem hann hyggst halda, og er um 13 sér- greinar að ræða, svo sem prentun, ljósmyndun, tölvutækni, vélsetningu, plötugerð o. s. frv. Loka- áfangi fyrri hlutans cr fimm vikna undirbúnings- námskeið fyrir sérnámið. í síðari hlutanum skiptist á kennsla í skóla og verkþjálfun á vinnustöðum, sem taldir eru hafa fullnægjandi aðstöðu til að kenna nemum. Þeir unglingar, sem læra eftir nýja kerfinu, fá sömu laun og aðrir lærlingar, en kaup þeirra er greitt úr sérstökum sjóði, meðan þeir eru 1 fyrri hluta námsins, því þá eru þeir eingöngu í verk- námsskólum. Næst ræddi Nielsen um atvinnuástandið í prent- iðnaðinum í Danmörku. Hann sagði að á vissum stöðum væri mjög mikið atvinnuleysi og nefndi Alaborg f þvf sambandi. Þar gekk lielmingurinn af prenturum atvinnulaus um tíma og aðalástæðan var sú, að blað sósíaldemokrata f borginni hætti útkomu. Svipaða sögu er að segja frá nokkrum öðrum borgum og bæjum, t. d. Randers. Reynt cr að útvega þcssum mönnum vinnu í prentsmiðjun- um annars staðar f landinu. En f þeim borgun- um, sem blöðin eru lögð niður, er lítil von um að úr rætist. Eins og stendur eru 2—3% af prent- urum í Danmörku atvinnulausir. Atvinnuleysis- styrkurinn er 738 d. kr. á viku og er greiddur f allt að þrjú ár samfellt, en þó með því skilyrði, að styrkþegi liafi unnið 26 vikur á tímabilinu. Aukin samvinna bókagerSarmanna f byrjun ársins stofnuðu dönsku bókagerðarmenn- irnir með sér samtök (Grafisk Kartell), sem eiga að vinna að sameiginlegum málum. Og margt er á döfinni. Félögin {jrjú eru að reisa stórhýsi fyrir starfsemina, og líkur eru á að Ljósmyndarafélagið verði þar einnig til húsa, og ef til vill Biaða- mannafélagið sfðar meir. Um síðustu áramót hófu bókagerðarfélögin útgáfu sameiginlegs fagblaðs, Grafisk arbejdere. Það kemur út fjórum sinnum á ári. Fræðslunefnd, skipuð fulltrúum frá öllum fé- lögunum sér um fræðslumálin, og f undirbúningi er verkfallssjóður, sem þau standa öll að. Eins og málum er háttað, taldi Nielsen vara- samt að fullyrða að eitt allsherjar samband bóka- gerðarmanna væri á næstu grösum, en ýmislegt hefði þokazt í rétta átt, og eftir að félögin væru komin undir sama þak, sæist betur hvaða mögu- leika þau hefðu til samstarfs og sameiningar. Hans Hansen talaði næstur og ræddi um sjúkra- tryggingar í Danmörku. Danskir prentarar fá veik- indadaga greidda úr sjúkrasjóði, sem Prentarasam- bandið hefur undir höndum. Þær reglur giltu þar til í fyrrasumar, að fyrstu þrír veikindadagarnir voru því aðeins borgaðir, að um langvarandi veik- indi væri að ræða. Þeir nefnast „karens"-dagar. f kjarasamningunum 1971 tókst Prentarasam- bandinu að fá „karens“-dagana fellda niður og gekk þar á undan öðrum verkalýðsfélögum í Dan- mörku. Fyrstu mánuðina eftir þessa breytingu fjölgaði veikindadögum að mun, og var mikið veður gert út af því í dönskum blöðum, þar sem á sama tfma lá fyrir Þjóðþinginu tryggingafrumvarp, sem einnig gerði ráð fyrir niðurfellingu „karens"- daganna. Frumvarpið var samþykkt og tekur gildi um næstu áramót. Nokkur munur er á reglum sjúkrasjóðs prent- ara og almenna sjúkrasamlagsins. Hámarksgreiðsla, sem hver styrkþegi hefur rétt á úr sjúkrasjóði prcnt- ara, svarar til 165 daglauna á ári, en opinbera tryggingarkerfið greiðir mest 312 daglaun á tveggja ára tfmabili. Atvinnurekendur borga fyrstu fimm vikurnar, en síðan tekur ríkið við. Þegar styrkþegi hefur fengið hámarksgreiðslu úr tryggingunum, öðlast hann ekki réttindi á ný, fyrr en eftir á- kveðinn tíma. Hans Hansen sagði að Prentarasambandið hefði hug á að ganga inn í opinbera sjúkrasamlagskerf- ið, þar scm kostnaður við eigin sjúkrasjóð væri orð- inn mikill. Louis Andersen lýsti samningnum um tölvusetn- ingu, sem gerður var f vor eftir mikið þóf. At- vinnurekendur vildu koma inn f liann ákvæðis- vinnutaxta og fá leyfi til að ráða stúlkur hluta úr degi. Þessu var hafnað. Þriðja atriðið var að ná samkomulagi um afköstin á innskriftarborðin. Niðurstaðan varð sú, að eftir þriggja mánaða starf, skuli þau vera 13.000 stafir á tímann og 15.000 eftir hálft ár. (Línum ekki jafnað). Skilyrðin fyrir þessum vinnuhraða, sagði Andersen, voru góð hand- rit. En jjá vandaðist málið heldur betur. Hvers konar handrit eru send í prentsmiðjurnar í Dan- mörku? Við vissum það ekki og urðum að hefja athugun á því, og settum okkur eftirfarandi regl- ur um flokkun handritanna: í A-flokk komu vel útmerkt handrit í stærðinnf A4, með þremur leiðréttingum f hæsta lagi. 46 PRENTARIN N

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.