Prentarinn - 01.01.1972, Page 63

Prentarinn - 01.01.1972, Page 63
Annar útlagður kostnaður: 1967 og 1968 1969 ...... 1970 ...... 1971 ...... kr. 1.151,33 - 6.000,00 - 4.615,00 - 6.450,00 kr. 18.216,33 Heildarútgjöld neraa þá kr. 445.396,75. Tekjur umfram gjöld nema því kr. 7.252.338,20. Innstæður félagsmanna: Skv. ársreikningi 1967 og 1968 .. 1969 aukning .. 1970 aukning .. 1971 aukning .. kr. 1.585.079,65 - 795.237,15 - 1.480.273,80 - 2.232.453,64 Samtals kr. 6.093.044,24 Höfuðstóll: Skv. ársrcikningi 1968 og 1968 .. kr. — — 1969 aukning .. — — — 1970 aukning .. — — — 1971 aukning .. — 137.452,98 153.655.93 265.897,80 602.287,25 Samtals kr. 1.159.293,96 Höfuðstóllinn myndast af þeim tckjum, sem eftir verða vegna innkominna vaxtatekna, þegar frá hafa verið dregin útgjöld vegna reksturs sjóðsins og þeir vextir sem félagsmenn njóta vegna endurgreiðslu af innstæðum sínum. Útgjöld sjóðsins vegna reksturs liafa verið hverfandi lítil þessi ár, vart önnur en prentun nauðsynlegra eyðublaða, auk endurskoðun- arkostnaðar. Vinna starfsmanna félagsins vegna inn- heimtunnar og umsjón hefur verið framkvæmd á kostnað félagsins án sérstakra útgjalda fyrir sjóð- inn. Uppsetningu reikninga og endurskoðun fyrir þennan sjóð annaðist Endurskoðunarskrifstofa Jóns Brynjólfssonar vegna áranna 1967, 1968 og 1969. Arin 1970 og 1971 var það verk unnið af Endurskoð- unarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar, sem ráðin var til að fylgjast með bókhaldi og fjórreiðum H.Í.P. að tillögu aðalfundar 1971. Auk þess sem framan- ritað yfirlit sýnir, hefur bókhaldið inni að halda viðskiptareikning yfir hvert fyrirtæki fyrir sig og hver innistæðueigandi hefur sinn sérstaka reikn- ing, sem sýnir hvað inn hefur verið greitl hans vegna og þær greiðslur sem til lians hafa runnið. Pj. Stef. Gamall dómur f augum almennings hér á fslandi liafa prentarar löngum verið ímynd hins verkfallsfúsa í vinnudeil- um, og víst er um Jrað, að prentarar hafa löngum haft forustu í liagsmunamálum verkalýðshreyf- ingarinnar hér á landi. En íslenzkir prentarar eru hreint engin undantekning. Erlendis hafa stéttar- bræður okkar verið í forustu frá upphafi fyrir bættum kjörum. Þegar launþegastéttirnar voru að vakna til með- vitundar um nauðsyn samstöðu til kjarabóta, var vægast sagt við ramman reip að draga, og til gam- ans birtum við hér frásögn af dómi yfir prenturum dagblaðsins Times, sem kveðinn var upp árið 1810. Þessi dómur gefur ef til vill betri mynd af þvi sjónarmiði cignastéttanna, sem verkalýðshreyf- ingin varð að berjast gegn á bernskuárum sínum. í dómi sínum ávarpar dómarinn sakborningana svofelldum orðum: „Fangar, þér liafið látið leiðast til að bindast ódæðissamtökum, með þeim ásetningi, að spilla dýpstu lífshagsmunum vinnuveitanda yðar, sem gaf yður brauð. Þér vilduð vinna honum tjón og hindra hann í atvinnurekstri sínum. Já, jafnvel reyntluð þér, að svo miklu leyti sem Jrað var á yðar valdi, að koma honum á kné. Brot sem þetta eru of algeng meðal fólks af yðar stétt. Þér liafið þessa illu og hættulegu tilhneigingu til að vilja eyðileggja vinnuveitendur yðar, í stað þess að styðja þá og hjálpa í þakklæti, sökum eigin hags- muna yðar. Þcss vegna cr það brýn nauðsyn, að dómurinn taki hart á tilfcllum sem þessu, ef menn Iáta leiða sig út í Jrátttöku í svo freklegum og ó- geðfelldum samblæstri, sem brýtur gegn lögum og rétti." Að þessum orðum mæltum voru sakborning- arnir síðan dæmdir f níu mánaða og allt að tveggja ára fangelsi —hm. PRENTARINN 59

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.