Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 31
r
Landsliodimarferdin til Alasha 1874
13
Álitið er á þessa leið:—
“Kröfur þær, sem reynsla vor
liefir sýnt og skynsemin segir oss
að sé ómissandi, eru þá þessar
helztar:
1. Að landið hafi frjálsa stjórn
og sem rýmst borgaralegt
frelsi að verða má;
2. Að það sé frjórra og bjarg-
ræðissamara en á Islandi;
3. Að þar sé gnægð lands, er
nýkomendur geti numið ó-
keypis;
4. Að þar sé atvinna svo næg
eða þá land svo agnsamt, að
nýkomendur þurfi eigi að
líða nauð í byr juninni;
5. Að skógur sé nægur til húsa-
gjörða, smíða og eldsneytis;
en þó eigi eintómt skóglendi,
er torvelt sé að yrkja;
6. Að loftslag sé eigi alt of ó-
líkt, því sem á sér stað á ís-
landi; vor og haust blíðari,
sumur lengri, en eigi mikl-
um mun lieitari en þar er;
7. Að landið liggi við sjó;
8. Að það sé lagað til kvikf jár-
ræktar, og að atvinnuvegir
séu yfir höfuð eigi g'jörsam-
lega allir aðrir og ólíkir því,
er á sér stað á Islandi.
9. Að svo hagi til, að Islend-
ingar geti setið einir að
landinu, án þess framandi
þjóðir dreifi sér innan um
þá.”
* # #
Þetta sumar kom séra Jón
Bjarnason vestur, sem kunnugt er,
og' þótt hann settist að í Decorah
í IoAva ríkinu, stóð hann í nánu
sambandi við landa sína í Mil-
Avaukee. Fann hann brátt til þess
sem fleiri, er liugsuðu fram í tím-
ann, hve nauðsynlegt það væri fyr-
ir fólk að geta sem fyrst komið sér
fyrir á einhverjum þeim stað, þar
sem það gæti stuðst við eigin 'björg
og þyrfti ekki til annara að leita.
Mun hann fremur hafa hvatt en
latt til þess að Islendingar færu
að dæmi annara þjóða, er inn í
landið höfðu flutt og stofnuðu ný-
lendu þar sem þeir gætu búið um
sig.
Síðla þetta sama liaust kom
Jón Ólafsson. ritstjóri vestur.
Dvaldi hann á ýmsum stöðum um
veturinn en lengst af í Mihvaukee.
Kyntist liann þar líðan rnanna, og
mun, sem aðrir, bi'áðlega hafa far-
ið að liug'sa um fyrirhugaða ný-
lendustofnun. Segist hann liafa
átt bréfaskifti um þetta við séra
Jón Bjarnason. Veturinn var
erfiður og' afkoma manna bágbor-
in. Kyntist Jón ýmsum mönnum
er frætt gátu liann um landkosti
vestar í álfunni, og þar á meðal
fyrverandi liðsforingja í sjóher
Bandaríkjanna, Mr. Marston Niles
lögfræðingi í New York, er var Is-
lands vinur mikill. Kom Jón máli
sínu svo við hann að ádrátt mun
hann hafa gefið honum um það að
reyna til að fá Landbúnaðarráðu-
neytið til þess að styrkja Islend-
inga til nýlendunáms og landskoð-
unar, þó eig'i fengi sú tillaga þann
byr að lokum, er báðir höfðu gjört
sér vonir um. Eigi var unt að fá
betri milligangara til þessa en Mr.
Niles. Var hann kunnugur bæði
sög-u og fortíðar bókmentum ís-
lendinga. Samdi Niles þessi og
sendi inn á Congress Banda-
ríkjanna, frumvarp, er samþykt
var um bókagjöf til Islands til
heiðurs við þúsund ára hátíð þjóð-