Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 32
14
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
arinnar. Sýndi hann hæði í þessu
sem öðru að hann lét sig skifta
kjör íslendinga yfirleitt.
Annars furðar maður sig á því
live mikilli eftirtekt að Island sætti
einmitt um þetta leyti: Síðla
þenna vetur og framan af vorinu
var mikið rætt í hérlendum hlöð-
um um “þúsund ára hátíðina á Is-
landi, ” er í vændum væri. Hvöttu
þeir sem um þetta rituðu Banda-
ríkjaþjóðina til að minnast þessa
hátíðahalds og taka þátt í því. Kom
mentamönnum saman um það, að
íslenzku þjóðinni væri sýndur mak-
legastur heiður við þetta tækifæri,
með því að henni væri sendar að
g'jöf alls konar vísinda- og fræði-
bækur og mun prófessor Willard
Fiske liafa verið upphafsmaður
þess. Ritar Fiske um þetta manna
fyrstur. Á lausu blaði dagsettu 9.
apríl 1874, er mun liafa verið sent
ýmsum fræðimönnum víðsvegar
um land, getur liann þess að hann
hafi feng'ið aðstoð slíkra manna
sem skáldsins “Henry W. Long-
fellow, Dufferin jarls, Mr. G. W.
Curtis, Mr. Bayard Taylor, Mr. F.
L. Olmsted, auk margra fleiri, ’ ’ til
þess að safna þessum ritum. Þar
getur hann þess líka, að “á móti
bókasendingunum taka, er merktar
skulu ‘Til Landsbókasafn.s íslands,
Reylcjavík, ’ prófessor F. J. Child
við Harvard háskóla, prófessor T.
R. Lounsbui’y við Yale 'háskóla,
Ritari The Smithsonian -Institute
í Washington, Ritari hins ame-
ríska landfræiðifélags í New York
og Bókavörður Cornell liáskóla;
enn fremur hefir Mr. Henry
Braem, ræðismaður Dana í New
York, góðfúslega lofast til að sjá
um að bókasendingarnar komist
alla leið.”
Hve víðtæk og almenn þátttaka
fræðimanna varð um þessar bóka-
gjafir, er erfitt að ákveða, En
það sem um þetta var ritað, um
hina tilvonandi þúsund ára hátíð,
og um sögu og bókmentir þjóðar-
innar, varð alt til þess að vekja al-
menna athygli á landi og þjóð, og’
þá líka á Islendingum, er komnir
voru hingað. Átti próf. Fiske
drýgstan hlut í því og verður hon-
um það aldrei of rækilega þakkað.
Hið ágæta við ritgjörðir þessar var
það að þær voru allar samdar af
innlendum fræðimönnum, er kynni
höfðu af tungni, bókmentum og
sögu íslenzku þjóðarinnar. Þá
komu út, líka á þessu ári, auk hinn-
ar ágætu Cleasby orðabókar, er Ox-
ford háskólinn kostaði, þýðingar
af nokkrum hinum meiri fornrit-
um vorum. Yarð alt þetta til þess
að auka veg 'Og sæmd Islands út á
við, oð greiða götu hinna íslenzku
innflytjenda.
í laugardags útgáfu blaðsins
Wisconsin State Journal 23. maí,
1874, er birtur útdráttur úr bréfi
fi'á prófessor Fiske til prófessor
R. B. Anderson. Getur Fiske þar
um 'bókasendingarnar til Islands.
Segir hann að fjórir lcassar séu
farnir af stað frá sér; tveir til
Stiptsbókasafnsins í Reykjavílc og
tveir til Bókasafns Norður og
Austur-Amtsins á Akureyri, í alt
525 bundnar bækur, auk fjölda
bæklinga, af ýmsu tagi. Þá segist
hann hafa sent myndabækur og
uppdrætti er ætlað sé barnaskólum,
auk þess nokkra kassa af iblóma-
fræi til ýmsra staða á landinu.
Þá getur liann þess að “Albany