Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Blaðsíða 50
32
Tímarit Þjóðræhmsfélags íslendinga
sé meiri rækt lögð viÖ íslenzku
(forna og jafnvel nýja) en í þess-
nm Norðurlandamála deildum;
enda má segja að svo sé. Er þar
auðvitað fyrst á blaði Norður-
landamála-deild Cornell-skólans
með Halldór Hermannsson að
kennara. Um hann og hið ágæta
bókasafn skólans þarf ekki að f jöl-
yrða hér. Þess má aðeins geta að
hann kennir bæði forna íslenzku
og nýja og heldur auk þess fyrir-
lestra nm forn-norræna menningtu,
sögu og bókmentir.*)
Prófessor Cawley (Harvard)
leggur áherzlu á yfirgripsmikinn
lestur í Islendingasögum, Noregs-
konungasögum og Eddunum; hann
hefir gefið út Hrafnkelssögu. Næst
Corneil hefir Harvard vfst bezta
íslenzka bókasafnið vestan hafs.
Próf. A. A. Stomberg virðist aftur
á móti leggja meiri áherzlu á mál-
ið sjálft og vöxt nýju Norður-
landamálanna frá fornmálinu.**)
Próf. R. Beck er alt of kunnur
Vestur-lslendingum til þess að um
hann þurfi að fjölyrða; þess má
aðeins geta, að auk H. Herm., er
hann sá eini, er kennir ný-málið
auk fornmálsins. Hann leggur og
meiri áherzlu á bókmentirnar en
málfræði, lætur auk þess lesa forn-
bókmentirnar og sýnishorn hinna
nýrri í enskum þýðingum, og flyt-
ur fyrirlestra um hvorutveggju.
Prófessor Edvin J. Yickner
*)Um starfsemi H. Hermannssonar, sjá rit-
gerí5ir Richards Becks “Islandica Halldórs
Hermannssonar',” Lesbók Morgtmbiaðsins,
ágúst, 1930, og “Willard Fiske,” Eimreiðin,
IV, 1931.
**)J. C. Gisle Bothne var annars formaður
(Senior Pro,f.) deildarinnar, hann er ný-dá_
inn.
(Univ. of Waskington) virðist og
hafa meiri áhuga á bókmentunum
en málinu, en um kensluna í Univ.
of Wiseonsin er mér alt óljóst.
Maðurinn, sem kennir íslenzku þar,
próf. William Ellery Leonard, er
annars prófessor í ensku. Nýlega
hefir norslmr maður, Einar Haug-
en verið gerður auka-prófessor í
Norðurlandamálum; hann kennir
aðeins nýju málin.
1 St. Olaf College er aðaláhersla
iögð á bókmentirnar, sögu og
menningu Norðmanna og í.slend-
inga í fornöld. Eru bæði Edda og
sögurnar lesnar í þýðingum, en
málfræði ekki kend meira en nauð-
syn er á til þess að gera stúdenta
læsa á fornmálið.
1 allmörgum skólum heyrir ís-
lenzka undir Deild germanskra
mála og bókmenta (Department of
Germanic languages and litera-
tures, etc.) og getur þá oltið á
ýmsu, hvort áherzla er lögð á mál-
fræði málsins, lestur málsins eða
bókmentirnar. Svo er það í þess-
um skólum:
Brown University, próf. Hans
Kurath; Columbia, próf. A. E. J.
Remy; George Wasliington, próf.
E. H. Sehrt; St.anford ITniversity,
próf. Fr. W. Strothmann; West.
Virginia Universitv, próf. A. W.
Porterfield; Yale, prófessorarnir
Edv. Prokosch og Adolph B. Ben-
son; ITniversitv of California,
próf. Clarence Paschall; Univers-
ity of Cliicago, próf. Ohester N.
Gould; Universitv of Kansas,
próf. A. M. Sturtevant; University
of Midhigan, próf. N. Le Roy Wil-
ley; University of Oregon, próf.
E. P. Kremer; Universitv of Penn-