Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 53
Islensku kensla í háskólum Bandaríkjanna
35
Joshua Larson norræna goðafræSi
ásamt köflum úr Sæmundar Eddu.
í tíu skólum er svipaðri kenslu
komið fyrir í Ensku deildinni
(English Department). Þetta eru
skólarnir:
Barnard College (Columbia Uni-
versity) (European Legend)
Fordham University, New York
(Mediæval Legiends and Bom-
anee); Hampton Institute, Hamp-
ton, Ya. (Classics of European
Literature); Houg'hton College,
Houghton, N.Y. (Classic Myths in
English Literature) ;Illinois Wes-
leyan University, Bloomington,
111. (Comparative Medieval Lit-
erature); Kansas State Teachers
College, Pittshurgh, Kansas (The
World Eipic); Simmons College,
Boston, Mass. (Epic and Rom-
ance); University of Vermont,
Burlington, Vt. (Scandinavian
Literature in Translation); West-
ern State Teachers College, Ivala-
mazoo, Mich. ('General Litera-
ture).
Meðal þess, sem lesið er, er (úr-
val) úr Eddunum báðum, úr sög-
unum, t. d. um fund Ameríku, eða
að svo miklu leyti sem þær hafa
orðið enskum rithöfundum að
yrkisefni. Sumstaðar eru Edd-
urnar og Völsungasaga lesnar í
sambandi og með samanhurði við
önnur episk kvæði. frá miðöldun-
um, svo sem Beowulf, Niflunga-
l.jóð, Ilions-kviðu, hina “guðdóm-
leg-u komediu” Dantes o. s. frv.,
stundum meira með tilliti til sagn-
anna og sögu þeirra.
Einna merkilegTist er kenslan í
University of Vermont, þar sem
kennarinn, P. D. Carleton, lætur
lesa skandinaviskar bókmentir í
þvðingu, þar með taldar Sæmund-
ar Edda og sög-urnar, auk helstu
rithöfunda á 19. og 20. öld.
1 Westem Beserve University
er Sæmundar Edda og lesin og
“ýmsar sög-ur” í þýðingu. Kenn-
ari er próf. William Powell Jones.
—Svo er að sjá sem þessir skólar
leggi rækt við hinn norræna arf
þótt nafn kennaranna hendi ekki í
þá átt.
1 einum skóla: Maryland Col-
lege, Scranton, Pa., er “Die nor-
dische Eídda” færð undir “þýzk
hetjukvæði” (The German Epic)
og kend í þýzku deildinni. (Ger-
man Department).
Loks er að telja sex skóla, er
kenna eitthvað af norrænum fræð-
um í goðafræði-deild eða hók-
menta-deildum (Mythology, Lit-
erature, Comparatúve Literature
etc.). Þessir skólar eru:
De Pauw University, Green-
castle, Ind.; Otterbein College,
Westerville, Ohio (Mytíhology);
San Diego State Teachers College,
San Diego, Cal.; Upsala College,
East Orange, N. J.; University of
Southern Californi, Los Angeles,
Cal.; Washington University, St.
Louis, Missouri.
Tilgangur og kensluaðferðir líkt
og þar sem lcenslan var bundin við
Ensku deildina. Aðeins í Upsala
College og Wasliington University
er áhuginn allur við norrænu fræð-
in. 1 hinum fyrnefnda eru sögurn-
ar lesnar í þýðingum, ásamt nauð-
synlegum skýringum um forn-
íslenzkar bókmentir og menningu,
þar að auki kaflar úr Sæmundar
Eddu í sambandi við goðafræðina.