Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 61
Háhon Farmann
43
“En stigamenn, sem kynnu að
mæta þér, gætn þó ímyndað sér, að
þú værir ekki alveg peningalaus,
þar sem þú ert langferðamaður,
og þeir mundu leita í vösum þín-
um, til þess að ganga úr skugga
um það.”
“Og þeir mundu ekkert finna í
vösum mínum, nema gamlan sjálf-
skeiðing,” sagði eg.
‘ ‘ Sjálfskeiðinginn mundu þeir
hirða.”
“Samt fengi þeir hann ekki al-
veg fyrirhafnarlaust, ’ ’ sagði eg og
bar mig nokkuð borginmannlega,
þó mér þætti þetta tal mannsins
fremur óviðkunnanlegt.
‘ ‘ Ojæja! ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ Þú vilt
láta mig trúa því, að þú sért engin
kveifa. En livert ertu að fara!”
‘‘Til herra Campbell’s. Er nú
langt þangað ? ’ ’
‘ ‘ Hálf önnur míla. Það er fyrsta
liúsið, sem þú kemur að, og er
skamt fyrir ve.stan gilið.”
“Efn mér var sagt að það væri
austan megin við ána, og að eg
ætti ekki að fara yfir brúna,”
sagði eg.
“Hver sagði þér það?”
“Frú Lindsay.”
“Þú hefir tekið skakt eftir, eða
frú Lindsay liefir orðið mismæli,
því að þú verður að fara vestur
yfir brúna, til þess að komast ti!
Campbell’s. Húsið er tæplega
hundrað faðma frá gilinu, og
stendur þétt við veginn. ” Og uin
leið og hann sagði þetta, steig
hann á bak hestinum, hélt austur
veginn og fór mikinn.
Eg hélt vestur hálsinn og gekk
greitt. Eftir nokkra stund kom eg
að brúnni, sem lá yfir Elksá, þar
sem hún rann eftir þröngu og
djúpu gili ofan af hálsinum. Elksá
er ekki mikið vatnsfall, nema í
leysingum á vorin, og var nú að-
eins lítill lækur. — Við gilið nam
eg staðar dálitla stund og var á
báðum áttum um það, hvort held-
ur eg ætti að halda áfram yfir
brúna, eða fara brautina, sem lá
npp með gilinu að austanverðu.
Eftir nokkra umhugsun réð eg það
af, að fara heldur vestur yfir
brúna, því að mér heyrðist með
köflum menn vera að tala saman
ekki all-langt fyrir vestan gilið.—
Þegar eg var kominn góðan spöl
frá brúnni sá eg alt í einu ljósi
bregða fyrir skamt fram undan.
Og eftir stutta stund kom eg að
stórri hlöðu, sem var þétt við veg-
inn. Skamt frá var hvítt og reisu-
legt íverudiús, sem stóð undir
stórum runna af eplatrjám. Og
þóttist eg vita, að þetta væri bú-
garður Tihomas Campbell’s.—Við
lilöðuna var kona með mjóllcur-
skjólu í hendi, og lítil stúlka, sem
hélt á ljóskeri. Eg heilsaði þeim
og spurði konuna, 'hvort herra
Thomas Campbell ætti liér ekki
heima.
“Nei, ” sagði konan; “Thomas
Campbell býr fyrir austan ána og
um hálfa mílu frá brúnni. Það er
Duncan Campbell, sem á hér
heima. Og hann er sonur minn.
Ejn livað heitir þú, og hvaðan kem-
urðu?”
Eg sagði nú konunni alt af létta:
hvað eg héti og hvaðan eg kæmi,
að frú Lindsay hefði vísað mér
til vegar og sagt mér að fara ekki
lengi-a vestur en að brúnni, en að
ungnir maður á hvítum hesti hefði
mætt mér á hálsinum og sagt mér
að Campbell ætti lieima fyrir vest-