Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 63
Hákon Farmann
45
með dreng'inn, sem eg mintist á
við þig áðan.”
Dyrnar luknst upp undir eins.
Og fyrir framan okkur stóð rosk-
inn maður, lágur og grannur og
ofurlítið lotinn. Hann var að sjá
nokkuð livatskeytlegur, en þó
jafnframt glaðlegur, og bauð góð-
an þokka. Hár lians var silfur-
grátt og eins skeggið, sem var þétt
og ekki sítt.
“Eg skal annast um drenginn,
frú Campbell, ” sagði liann. Og
rödd hans var viðfeldin. Hann tók
því næst í hönd mína, heilsaði mér
á íslenzku og bauð mér inn í her-
bergið til sín. En frú Campbell
bauð okkur góða nótt og gekk
fram í borðstofuna.
Herbergið, sem lierra Farmann
hafði til umráða, var fremur stórt.
Þar var vel uppbúið rúm, stór
bókaskápur, fallegt skrifborð, ís-
lenzk kista, og tveir stólar. Á
borðinu var skrautlegur lampi, og
nokkur dagblöð lágrn þar, sem hann
hafði verið að lesa, þegar frú
Campbell drap á dvr.
“Herra Farmann,” sagði eg,
þegar eg var seztur, “eg bjóst
sízt við því, þegar eg fór að heim-
an í morgun, að eg myndi hitta ts-
lending í kvöld. ”
“Kallaðu mig Hákon,” sag'ði
hann í lágum liljóðum. “Það er
skírnarnafn mitt.”
“Iivers son ertu?” spurði eg.
“Eg- he.fi kallað mig Farmanu
síðan eg kom til þessa lands, því
að eg var lengi við sjóinn riðinn
og ‘lá úti á sætrjám vetur og varmt
sumar, ’ eins og þeir að orði kom-
■ust, gömlu karlarnir — Víking-
arnir. ’ ’
“En hvað hét faðir þinn?”
“Þú hefir sjálfsagt aldrei heyrt
mín getið,” sagði hann, hreyfði
blöðin, sem lágu á borðinu, og lét
sem hann hefði ekki heyrt spurn-
ingu mína.
“Kei, aldrei. Og eg bjóst hreint
ekki við því að eg mundi hitta Is-
lending hér um slóðir.”
“ Atvikin höguðu því samt svona
til, að við hittumst hér í kvöld,”
sagði hann og brosti góðlátlega.
“1 morgun fórst þú á stað af
Mooselands-hálsum með þeim á-
setningi að ná til Thomas Camp-
bell’s í kvöld og vera þar nætur-
sakir. Og í morgun var eg í hey-
önnum niðri í dalnum fyrir vestan,
og 'bjóst ekki við að koma hingað
heim fyr en að þremur dögum liðn-
um. Bn atvikin komu því til ieið-
ar, að eg var knúður til að skreppa
heim um nónbilið í dag og verð að
bíða hér þangað til í fyrramálið.
Og eins komu atvikin því til leiðar,
að þú mættir manni hér á hálsin-
um í kvöld, manni, sem af ásettu
ráði og í góðu skyni vísaði þér
hingað. Atvikin eru oft undarleg.
Við skiljum ekki það lögmál, sem
stjórnar því, er við mennirnir
köllum tilviljun. ’ ’
“Ertu búinn að vera lengi hér
í Musquodoboit?” spurði eg.
“Eg var búinn að veiu rúm þrjú
ár hér í Nýja-Skotlandi, þegar Is-
ltndingar tóku sér bólfestu á
Mooselands-hálsum. Það var of-
urlítið atvik, sem olli því, að eg
fluttist til þessa fylkis í staðinn
fyrir að fara til Utah, eða þá til
Wisconsin. Atvikin hafa altaf
stöðugt verið að breyta áformum
mínum og fyrirætlunum frá því
fyrst að eg komst á legg, svo eg