Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 79

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 79
Islensk fornrit og enslcar bókmentir 61 II. Lítum snöggvast til Islands sjálfs. Nægir í því sambandi að minna á þann margviðurkenda sannleik, að rétt eins og það varð ógæfa Norðmanna, Dana og Svía, að þeir nrðu viðskila við fortíð sína og sögulegar erfðir, varð það hamingja hinnar íslenzku þjóðar, að fornbókmentir liennar og sögu- leg arfleifð urðu afltaugin í menn- ingarlegu lífi hennar um aldarað- ir; hún slitnaði aldrei úr eðlilegu þróunarsambandi við fortíð sína. Réttilega segir dr. Páll Eggert Ólason: ‘ ‘Ást þjóðarinnar á tungu sinni og fornritum, efldi þjóðernis- tilfinningu hennar, hélt þjóðleg- um bókmentum við hjá henni og leiðbeindi henni við upptöku nýrra skoðana og siða er til Islands fluttust;—í stuttu máli, var drif- hjól allra þjóðlegra framfara. Þessi innri kraftur, er sóttur var jafnt og stöðugt til almennings, hefir frá fyrstu tíð verið megin- stoð hinnar íslenzku þjóðar.” '(“Endurvakning í s 1 e n z k r a fræða, ” Tímarit Þjóðræknisfélags- ins, 1930, bls. 104). Því má bæta við, að fornrit vor hafa haft mikil og margvísleg áhrif á íslenzkar bókmentir síðari alda; ýms höfuð- skáld vor, auk smærri spámann- anna, 'hafa sótt þangað yrkisefni og hugmvnda-auð, ef ekki eldinn sjálfan, að minsta kosti eldsnevt- ið. Og1 eigi hafa íslenzk skáld þnrft í annað hús að venda hvað snertir fvrirmyndar sögu og ljóð- form. Rennum nú sjónum út fyrir landsteina íslandsstranda. Eins og vænta má hefir áhrifa íslenzkra fornrita gætt mjög mikið í menn- ingarlegu lífi og bókmentum frændþjóða vorra á Norðurlönd- um, en þó ekki fyr en á síðustu öld- um, af þeim sögulegu ástæðum, sem fyr getur, viðskilnaði þeirra við forntungu þeirra og fortíð. Mörg öndvegisskáld Dana, Norð- manna og Svía á seinni öldum hafa verið liugfangin af íslenzk- um fornbókmentum og beitt snild- argáfu sinni á viðfangsefni þaðan, ósjaldan með glæsilegum og ríku- legum árangri. 1 þfeirri fríðu fvlkingu eru, auk annara: Öhlen- sclilager, Grundtvig, Drachmann, I.bsen, Björnson, Sigrid Undset, Tegnér, Strindberg, og Selma Lagerlöf. Til frekari lýsingar á sambandi íslenZkra fornrita og síðari alda bókmenta annara Norðurlandaþjóða, má vísa til framannefndrar ritgerðar dr. Blöndals. 1 þýzkum bókmentum gætir á- hrifa frá íslenzkum fornrátum, enn sem komið er, stórum minua en ætla mætti, þegar til greina er tekinn þjóðernislegiur skyldleiki og það, hve mikinn og góðan skerf þýzkir fræðimenn hafa lagt til vísindalegra rannsókna á íslenzkri tungu og sög-u, og á bókmentum vorum. Þó er svo að sjá, sem þýzkir nútíðarrit'höfundar séu famir að gera meira að ])ví en ver- ið hefir, að taka til meðferðar við- fangsefni úr íslenzkum fornhók- mentum, því að nýlega eru komin út í Þýzkalandi tvö skáldrit bygð á Grettis sögu. Þó Island og bókmentir þess hafi átt, og eigi, aðdáendur í Frakk- landi, hafa þær ekki ihaft teljandi áhrif á franskar bókmentir, enda er þar um fjarskylda þjóð að ræða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.