Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 79
Islensk fornrit og enslcar bókmentir
61
II.
Lítum snöggvast til Islands
sjálfs. Nægir í því sambandi að
minna á þann margviðurkenda
sannleik, að rétt eins og það varð
ógæfa Norðmanna, Dana og Svía,
að þeir nrðu viðskila við fortíð
sína og sögulegar erfðir, varð það
hamingja hinnar íslenzku þjóðar,
að fornbókmentir liennar og sögu-
leg arfleifð urðu afltaugin í menn-
ingarlegu lífi hennar um aldarað-
ir; hún slitnaði aldrei úr eðlilegu
þróunarsambandi við fortíð sína.
Réttilega segir dr. Páll Eggert
Ólason: ‘ ‘Ást þjóðarinnar á tungu
sinni og fornritum, efldi þjóðernis-
tilfinningu hennar, hélt þjóðleg-
um bókmentum við hjá henni og
leiðbeindi henni við upptöku nýrra
skoðana og siða er til Islands
fluttust;—í stuttu máli, var drif-
hjól allra þjóðlegra framfara.
Þessi innri kraftur, er sóttur var
jafnt og stöðugt til almennings,
hefir frá fyrstu tíð verið megin-
stoð hinnar íslenzku þjóðar.”
'(“Endurvakning í s 1 e n z k r a
fræða, ” Tímarit Þjóðræknisfélags-
ins, 1930, bls. 104). Því má bæta
við, að fornrit vor hafa haft mikil
og margvísleg áhrif á íslenzkar
bókmentir síðari alda; ýms höfuð-
skáld vor, auk smærri spámann-
anna, 'hafa sótt þangað yrkisefni
og hugmvnda-auð, ef ekki eldinn
sjálfan, að minsta kosti eldsnevt-
ið. Og1 eigi hafa íslenzk skáld
þnrft í annað hús að venda hvað
snertir fvrirmyndar sögu og ljóð-
form.
Rennum nú sjónum út fyrir
landsteina íslandsstranda. Eins
og vænta má hefir áhrifa íslenzkra
fornrita gætt mjög mikið í menn-
ingarlegu lífi og bókmentum
frændþjóða vorra á Norðurlönd-
um, en þó ekki fyr en á síðustu öld-
um, af þeim sögulegu ástæðum,
sem fyr getur, viðskilnaði þeirra
við forntungu þeirra og fortíð.
Mörg öndvegisskáld Dana, Norð-
manna og Svía á seinni öldum
hafa verið liugfangin af íslenzk-
um fornbókmentum og beitt snild-
argáfu sinni á viðfangsefni þaðan,
ósjaldan með glæsilegum og ríku-
legum árangri. 1 þfeirri fríðu
fvlkingu eru, auk annara: Öhlen-
sclilager, Grundtvig, Drachmann,
I.bsen, Björnson, Sigrid Undset,
Tegnér, Strindberg, og Selma
Lagerlöf. Til frekari lýsingar á
sambandi íslenZkra fornrita og
síðari alda bókmenta annara
Norðurlandaþjóða, má vísa til
framannefndrar ritgerðar dr.
Blöndals.
1 þýzkum bókmentum gætir á-
hrifa frá íslenzkum fornrátum,
enn sem komið er, stórum minua
en ætla mætti, þegar til greina er
tekinn þjóðernislegiur skyldleiki
og það, hve mikinn og góðan skerf
þýzkir fræðimenn hafa lagt til
vísindalegra rannsókna á íslenzkri
tungu og sög-u, og á bókmentum
vorum. Þó er svo að sjá, sem
þýzkir nútíðarrit'höfundar séu
famir að gera meira að ])ví en ver-
ið hefir, að taka til meðferðar við-
fangsefni úr íslenzkum fornhók-
mentum, því að nýlega eru komin
út í Þýzkalandi tvö skáldrit bygð
á Grettis sögu.
Þó Island og bókmentir þess hafi
átt, og eigi, aðdáendur í Frakk-
landi, hafa þær ekki ihaft teljandi
áhrif á franskar bókmentir, enda
er þar um fjarskylda þjóð að ræða