Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 94

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 94
Þegar eg var í Viðey fyrir 70 árum síðan Eftir Jón Jónsson. Innan tvítugs aldurs kom eg til Viðeyjar til þess aÖ gerast þar vinnumaður. Það var árið 1862. Hefir mér nú dottið í hug að draga saman fáein atriði úr minnisbók minni og' lýsa í fáeinum atriðum þes.su forna 'höfðingjasetri, fólk- inu, sem þar var og vinnuaðferð- um utan húss og innan, húsaskip- un og heimilisbrag. Hefi eg leitast við að skifta þessari lýsingu niður í flokka. Ætla eg þá að segja fyrst frá heimilisfólkinu og byrja að segja frá húsbóndanum. Hann var ætíð kallaður húsbóndinn með- al vinnufólksins, þegar það talaði um hann, eða spurði eftir lionum, og það igeri eg líka hér. Ilann hét Ólafur Magnússon Stephensen og hafði secretera titil. Hann var sonur Magnúsar Ste- phensens konferenzráðs í Viðey. Hann hafði keypt Viðey og’ flutt þangað frá Stóra-Hólmi á Akra- nesi 1813. Hann var hinn mesti Tslandsvinur og framfaramaður. Sonur 'hans Ólafur var alt af kall- aður húsbóndinn, eins og eg gat um áðan. Ilann var líka sannur húsbóndi á heimili sínu. Ilann var stór maður og höfðinglegur á velli. Mér var sag't. að hann hafi verið 6 fet og 5 þumlungar, ]ieg'ar hann var upp á sitt hið bezta, en var nú farinn að kikna í knjáliðunum undan þunga sínum; því að hann var feitur maður og aldraður, en að upplagi hafði hann verið þrek- vaxinn og krafta-jötun, eins og margir í þessari ætt. Hann var þrígiftur. Fyrsta kon- an hans liét Sigríður. Þau áttu tvær dætur. Sú eldri þeirra hét Guðrún og’ var gift séra Ólafi Páls- syni dómkirkjupresti í Reykjavík; hin hét Sigríður, gift Guðmundi Stefánssyni, gullsmið. Þau bjuggu að Varmalæk í Bæjarsveit og vist- aði liún mig til Viðeyjar. Mið kona 'hans hét Marta og var systir fvrstu konu 'hans. Þau áttu 2 börn, Magnús og Sigríði. Seinasta kona hans hét Sigríður, ekkja séra Tómasar Sæmundssonar, ættuð að austan. Með henni átti hann einn son og dó hann 19 ára gamall. Sem dæmi upp á það hvaða álit fólk hafði á kröftum liúsbóndans ætla eg að tilfæra sögu af honum, sem kerling' ein, sem alin hafði ver- ið upp hjá Magnúsi föður hans, sag'ði mér. Þegar Magnús Stephensen flutt- ist frá Stóra-Hólmi til Viðeyjar hafði öll búslóðin, fólk og fénaður, verið fhitt á sjó, því að þar var nægur skipastóll. 411 ar skepnurn- ar voru fluttar á stóru skipi og farnar margar ferðir. Þá kom það fyrir í einni ferðinni, þegar þeir fluttu nautg’ripi og voru að róa í logni vfir Hvalfjörð, að nautin voru síbaulandi og gátu aldrei þagað, Þegar þeir voru komnir nokkuð nærri Kjalarnestanga, þá vita beir eklci fvrri til en gripa- baulinu er svarað af einhverju gaulöskri frá hafinu; vissu þeir þá að nauthvelið var á leið til þeirra og' hertu piltarnir þá róður- inn upp á líf og dauða, til þess að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.