Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 94
Þegar eg var í Viðey fyrir 70 árum síðan
Eftir Jón Jónsson.
Innan tvítugs aldurs kom eg til
Viðeyjar til þess aÖ gerast þar
vinnumaður. Það var árið 1862.
Hefir mér nú dottið í hug að draga
saman fáein atriði úr minnisbók
minni og' lýsa í fáeinum atriðum
þes.su forna 'höfðingjasetri, fólk-
inu, sem þar var og vinnuaðferð-
um utan húss og innan, húsaskip-
un og heimilisbrag. Hefi eg leitast
við að skifta þessari lýsingu niður
í flokka. Ætla eg þá að segja
fyrst frá heimilisfólkinu og byrja
að segja frá húsbóndanum. Hann
var ætíð kallaður húsbóndinn með-
al vinnufólksins, þegar það talaði
um hann, eða spurði eftir lionum,
og það igeri eg líka hér.
Ilann hét Ólafur Magnússon
Stephensen og hafði secretera titil.
Hann var sonur Magnúsar Ste-
phensens konferenzráðs í Viðey.
Hann hafði keypt Viðey og’ flutt
þangað frá Stóra-Hólmi á Akra-
nesi 1813. Hann var hinn mesti
Tslandsvinur og framfaramaður.
Sonur 'hans Ólafur var alt af kall-
aður húsbóndinn, eins og eg gat
um áðan. Ilann var líka sannur
húsbóndi á heimili sínu. Ilann var
stór maður og höfðinglegur á velli.
Mér var sag't. að hann hafi verið
6 fet og 5 þumlungar, ]ieg'ar hann
var upp á sitt hið bezta, en var nú
farinn að kikna í knjáliðunum
undan þunga sínum; því að hann
var feitur maður og aldraður, en
að upplagi hafði hann verið þrek-
vaxinn og krafta-jötun, eins og
margir í þessari ætt.
Hann var þrígiftur. Fyrsta kon-
an hans liét Sigríður. Þau áttu
tvær dætur. Sú eldri þeirra hét
Guðrún og’ var gift séra Ólafi Páls-
syni dómkirkjupresti í Reykjavík;
hin hét Sigríður, gift Guðmundi
Stefánssyni, gullsmið. Þau bjuggu
að Varmalæk í Bæjarsveit og vist-
aði liún mig til Viðeyjar. Mið
kona 'hans hét Marta og var systir
fvrstu konu 'hans. Þau áttu 2 börn,
Magnús og Sigríði. Seinasta kona
hans hét Sigríður, ekkja séra
Tómasar Sæmundssonar, ættuð að
austan. Með henni átti hann einn
son og dó hann 19 ára gamall.
Sem dæmi upp á það hvaða álit
fólk hafði á kröftum liúsbóndans
ætla eg að tilfæra sögu af honum,
sem kerling' ein, sem alin hafði ver-
ið upp hjá Magnúsi föður hans,
sag'ði mér.
Þegar Magnús Stephensen flutt-
ist frá Stóra-Hólmi til Viðeyjar
hafði öll búslóðin, fólk og fénaður,
verið fhitt á sjó, því að þar var
nægur skipastóll. 411 ar skepnurn-
ar voru fluttar á stóru skipi og
farnar margar ferðir. Þá kom það
fyrir í einni ferðinni, þegar þeir
fluttu nautg’ripi og voru að róa í
logni vfir Hvalfjörð, að nautin
voru síbaulandi og gátu aldrei
þagað, Þegar þeir voru komnir
nokkuð nærri Kjalarnestanga, þá
vita beir eklci fvrri til en gripa-
baulinu er svarað af einhverju
gaulöskri frá hafinu; vissu þeir
þá að nauthvelið var á leið til
þeirra og' hertu piltarnir þá róður-
inn upp á líf og dauða, til þess að