Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Blaðsíða 98
Tímarit Þjóðrœlcnisfélags íslendinga
80
hann óf á það fínasta af vaðmál-
inn á veturnar. Eldhúsið var
beint á móti bakdvrum og' rúmgott
mjög, með stórum skorsteini með
þremur hlóðum, var skorsteinninn
svo víður að neðan, að í einu mátti
hengja þar upp 4 sauðarkrof. Til
hægri handar út úr eldhúsinu var
lítið verelsi, sem kallað var “ spiss-
kamelsi. ” Þar var geymt ýmislegt
af tilbúnum matvælum, pottar og
annað, sem tilheyrði matreiðslu.
Til hægri 'handar við hlóðin stóð
vatnstunna, en til vinstri handar
skot, sem eldiviður var geymdur í,
mór, þang og þönglar. Það var
eitt af verkum Jóns gamla að
passa að það væri þar til. Til þess
að komast í liinar stofurnar varð
maður að fara út, og vestur frá
bakdyrunum um aðrar dvr. Þegar
(þar kom iuu varð fyrir annar skor-
steinn, en eigi eins stór og hinn.
Það hafði verið skrifstofa og hélt
því nafni; innar af henni var önn-
ur stofa, sem kölluð var hornstofa.
Þessi tvö herbergi voru ekkert
notuð nema fyrir gesti að sofa í,
en þeir voru oft margir, frændfólk
og vinir liúsbændanna og svo veð-
urteptir sjómenn. Ekki var nema
einn gluggi á hverri stofu, 6 rúður
að stærð, að mig minnir. Járnofn
var í hverri stofu, múraðir inn í
vegginn; var þaðan leiðsla til reyk-
háfanna. Þeir ofnar voru ekki
brúkaðir nema í aftaka kulda.
Stiginn upp á loftið var í þremur
krókum, í kringmm uppgönguna,
sem var nær miðju húsi voru
grindur, þar er stórt pláss þvert
yfir stofuna með góðum kvist-
glug'ga á vesturhlið, í norður horni
þess var mölunarkvörn, en í aust-
ur horni þvottarúlla. TJndir suður-
lilið voru 3 tunnur fullar af roð-
um, ngguin og beinum úr harð-
fiski,, sem var þar mikið etinn, en
öllum roðum átti að kasta í tunn-
'urnar, og var kúnum síðan gefið
ruslið. Norðurenda hússins var
skift með tréskilrúmi. Vestan-
verðu við það var piltaherbergið,
sem kallað var, þar sváfu aliir
vinnumenn af báðum húunum, en
loftið hinum megin við skilrúmið
var matargeymsluliús, líkt og
skemma. Þar var geymdur allur
fiskur og' kjöt, því að enginn kjall-
ari var undir stofunni. Skemma
var þar til, en gömul mjög', lang't
frá bænum og höfð fyrir lambhús.
1 hinum enda loftsins voru stúlkna-
lierbergin. Uppi á hanabjálkalofti
stofunnar voru leyfar af gömlu
prentsmiðjunni. Kirkjan var bygð
úr sama efni og stofan og stóð
þversum fyrir norðurgafli stof-
unnar með sundi á milli. Var
klukknaport upp úr þaki kirkjunn-
ar. Hún stóð í austurhorni kirkju-
garðsins, sem var girtur góðum
torfveggjum. Vestan kirkjugarðs-
ins var skemman, sem nú var höfð
fyrir lambhús, en vestan hennar
var smiðjan. Beint á móti bakdyr-
um. stóð gamla prentstofan og var
stutt hlað á milli. Hún var torf-
hús með iofti og skorsteini. Niðri
var smíðahús; uppi á loftinu var
hrælaður og hreinsaður æðardúnn,
en bakaður í skorsteininum niðri.
Á bak við hana var heygarðurinn,
en fjósið fyrir norðan, stórt tví-
stæðufjós, en aftur af því var
brunnhúsið með stórum brunni,
víst 16 feta djúpum, en í þurkatíð
þvarr vatnið í honum og þá var
vatnað úr lindarbrunni, sem aldrei
þvarr og var rétt hjá stofunni og