Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 107
Um bygð og óbygð
89
ferreiti, 160 ekrur af landi í liverj-
um ferreit. Landsblettir 'þeir áttu
að gefast, að það var kallað, inn-
flytjendum, er innrituðust sem
borgarar og þegnar. En sá var
galli á g'jöf Njarðar, að slíku
fylgdu skylduákvæði, t. d. sex mán-
aða árleg ábúð á “landinu” fyrstu
þrjú árin, lögbundin verk, eða um-
bætur er gerast urðu áður en lieim-
ilisréttur fengist. Fátt er alfull-
komið í heimi vorum og í hugum
innflytjenda voru slíkar lands-
gjafir alment skoðaðar kostakjör.
Landið var svo blómlegt og björgu-
legt, framtíðar möguleikar um
leið góðir og alt svo aðlaðandi.
Hugur minn hvarflar oft til
“mælingamannanna,” er nefnast
mega brautryðjendur bins nýja
skipulags hér í álfu. Eg var þá
ungur, en man þó vel eftir þeim
og minnist þess sérstaklega, hve
þeir voru vel klæddir og vel útbún-
ir að vistum og verkfærum. Þeir
rnældu landið og ráku niður merkta
“hornstaura,” sem margir standa
til þessa dags. “Línur” hjuggu
þeir þráðbeinar í gegn um stór-
skógana, sem útheimti mikla elju
og þrautseigju. Eg læt. landmæl-
ingamannanna hér sérstaklega
getið, af því tslendingar munu
stundum hafa verið í þeirra tölu,
og upphaflega, skömmu eftir hing-
aðkomu Islendinga, Klettfjalla-
skáldið, sem allir kannast við. St.
G. St., mun hafa verið með mæl-
mgamönnum eina tíð, þó eigi feng-
ist hann við þau störf til lengdar.
Grunur minn er að á því marg-
breytilega ferðalagi um vestlægar
óbygðir hafi hann auðgað anda
sinn og öðlast ógleymanlegar
ffivndir margra ljóða sinna, sér-
•staklega ljóðabálksins: “Á ferð og
flugi. ” Það var því lán vestur-
íslenzkum bókmentum, að Fjalla-
skáldið slóst í lið með mælmg’a-
mönnum.
Frumbýlislífið var margþátta,
því eigi voru Islendingar við eina
fjöl feldir á landnámsárum. Hug-
ur svo margra hneigðist í aðrar
áttir en landbúnaðarins. Ungir
menn sérstaklega fóru því víða og
lögðu hitt og’ þetta fyrir sig.
Kunnu þeir frá mörgu að segja,
er þeir komu til bygða og dvöldu
um skeið hjá bygðarbúum. Yfir
menn þá færðist 'einskonar æfin-
týrabragur og' var fólki tíðrætt um
þá og gerðir þeirra. T. d. hafði einn
þeirra lært “hnefaleik” og- gat
dauðrotað fullþroska mann með
einu hnefahöggi! Annar gekk með
skammbyssu upp á vasa og lá við
að fólki stæði stuggur af manni
þeim og braski hans. Allir eða
flestir af æfintýramönrmm þeim
áttu það sameiginlegt í fari sínu,
að líta hýrum augum til heimasæta
bygðarinnar. Af mönnum þessum
stóð styr, gleði og galsi, og voru
hinir hreifustu á “samkomum“
bygðarbúa; kunnu margir að stíga
hérlenda dansa og lieilluðn unga
fólkið út á gólfið með sér. En
sjaldgæft var að þeir ílengdust
lengi í bygðunum, því útþrá greip
þá og þeir voru horfnir—fáir vissu
Iivert.
Sögur þeirra íslenzku æfintýra-
manna munu gleymast, því að und-
anskildum hinum snjalla rithöf-
undi Magnúsi J. Bjarna.syni hafa
fáir reynt að halda minningu
þeirra á lofti. Með frumbýlingun-
um íslenzku falla þeir í valinn, sem
æfintýrabjarma færðu yfir land-