Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 116
98
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
óvænt atvik, eða óvænt líkn, liefði
ekki komið annari þessari skips-
höfn til bjargar, því það er ein.s og-
íslenziki málsháttmhnn hermir:
“Það verður ekki feigum forðað,
né ófeigum í 'hel komið.”
Ofveðri þessu hélt áfram uppi-
haldslaust allan seinnipart fimtu-
dagsins, þann 29. og fram á nótt,
en um morguninn 30. var því slot-
að. Snemma þann morgun voru
menn sendir úr Þorlákshöfn út í
Selvog, til þess að vita hvort
þeirra Ólafs og Þorkels Shefði orð-
ið vart þar, því það var eini hugs-
anlegi staðurinn, sem þeir hefðu
getað náð til, en því miður hafði
enginn 'þar orðið þeirra var, og var
þá öll von manna úti um að þeir
liefðu náð landi.
Fréttin um mannskaða þenna
hinn mikla barst nú út um nær-
liggjandi sveitir, og sorgin, þung
eins og blý, lagðist yfir nálega
livert heimili á Suðurlandsundir-
lendinu, því þau hafa víst verið fá
heimilin þar, sem ekki áttu á bak
að sjá ástvinum, frændum eða
kunningjum við þetta ægilega að-
fall. Þannig liðu um þrjár vikur,
að ekkert fréttist meira um þetta
slys, en þá fréttist úr flöskubréfi,
sem rak upp á Skúmstaðasand, að
Þorkell og allir hans menn væru á
lífi í Yestmannaeyjum og að þeir
hefðu komist í franska fiskiskútu,
er hefði flutt þá til Eyjanna. Svo
komu þeir allir lieilir á húfi til
Þorlákshafnar eftir nokkurn tíma,
og’ óþarft að taka fram hversu
fegnir að menn urðu komu þeirra.
Eftir að mennirnir voru búnir að
jafna sig, fóru þeir, sem fyrir voru
að forvitnast um hvað á daga
þeirra hefði drifið, en þeir voru
frekar fámálugir um það, og þeir,
sem til voru með að segja frá sýnd-
ist oft sitt hverjum, svo frekar erf-
itt var að átta sig á heildaryfirliti.
En þó var aðalþráðurinn þessi:
Þegar veðrið 'skall á, sátu Þorkell
og menn lians við góðan fisk vest-
ur með bergi, á sama stað og Ólaf-
ur hafði lilaðið um morguninn. Ól-
afur var hlaðinn í annað sinn og
nýlagður á stað í land. Skip Þor-
kels var líka nálega hlaðið, og þeg-
ar ofveðrið skall á, sem varð á
svipstundu, gripu menn til ára, og
vildu leita í áttina til lands, en þá
varð ekki við neitt ráðið sökum af-
spyrnunnar, sem komin var á
augabragði á. Veðrið var beint á
móti þeim, svo hart að þeir gátu
ekki einu sinni haldið við, hvað þá
lieldur unnið nokkuð á, og svo
bættist myrkviðrið við, svo mikið,
að naumast sáust handaskil. Það
var því engin von um að ná landi.
Voru því allar bjargir bannaðar,
nema að láta reka undan vindi og
veðri til hafs og er ekki hægt að
segja, að það hafi verið sem álit-
legast. Fiskinum, mestum, var
rutt úr skipinu og því lialdið í sem
beztu horfi. Þorkell sjálfur sat
við stýrið og stýrði undan sjónum
sem bezt, en skipverjar stóðu í
austri því bæði var særok og ágjöf.
Hvað lengi að Þorkell hélt þannig
áfram, veit eg ekki og líklega eng-
inn maður. En alt í einu hafði
hann slept stýrissveifinni sprottið
upp úr sæti sínu og farið náfölur
fram í skipið. Var hann spurður
að hvort 'hann væri veikur, en hann
kvað nei við því, en sagðist hafa
séð Ólaf og skipverja hans við
borðstokkinn hjá sér. Þegar Þor-
kell slepti stýrissveifinni, vildi svo