Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 125

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 125
Eitt orÖ úr rnáli mannshjartans 107 tón, að skrifstofumaðurinn roðn- aði, án þess að vita livers vegna. “En heldurðu þá, að þú hafir krafta til að hugsa nógu vel um hann, svona veikan og lasburða. Þarftu ekki alt af að vinna út frá lieimilinu öðru hvoruf” spurði kennarinn barnslega. “Og það er nú svo sem satt, Bjarni minn, að eg er ekki farin að verða upp á marga fiska á stundum. En ef guð gefur, að eg haldi þessari heilsu, sem eg hef, vona eg samt, að eg verði nógu mikil manneskja til að elda sæmi- legan mat og eg ætla að gera ráð fyrir, að eg hafi aldrei fengið orð fyrir að vera sóði að neinu levti.” “Nei, það var heldur ekki svo- leiðis meint, þetta sem eg sagði,” svaraði barnakennarinn. “Og hvað því viðvíkur, að eg þurfi að vinna út frá heimilinu, þá ætti ekki að þurfa að sitja dag og nótt yfir manninum. Þar að auki býst eg nú við því, að blessuð hreppsnefndin sjái sóma sinn í því að borga það, sem liann þarf, bæði af fötum og meðulum. En nú vil eg lieyra, hvað þið segið um þetta. Svarið þarf eg að fá undir eins, á meðan eg er hérna inni í stofunni hjá ykkur.” Þegar hreppsnefndarmennirnir voru farnir, mæltist presturinn til þess, að Stína yrði eftir og talaði við sig fáein orð. Hann sat í stóln- um sínum, en hún stóð upp og nam staðar við borðshornið. Presturinn varð fyrri til að taka til máls. “Mér þykir vænt um það, Kristín, að þú skulir ekki hafa leyft beiskju liðna tímans að gera út af við þínar hlýjustu tilfinning- ar gagnvart þessum manni. Eg greiddi atkvæði með þessu af því að eg veit, að þú reynist lionum vel og lætur hann ekki gjalda þess, sem hann hefir gert. ” Séra Karli varð litið framan í gömlu konuna, sem stóð fyrir framan hann, gallhörð á svipinn. Gömul saga var letruð í dráttun- um viö munninn. “Nei, séra Karl. Eg læt hann ekki gjalda neins. En hann á held- ur ekki að njóta neins. Eg skal rejma að láta honum líða vel, ef honum getur þá nokkursstaðar lið- ið vel. Etn þó fæstir viti það hér í Styrmisböfn, þá veizt þú það, séra Karl, og konan þín, hverjum það var uppliaflega að kenna, að hann Ólafur Runólfsson fór suður til að læra og til þess að verða hættuleg- ur maður fyrir þjóðfélagið. Og nú, þegar allir eru í vandræðum með hann og hvergi pláss fyrir hann á öllu landinu, hverjum heldurðu að standi þá nær að taka við honum, heldur en mér. Það er ekki af ást, séra Karl, því að hún er dauð og grafin, og ekki iheldur af hatri, því að það kafnaði í fæðingunni, sem betur fór. Það er bara blátt áfram af því, að alt ólánið stafar, þegar öllu er á botninn hvolft, af kerl- ingarræflinum henni Stínu Sveins- dóttur á Grund.” Svo fór Ólafur gamli Runólfs- son að Grund, eftir ákvörðun hreppsnefndarinnar og með sam- þykki sjálfs sín. Honum leið þar vel, að svo miklu leyti s'em honum gat liðið vel. Hann varð ekki var við hatur, en hann varð heldur ekki var við ást. Og í dag var presturinn í Styrm- ishöfn nýbúinn að jarðsyngja Ól-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.