Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 127
Fimtánda ársþing Þjóðrœknisfélagsins
Fimtánda ársþing pjóðrœknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi var sett af forseta þess
Jóni J. Bíldfell, þriðjudaginn 20. febr. 1934,
i samkomuhúsi islenzkra Goodtemplara í
Winnipeg, kl. 10.15 f. h. Forseti hóf þingið
með því að lesa þingboð. Bað hann þá þing-
gesti að syngja sálminn nr. 638 (Faðir and-
anna). Lýsti þá forseti hið fimtánda þing
pjóðræknisfélagsins sett og flutti skýrslu
sína sem hér fylgir:
Háttvirtu þingmenn!
Mér datt sizt I hug, fyrir ári síðan er
við skildum, og yður hefir vist ekki komið
það heldur í hug, að eg mundi í byrjun þessa
þings, verða kvaddur til að ávarpa yður frá
forsetasæti pjóðræknisfélagsins. En við-
burðir ársins liðna, hafa enn einu sinni mint
rnig og yður á, hversu að alt er fallvalt x
þessum heimi, einnig líf mannanna, og
hversu skamt það er, sem við mennirnir
sjáum fram á veginn.
Maðurinn, sem þið kusuð fyrir forseta á
síðasta þingi, og sem starfaði að þjóðræknis-
og menningarmálum á meðal Vestur-ísl. með
eldlegum áhuga, innan Pjóðræknisfélagsins
og utan í mörg ár, séra Jónas A. Sigurðsson,
dó I maímánuði s. 1., eins og þið öll munuð
minnast, og með fráfalli hans er ekki aðeins
harmur kveðinn að þessu félagi og skarð
fyrir skildi í pjóðræknisfélaginu sjálfu, held-
ur og lfka f hópi Vestur-íslendinga, þar sem
hann skipaði fremstu röð fyrir atgerfis sak-
ir. Með því sem að framan er sagt, er á_
stæðan gefin fyi'ir því, að eg ávarpa yður
í dag frá þessum stað. Eftir fráfall séra
Jónasar, fór framkvæmdarnefnd pjóðrækn-
isfélagsins þess á leit við mig, að eg tæki
aftur sæti í framkvæmdarnefndinni, og það
gerði eg, og var svo af henni falið að gegna
forsétastörfum í félaginu það sem eftir var
ársins. Um það er svo ekki að fjölyrða
Eg vil aðeins þakka meðnefndarmönnum
mínurn fyrir velvild þá og tiltrú, er þelr
með þessu vali sýndu mér, og viðurkenna
það, sem þeir vita og þið öll eigið að vita,
að eg hefi verið slakur starfsmaður, og mest
af þvl verki sem mér bar að gera, hefir lent
á herðum samnefndarmanna minna.
Eg benti á erfitt ái'ferði, ilt útlit með af-
komu manna yfirleitt I þingbyrjun I fyrra.
Við það er litlu að bæta nú, nema því, að við
erum komin lengra áleiðis, og að breyting
verður að verða á þvi ásigkomulagi. Enn
er ekki hægt að segja annað en að sömu
erfiðleikarnir séu fyrir höndum — sama
vinnuleysið og viðskiftadeyfðin, sami kvíð-
inn fyrir komandi tlð og sama baráttan
fyrir brauði daglegs llfs hjá einstaklingum
og þjóðfélögum. pó er eitt atriði I sam-
bandi við þessa óáran, ófögnuð eða hvað svo
sem þið viljið kalla það, sem eg vil benda á,
og bið yður að hugfesta og athuga, og það
er, hversu Ijótt að lífið er að verða alt I
kringum okkur. Ekki svo að skilja, að það
sé svo sem spánýtt. Heldur hitt að kring-
umstæðurnar—kreppan hefir fært það ljóta
svo nærri manni, eða mann nærri því, að það
er ómögulegt að komast hjá, að tala um það,
hugsa um það, hræðast það. Við heyrum
þjóðirnar tala um fi'ið og vitum að stjórnir
þeirra vígbúast hver I kapp við aðra og I
skotfæra-verksmiðjunum I þessum löndum
er unnið nótt og dag. Trúnaðai-menn þjóð-
anna misbjóða stöðum sinum á allan mögu_
legan hátt. Fjármálastofnanirnar draga
undir sig flest verðmæti I iandinu og flækja
alþýðuna I neti sínu unz hún fær hvorki
hrært hönd né fót og þannig er myndin, sem
þrýst er að augum manns, á öllum sviðum
lífsins er maður kemur persónulega I návist
við ástandið I heiminum eins og það I raun
og sannleika er í dag. En til hvers er eg
að rekja þessa raunasögu?
Eg geri það til þess, að vekja athygli yðar
á andrúmsloftinu, sem umkringir menn,
hversu óholt það er, og hversu það er langt
í burtu frá drengskapar lífsskoðun forfeðr-
anna og hversu gagnstætt það er öllu eðlis-
upplagi hvers óspilts afkomanda þeirra.
Dauðsföll félaga á árinu
Auk séra Jónasar Sigurðssonar, sem áður
er getið hafa þessir félagar látist á árinu:
Porbjörn skáld Bjarnarson (porskabítur)
I Pembina, N. D., Heiðursfélagi.
Gísli V. Leifur, Pembina, N. D.
Björn B. Olson, Gimli, Man.
Jón Sigurðsson, Lundar, Man.
Sigurður J. Vídal, Hnausa, Man.