Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 128
110
Tíínarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
Kristján B. Snæfeld, Hnausa, Man.
Sigurgeir Pétursson, Ashern, Man.
Philipía Magnússon, Gimli, Man.
T. O. Sigurðsson, Brown P.O., Man.
Dr. G. J. Gíslason, Grand Porks, N. D.
Friðgeir Sigurðsson, Riverton, Man.
Jakob Briem, Gimli, Man.
Jón Stefánsson, Piney, Man.
Jón Tómasson, Winnipeg, Man.
Ef til vili eru einhverjir fleiri af félags.
mönnum, eða konum, sem látist hafa á ár-
inu, sem eg man ekki eftir, þeirra, ef
nokkrir eru og hinna allra, sem taldir eru
minnumst við með trega i huga út af því
að verða að skilja, en þakklæti fyrir sam-
fylgdina, samvinnuna og samhygðina, og
vottum öllum aðstandendum þeirra hlut.
tekningu okkar og samhrygð og með þeim
geymum við minninguna um þessa atorku-
miklu og drenglynduðu hrautryðjendur,
sem dauðinn hefir hertekið frá oss á árinu.
Starfsmál félagsins:
Pjóðræknisfélags nefndin hefir haldið
ellefu fundi á árinu, og haft eftirfylgjandi
mál til meðferðar:
Tímaritið
pað hefir nefndin gefið út í sama formi
og áður og að sömu stærð og í fyrra. Aug-
lýsingasöfnun í ár, eins og I fyrra, hefir hr.
Á. P. Jóhannsson haft á hendi, og með sín-
um alkunna dugnaði skákað harðærinu og
deyfðinni og sýnt að þrátt fyrir kreppuna,
má einbeittur vilji og atorkusamt harðfengi
sln mikils.
Islenzku kensla:
Breyting gerði pjóðræknisnefndin á Is-
lenzku kenslu I vetur. 1 stað umferðar-
kennara og umferðarkenslu, eins og að und-
anförnu hefir átt sér stað, tók nefndin upp
íslenzku kenslu á laugardögum aðeins. Hús-
næði fékk nefndin á Jóns Bjarnasonar skóla.
Kennarar hafa verið og eru séra Rúnólfur
Marteinsson, Jóhann G. Jóhannsson, Salome
Halldórsson, Vilborg Eyjólfsson, Vala Jónas.
son, Ingibjörg Bjarnason; alt æfðir og lærð-
ir kennarar, sem vinna þetta mikla en þarfa
verk endurgjaldslaust. Ennfremur hafa
bæði íslenzku vikublöðin stutt þessa kenslu
með dáð og dug. öllum þessum kennurum
og aðstandendum blaðanna þökkum vér af
heilum huga fyrir þeirra óeigingjarna starf
og drengilegu viðleitni.
Aðsókn að skólanum hefir verið afbragðs
góð. Alt upp I 160 börn og unglingar á
dag, sem sýnir hvað góður vilji og samvinna
geta áorkað.
Rithöfundasjóður:
pað mál er I höndum milliþinganefndar,
sem að sjálfsögðu gerir grein gerða sinna
hér á þinginu.
Leifs-minnisvarði:
pvl máli hefir miðað lítið áfram á árinu.
Forgöngumenn þess málefnis eru eins von-
góðir um farsæl endalok þess máls og þeir
nokkru sinni hafa verið, og vinna ósleitilega
að framgangi þess.
Tónlista)élag Jón Leifs:
Um það félag, eða réttara sagt þátttöku
pjóðræknisfélagsins I þvl, er ekkert nýtt að
segja, annað en að keypt hefir verið eintak
af tónlistaverkum Jóns, er út hafa verið
gefin á árinu og er það geymt hjá féhirði
félagsins eða skjalaverði.
Útvarpsmál:
Stjórnarnefndin hefir Ihugað það mál all-
rækilega á árinu, því henni dylst ekki að
beint útvarpssamband við ísland er þýðing.
armikið atriði I sambandi við þjóðræknisvið-
hald og þjóðræknisstarfsemi Vestur-íslend.
inga, en það er ekki enn víst hvort nokkur
tök verða á því, eða ekki. Eins og yður er
lcunnugt, þá hefir landsstjórnin tekið út-
varpsmálið I sínar hendur og ræður því;
nefnd, sem stjórnin hefir sett til að annast
það mál ræður hverju útvarpað er; nefnd sú
vinnur að nokkru leyti I sambandi við Nat-
ional Broadcasting félagið I New York, sem
er aðalfélagið, er samband hefir við útvarps-
félög I Evrópu, og samningur þarf þvi að
nást við bæði þau félög og tel eg það líklegt
að með lægnu fylgi þá náist það. Nefndin
hefir fengið W. W. Kennedy, þingmann í
Suður-mið.Winnipeg til að ljá þessu máli
eindregið fylgi sitt, við stjórnina og út-
varpsnefndina.
IþróttamáX:
Eins og yður er kunnugt, þá hefir sam-
bandsfélag vort “Fálkarnir" haldið uppi
“Hockey”-leikjum og líkamsæfingum á ár-
inu og sýnt óþrjótandi elju og áhuga fyrir
þeim málum. í líkamsæfingum hafa 65
stúlkur tekið þátt, og 40 drengir, og gefst