Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 131
Fmtánda ársþing
113
hefir eg litlu þar við að bæta. Meðlima-
fjöldi aðalfélagsins hefir nokkurnveginn
staðið í stað á árinu. Af um 400 meðlimum
alls, eru 158 nú skuldlausir meðiimir. Eru
það 29 færra en f fyrra.—Nokkrir hafa
skuldað sig úr og 12 meðlimir hafa dáið, en
11 nýir bæzt við.
Deildir hafa starfað með svipuðum á-
rangri og fyrirfarandi ár og sumar jafnvel
bætt við sig nýjum meðlimum. Ein deild
hefir þó hætt starfinu á árinu, það er deildin
Harpa f Winnipegosis, Man. Hefir hún eklci
sent félaginu nein meðlimagjöld né neinai
skýrslur yfir starfsemi sína síðastliðin 2 ár.
Ekki hefir hún þó sagt sig úr félaginu, og
er vonandi að með batnandi árferði lifni
hún við og taki til starfa aftur.
Sem stendur tilheyra félaginu 6 deildir
og 2 sambandsfélög, sem eru félagið “Vfsir”
f Chicago með um 75 meðlimi og íþróttafé-
lagið “Fálkarnir” f Winnipeg, með rúma
100 meðlimi.
Deildír félagsins telja alls 33 9 meðlimi,
þar af 234 skuldlausir meðlimir.
Jónas Thordarson.
Páll Guðmundsson gerði tillögu og Arni
Eggertson studdi að þessar skýrslur séu
viðteknar. Samþykt.
Guðmann Levy gat þess að fjármálaskýrsl-
um væri vanalega vísað til væntanlegrar
fjármálanefndar, og spurði hvort ekki ætti
að vera svo nú. Forseti sagði að ef engar
athugasemdir væru við skýrslurnar væri
ekki nauðsynlegt að setja þær í fjármála-
nefnd, en mætti samt gera, þó þær væru
samþyktar nú.
Dr. Rögnv. Pétursson skýrði frá að Niku-
lás Ottenson væri staddur á þingi og hefði
mál að flytja, er hann mæltist til að sér
væri leyft, áður en skýrslur deilda væru
lesnar. Tillögu gerði S. B. Benediktsson
studda af F. Swanson að vikið sé frá dag-
skrá og N. Ottenson leyft að flytja mál sitt.
Samþykt.
pá talaði N. Ottenson um grein, er birtist
í sfðasta Lögbergi um Leif Hepna, þar sem
álitið væri að íslendingar gerðu það að of
miklu kappsmáli að eigna sér Leif Hepna.
Kvað hann grein þessa blett á þjóðarmetn-
aði íslendinga og mæltist til að pjóðræknis-
félagið tæki svona mál til íhugunar og með-
ferðar. Forseti gat þess að loknu máli N.
Ottenson að pjóðræknisfélagið hvorki vildi
né gæti staðið f blaðadeilum. Jónas Jónas-
son óskaði að þetta mál yrði rætt frekar
áður en þingi væri slitið, þvf það væri of
markvert fyrir íslendinga og félagsmenn að
skilja við það á þenna hátt. S. B. Bene-
diktsson sagði að málið gæti komið fyrir
undir nýjum málum.
Voru þá lesnar þessar deildar skýrslur:
Hagskýrsla, deildarinnar “Iðunn“
Leslie, ÍSask.
Vér viljum hefja máls á því, að biðja af-
sökunar á þeim trassaskap er vér sýndum
síðastliðið ár, að senda þinginu enga skýrslu
fyrir 1932. Oss sannast að segja, óaði við
að láta þess getíð að aðeins 14 meðlimir
hefðu borgað iðgjöld, og þrír fundir verið
hafðir á árinu. En þegar árferði og allar
aðstæður eru teknar til greina, skilst manni
að tæpast mátti búast við miklu af fámennu
félagi, er samanstóð af fslenzkum fjölskyld-
um, tvístruðum um bygðina, hafandi fult í
fangi með að klæða og fæða sig og sína, á
litlum og verðlausum afurðum.
Sfðastliðið ár (1933) hafði deildin 5 starfs-
fundi og nokkra nefndarfundi þar á milli.
Stóð fyrir 2 skemtisamkomum og kveðju-
samsæti fyrir Mr. og Mrs. Hermann Nordal,
er haldið var að heimili W. H. Paulson.
Skemtu samkomugestir sér hið bezta.
Á skemtisamkomu, er deildin hélt 30. nóv.
s. 1., var eitthvert bezta prógram, er völ hef-
ir verið á hér s. 1. ár. Aðkomumenn á
skemtiskránni voru dr. Rögnv. Pétursson,
Árni Eggertson frá Winnipeg og Árni Sig-
urðsson frá Wynyard. Bættust deildinni
nokkrir meðlimir á þeirri samkomu.
Nftján meðlimir hafa borgað iðgjöld sín.
Hefir meðlimum fjölgað um 5 frá sfðasta ári.
Nokkrir nýir hafa bæzt við sfðan um ára-
mót. Má segja að frekar hafi breyzt til hins
betra með viðhorf deildarinnar. Má það að
allmiklu leyti þakka forseta deildarinnar,
Páli Guðmundssyni; hefir hann sýnt elju
og árvekni í hvfvetna er deildinni viðkemur,
og reynt að halda félagsmönnum vakandi
og starfandi.
Allmörgum bókum hefir verið bætt við
safn deildarinnar og margar af þeim góðar.
Aðsókn að bókasafninu hefir verið mikil og
er gott til þess að vita, að menn noti sér
bækurnar.
Sjóður deildarinnar hefir mjög gengið til
þurðar. pessi síðustu ár hafa engar arð-