Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 132

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 132
114 Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga berandi samkomur verið haldnar, en meiru verið kostað til bóka, en iðgjöld hafa numið. Geta má þess að deildin hefir ákveðið að hafa samkomu I sama stíl og hin vel. þektu porrablót Leslie-bygðar. Með beztu kveðju og heillaóskum til pjóð- ræknisfélagsins. R. Árnason, ritari. Skýrsla pjóðrœknisdeildarinnar “Fjallkonan“ í Wynyard. Starf deildarinnar síðastliðið ár, hefir að mestu leyti verið fólgið í því, að viðhalda íslenzku félagslifi hér, með skemtifund- um og samkomum við og við, og svo að auka og endurbæta bókasafn deildarinnar. Hefir á þessu siðasta ári (siðan síðasta skýrsla var samin) um $70—$80 verið varið til bókakaupa og bókbands. Er nú safnið orðið töluvert álitlegt, og hafa félagar deild- arinnar, ókeypis aðgang að þvi. Deildin hefir ávalt fundið sér skylt, að minnast nokkurra okkar þjóðlegustu daga með samkomuhaldi og eru það: sumardag. urinn fyrsti, annar ágúst og fullveldisdagur þjóðarinnar, 1. des., og var svo gert á þessu ári. Skylt finst deildinni, að minnast með þakklæti, þeirra utanbygðarmanna, er hafa svo drengilega aðstoðað hana við þessi sam- komuhöld, svo sem séra Ragnars E. Kvar- ans, er flutti hér mjög markvert erindi á sumardaginn fyrsta. Séra Kristins K. ólafs- sonar, er flutti Minni Islands, annan ágúst og dr. Rögnv. Péturssonar, er flutti hér er- indi um sjálfstæðisbaráttu Islendinga á sam_ komu, er deildin hafði fyrsta des. s.l. Auk þessara, hefir deildin haft þrjár aðrar samkomur á árinu. Var sú nýbreytni við- höfð á tveimur þeirra, að karlmenn deildar- innar, stóðu fyrir beina, jafnvel bökuðu sjálfir, mikið af þvl sælgæti, sem þar var framreitt og héldu konunum hina ágætustu veizlu og þótti þeim takast það myndarlega. í júnl hafði deildin samkomu undir beru lofti og var efni hennar svo nýstárlegt að mig langar til að fara um það nokkrum orðum: Á síðastliðnum vetri, orti Tobías Kalmanri sveitavísur, um íslenzka búendur I Wyn- yard og grendinni. Kom það út í sérstökum bæklingi sðastliðið vor og vakti ekki aðeins eftirtekt, heldur andagift. Komst brátt á gang urmull áf vísum, svo til vandræða horfði. Kom þá vitrum mönnum saman um, að með því að byggja vörðu I íslenzkunr beinakerlingarstíl, væri liægt að slá tvær flugur I einu höggi. Gæti það skoðast sem sérstaklega þjóðlegur minnisvarði fyrir skáldið, og jafnframt griðastaður fyrir þessi andlegu afkvæmi bygðarmanna. Var varðan síðan sett upp I búð H. Bergmanns og menn hvattir til að halda áfram að yrkja og fylla vörðuna. Var varðan slðan opnuð á á- minstri samkomu og öll syrpan lesin upp, um 180 erindi alls. Var þar misjafn sauður I mörgu fé, en margar voru vísurnar smelln- ar. Samþykt var, að 3krifa vísurnar upp I sérstaka bók og geyma á bókasafni deildar- innar og var svo gert. Var varðan þvi næst endurreist og sett á sinn gamla stað, og menn hvattir til að halda við þessari þjóð- legu list að setja saman vlsur og stinga þeim I vörðuna. Aðalfundur var haldin 14. nóv. s. 1. Sýndi skýrsla féhirðis, að aðeins 24 löggildir fé- lagar væru I deildinni. En er þetta er skrif- að er tala löggildra félaga 43. Stjórnarnefnd deildarinnar var á ársfundi endurkosin gagnsóknarlaust og skipa hana þessir: Jón Jóhannsson, forseti, Sigurður Johnson, vara-forseti, Guðmundur Good. man, ritari, Mrs. Anna Sigurðsson, vara_ ritari, Gunnar Jóhannsson, féhirðir, Valdim. Johnson, vara-féhirðir.—Meðráðendur Hall- dóra Gíslason og Halldóra Sigurjónsson, og bókavörður ólafur Hall. Sex starfsfundir hafa verið á árinu, auk margra nefndarfunda og hefir starf þeirra að miklu leyti verið undirbúningur undir áminst samkomuhöld. Jón Jóhannsson. Skýrsla deildarinnar “Brúin" Selkirk, fyrir árið 1933 Deildin telur nú 54 fullorðna meðlimi. Níu starfs- og skemtifundir hafa verið haldnir á árinu. Áhugi meðlima fyrir þjóðræknisstarfi fé- lagsins hefir verið mjög góður s. 1. ár. Svo hefir deildin verið vel styrkt af utanfélags- fólki, sem hafa látið börn sín njóta tilsagn- ar I íslenzku hjá íslenzkukennara deildar- innar. Um 80 unglingar nutu tilsagnar I íslenzku á s. 1. vetri hjá okkar ágæta fyrverandi kennara, Mrs. Maxon, sem sökum heimilis. anna og fleira gat ekki orðið við beiðni deild- arinnar að halda áfram að kenna I vetur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.