Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 137
Fmtánda ársþing
119
18. Ný mál
a) Kirkjulegt samband við ísland
b) Söfnun sögugagna um vesturflutn-
inga
c) Skipun þingmálanefndar
19. Ólokin störf
20. pingslit.
Ásmundur P. Jóhannsson gerði tillögu og
Margrét Byron studdi að skýrslan sé við-
tekin. Samþykt.
Var þá komið fram yfir hádegi og gerði
dr. Rögnv. Pétursson tillögu studda af Mar-
gréti Byron að þingi sé frestað til kl. 1.30.
Ping var sett aftur kl. 2 e. h. Fundarbók
lesin og samþykt.
Fjármál
Tillaga frá dr. Rögnv. Péturssyni studd
af S. B. Benediktssyni að forseti skipi 3
manna fjármálanefnd, er starfi yfir þingið.
Samþykt.
Forseti tilnefndi þessa: Á. P. Jóhannsson,
Loft Matthews og Jón Janusson, Foam Lake.
pá var lesin skýrsla Rithöfundasjóðsnefnd-
ar, er sýndi að safnast hefði á árinu $145.27.
Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og
Ásm. P. Jóhannsson studdi að skýrslan sé
viðtekin og þeim Jónasi Jónassyni og G. J.
Oleson, Glenboro og Jóni Kernested, Winni-
peg Beach, sérstaklega þakkað starf þeirra,
Samþykt.
Úthreiðslumál
Páll Guðmundsson, Leslie, mintist á
ýmsa erfiðleika, er deildir hefðu við að
Stríða. Flestar þessar deildir sagði hann
hefðu bókasöfn og væri æskilegt, ef hægt
væri, að kaupa bækur í stórum stil frá ein-
hverri miðstöð og skifta svo upp á milli
deilda, og hafa bókaskifti. Einnig kvað
hann heppilegt, ef mögulegt væri, að senda
mann einu sinni á ári til deildanna, til þess
að hjálpa til við samkomuhöld.
Jón Jóhannson, Wynyard, sagði að æski_
legt mundi einnig að stjórnarnefndin hefði
alt af við og við bréfaviðskifti við deildirn-
ar, jafnvel þó það yki á verk nefndarinnar.
Séra Guðm. Árnason lagði áherzlu á að fá
lestrarfélög þar sem þau væru út um bygð-
ir til að ganga í pjóðræknisfélagið sem deild-
ir svo styrkur yrði fyrir hvorttveggja.
J. P. Sólmundsson fanst stjórnarnefndin
hafa verið lintæk á síðustu árum í störfum
sínum í útbreiðslumálum.
Páll Guðmundsson gerði tillögu og Jón
Jóhannsson studdi, að forseti skipi 5 manna
nefnd I þetta mál. Samþykt.
pessir voru skipaðir: Jón Jóhannsson,
Wynyard, J. P. Sólmundsson, Gimli, Páll
Guðmundsson, Leslie, Guðm. Árnason, Lund-
ar og Matthildur Friðriksson, Kandahar.
Frœðslumál
Tillaga frá S. B. Benediktssyni studd af
séra Guðm. Árnasyni að 3 manna nefnd sé
skipuð i þetta mál. Samþykt.
títnefndi forseti: Próf. Richard Beck, Jón
Ásgeirsson og Hjálmar Gíslason.
Samvinnumál við ísland
Gerði próf. Richard Beck tillögu og Jón
Ásgeirsson studdi að forseti skipi 5 manna
nefnd i þetta mál. Samþykt.
Skipaði forseti í nefndina: Dr. Rögnv. Pét-
ursson, Mrs. Eiriksson, Selkirk, próf. Richard
Beck, Bjarna Skagfjörð, Selkirk, og Friðrik
Sveinsson.
pá gat forseti þess að bendingar hefðu
komið um hvert æskilegra væri að erindi
það, er dr. Rögnv. Pétursson ætlaði að flytja
á þinginu, yrði flutt að lcvöldinu kl. 8 og
annar staður fenginn, þar eð Goodtemplara-
húsið fengist aðeins til kl. 6 þenna dag.
Sagði hann að Sambandskirkja væri fáan-
leg og ef þingheimur æskti þess mætti breyta
tímanum.
Urðu um þetta nokkrar umræður og gerði
J. P. Sólmundsson tillögu studda af Sig.
Vilhjálmssyni að fyrirlesturinn sé hafður
í Sambandskirkju kl. 8 að kveldinu.
Breytingartillögu gerði Á. P. Jóhannsson,
studda af S. B. Benediktssyni að byrja fyr-
irlesturinn kl. 4 og 45 minútur, svo að fyrir-
lesari hafi nægan tima fyrir erindi sitt. Var
þá gengið til atkvæða og breytingatillagan
samþykt með 43 atkvæðum gegn 30.
Var þá lesin skýrsla milliþinganefndar í
íþróttamálum af Jónasi W. Jóhannssyni.
Skýrsia Milliþinganefndar í fþróttamálum
Verkahringur þessarar milliþinganefnd-
ar er kosin var á siðasta þingi var eingöngu
sá, að stjórna hockey samkepni um “Horn”
pjóðræknisfélagsins, sem gefið var hinni
uppvaxandi, íslenzku kynslóð og leikbræðr-
um hennar til minnis um púsund ára af-
mælishátíð íslands 1930. Samkepninni var
stýrt af Mr. J. Snydal, er skipaði forsæti I
nefnd þessari. Með honum eru I ráði J.
Walter Jóhannsson og Karl Thorláksson.