Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 137

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 137
Fmtánda ársþing 119 18. Ný mál a) Kirkjulegt samband við ísland b) Söfnun sögugagna um vesturflutn- inga c) Skipun þingmálanefndar 19. Ólokin störf 20. pingslit. Ásmundur P. Jóhannsson gerði tillögu og Margrét Byron studdi að skýrslan sé við- tekin. Samþykt. Var þá komið fram yfir hádegi og gerði dr. Rögnv. Pétursson tillögu studda af Mar- gréti Byron að þingi sé frestað til kl. 1.30. Ping var sett aftur kl. 2 e. h. Fundarbók lesin og samþykt. Fjármál Tillaga frá dr. Rögnv. Péturssyni studd af S. B. Benediktssyni að forseti skipi 3 manna fjármálanefnd, er starfi yfir þingið. Samþykt. Forseti tilnefndi þessa: Á. P. Jóhannsson, Loft Matthews og Jón Janusson, Foam Lake. pá var lesin skýrsla Rithöfundasjóðsnefnd- ar, er sýndi að safnast hefði á árinu $145.27. Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og Ásm. P. Jóhannsson studdi að skýrslan sé viðtekin og þeim Jónasi Jónassyni og G. J. Oleson, Glenboro og Jóni Kernested, Winni- peg Beach, sérstaklega þakkað starf þeirra, Samþykt. Úthreiðslumál Páll Guðmundsson, Leslie, mintist á ýmsa erfiðleika, er deildir hefðu við að Stríða. Flestar þessar deildir sagði hann hefðu bókasöfn og væri æskilegt, ef hægt væri, að kaupa bækur í stórum stil frá ein- hverri miðstöð og skifta svo upp á milli deilda, og hafa bókaskifti. Einnig kvað hann heppilegt, ef mögulegt væri, að senda mann einu sinni á ári til deildanna, til þess að hjálpa til við samkomuhöld. Jón Jóhannson, Wynyard, sagði að æski_ legt mundi einnig að stjórnarnefndin hefði alt af við og við bréfaviðskifti við deildirn- ar, jafnvel þó það yki á verk nefndarinnar. Séra Guðm. Árnason lagði áherzlu á að fá lestrarfélög þar sem þau væru út um bygð- ir til að ganga í pjóðræknisfélagið sem deild- ir svo styrkur yrði fyrir hvorttveggja. J. P. Sólmundsson fanst stjórnarnefndin hafa verið lintæk á síðustu árum í störfum sínum í útbreiðslumálum. Páll Guðmundsson gerði tillögu og Jón Jóhannsson studdi, að forseti skipi 5 manna nefnd I þetta mál. Samþykt. pessir voru skipaðir: Jón Jóhannsson, Wynyard, J. P. Sólmundsson, Gimli, Páll Guðmundsson, Leslie, Guðm. Árnason, Lund- ar og Matthildur Friðriksson, Kandahar. Frœðslumál Tillaga frá S. B. Benediktssyni studd af séra Guðm. Árnasyni að 3 manna nefnd sé skipuð i þetta mál. Samþykt. títnefndi forseti: Próf. Richard Beck, Jón Ásgeirsson og Hjálmar Gíslason. Samvinnumál við ísland Gerði próf. Richard Beck tillögu og Jón Ásgeirsson studdi að forseti skipi 5 manna nefnd i þetta mál. Samþykt. Skipaði forseti í nefndina: Dr. Rögnv. Pét- ursson, Mrs. Eiriksson, Selkirk, próf. Richard Beck, Bjarna Skagfjörð, Selkirk, og Friðrik Sveinsson. pá gat forseti þess að bendingar hefðu komið um hvert æskilegra væri að erindi það, er dr. Rögnv. Pétursson ætlaði að flytja á þinginu, yrði flutt að lcvöldinu kl. 8 og annar staður fenginn, þar eð Goodtemplara- húsið fengist aðeins til kl. 6 þenna dag. Sagði hann að Sambandskirkja væri fáan- leg og ef þingheimur æskti þess mætti breyta tímanum. Urðu um þetta nokkrar umræður og gerði J. P. Sólmundsson tillögu studda af Sig. Vilhjálmssyni að fyrirlesturinn sé hafður í Sambandskirkju kl. 8 að kveldinu. Breytingartillögu gerði Á. P. Jóhannsson, studda af S. B. Benediktssyni að byrja fyr- irlesturinn kl. 4 og 45 minútur, svo að fyrir- lesari hafi nægan tima fyrir erindi sitt. Var þá gengið til atkvæða og breytingatillagan samþykt með 43 atkvæðum gegn 30. Var þá lesin skýrsla milliþinganefndar í íþróttamálum af Jónasi W. Jóhannssyni. Skýrsia Milliþinganefndar í fþróttamálum Verkahringur þessarar milliþinganefnd- ar er kosin var á siðasta þingi var eingöngu sá, að stjórna hockey samkepni um “Horn” pjóðræknisfélagsins, sem gefið var hinni uppvaxandi, íslenzku kynslóð og leikbræðr- um hennar til minnis um púsund ára af- mælishátíð íslands 1930. Samkepninni var stýrt af Mr. J. Snydal, er skipaði forsæti I nefnd þessari. Með honum eru I ráði J. Walter Jóhannsson og Karl Thorláksson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.