Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 138
120
Tímarit Þjóðrœhnisfélags islendinga
Hockey samkepni þessi fór fram dagana
25. og 27. febrúar 1933.
Skautaflokkar þeir eru þð.tt tóku í sam-
kepninni voru G. Utanbæjar frá Selkirk,
Gimli og Árborg og frá Winnipeg: Pla-mors,
Morning Glory og Falcons. Sigurvegarar
urðu Falcons og hlutu þeir “Hornið” fyrir
árið 1933.
Fyrir sérstaka velvild Mr. Fred Hutchi-
son’s, forráðamanns Olympic skautaskál-
ans, komst nefndin að góðum samningum
við þann slcautaskála og fóru leikarnir þar
fram. Nefnd þessi hafði engu fé yfir að
ráða og varð þessvegna að bera sína eigin
byrði.
Pessi sama nefnd hefir einnig séð um
undirbúning að samskonar skautasamkepni
þetta ár, 1934, er haldin verður snemma f
marz i Olympic skautahringnum. par sem
útlit er fyrir eins góða þátttöku að þessu
sinni og í fyrra, viljum vér biðja alla góða
Islendinga að styðja þetta málefni eins og
þeim er mögulegt.
Febr. 20. 1934. Á þingi pjóðræónisfélags
ísl. í Vesturheimi.
Jack Snydal
J. Walter Jóhannsson
C. Thorlaksson.
Gerði Ásm. P. Jóhannsson tillögu og S. 3.
Benediktsson studdi, að skýrslan sé viðtekin.
Samþykt.
Útgdfa Tímaritsins
Tillaga frá Ásgeir Bjarnason, Selkirk,
studd af S. B. Benediktsson, að forseti skipi
3 manna nefnd í málið. Samþykt.
Skipaði forseti í nefndina: Söra Guðm.
Árnason, pórð Bjarnason, Guðm. Eyford.
Bókasafn félagsins
Séra Guðm. Árnason gerði tillögu og S. B.
Benediktsson studdi að 3 manna nefnd sé
sett I málið. Samþykt.
Útnefndi forseti þessa: G. P. Magnússon,
Jónas Jónasson, Halldór Gíslason.
Minjasafnið
Sig. Vilhjálmsson gerði tillögu og B. E.
Johnson studdi, að 3 manna nefnd sé skipuð
I málið. Samþykt.
Tilnefndi forseti: Friðrik Sveinsson,
Guðman Levi og Grettir L. Jóhannsson.
Sextugs afmœli pjóðrœknishreyfingarinnar
i Vesturlieimi
Ásgeir Bjarnason, Selkirk, gerði tillögu
og séra Guðm. Árnason studdi, að 5 manna
nefnd sé skipuð af forseta í þetta mál. Sam-
þykt. Voru þessir tilnefndir: Á. P. Jóhanns-
son, séra Guðm. Árnason, Elín Hall, Jón
Jóhannsson, Jón Janusson.
Lagabreytingarnefnd
Dr. Rógnv. Pétursson gerði tillögu og
Margrét Byron studdi að þessi liður sé lagð-
ur yfir þar til stjórnarnefndin hafi gert
grein fyrir tillögum sínum I málinu. Sam-
þykt.
Ný mál
Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og
Guðmann Xævy studdi, að þriggja manna
nefnd sé skipuð til að alhuga og taka við
öllum tillögum er bornar skulu upp fyrir
þingi (Committee on Resolutions), að und-
anteknum A. lið Nýrra Mála á dagskránni.
Samþykt.
Tilnefndir: Dr. Rögnv. Pétursson, J. P.
Sólmundsson, Hlaðgerður Kristjánsson.
Jóhann P. Sólmundsson tók þá til máls
um A. liðinn á dagskránni, er fjallaði um
kirkjulegt samband við Island. Gat hann
þess, að hann hefði hreyft þessu máli S
þingi hins Lúterska kirkjufélags s. 1. sumar
og einnig á þingi hins Sameinaða Kirkjufé-
lags, og kvaðst hann vona að málið yrði tek-
ið til umræðu á þessu þingi. Séra Guðm.
Árnason gerði tillögu studda af Gfsla Árna-
syni að þessu máli sé vísað til væntanlegrar
samvinnumálanefndar. Samþykt.
Klukkan 4.45 e. h. var þingi frestað og
þegar klukkuna vantaði 10 mfnútur í 5
byrjaði dr. Rögnv. Pétursson á erindi sínu:
“Upphaf Vesturferða og Pjóðminningarhá-
tfðin í Milkwaukee 1874.” Var húsfyliir og
flutti ræðumaður skörulegt erindi. Var það
ítarlegt og fróðlegt.
Að loknu erindi bað Á. P. Jóhannsson
þingheim að votta ræðumanni þakklæti sitt
fyrir þetta snjalla erindi með því að rfsa á
fætur, og var það gert með lófataki.
Var þá kl. orðin 6 og frestaði forseti þingi
til ld. hálf tfu næsta morguns.
Ping sett kl. lo f. h. af forseta, 21. febr.
Síðasta fundargerð lesin og samþykt.
Var þá lesin fjármála- og bókasafns-
skýrsla Fróns, sem hér fylgja: