Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 27
ljóðaþýðingar stephans g. stephanssonar
9
blóðið til skyldunnar, þar sem í hlut
átti afburðamaður af íslenzkum ætt-
um, en hitt mun þó hafa vegið
þyngra á metum, eins og kvæðið
sjálft vottar eftirminnilegast, hver
rnerkisberi mannkærleika og græð-
audi sjúkra og særðra Níels Finsen
var; þeirri ályktun til staðfestingar
nægir að vitna til eftirfarandi erinda
Þýðingarinnar, sem jafnframt eru
agæt dæmi handbragðsins á henni að
öðru leyti:
jjHann kannaði val þann sem
vanræktur lá,
°9 voði er að sjá.
Hann banasár græddi og annara und
a& útfararstund,
Þó sárt honum blæddi til ólífis inn
um áverka sinn.
^ví aðstoð og mannbjörg var
umsýsla hans,
lns árvakra manns. —
lýður, sem herguði hefur við ský
°g hávegu í,
k°m, hneigðu þeim lífgjafa er liggur
hér nár!
Jufnt lágur og hár.“
III.
Verða nú teknar til frekari athug-
Unar þýðingar Stephans úr ensku,
en eins og þegar er gefið í skyn, eru
ftestar þýðingar hans úr ensku máli,
eftir brezk, amerísk og canadisk
skáld. Fór það og að vonum, þar
Sem hann ól aldur sinn frá því um
tvítugt í hinum enskumælandi heimi
Vestan hafsins, Bandaríkjunum og
Lanada, varð handgenginn enskri
tun§u, og átti þá jafnframt einna
Sreiðastan aðgang að ritum á því
ftiáli.
Elzta þýðing Stephans úr ensku í
væðasafni hans er frá árinu 1877,
hið fræga kvæði „Járnsmiðurinn“
eftir H. W. Longfellow, hið víðfræga
ameríska ljóðskáld (II., 192—93).
Eigi er hér þó um að ræða nema
nokkurn hluta kvæðisins, enda kall-
ar Stephan þýðinguna réttilega,
„þýtt brot úr kvæði eftir Long-
fellow“. Eru hér þýdd fjögur fyrstu
erindi kvæðisins og lokaerindið, en
þremur erindum sleppt (5.—7.).
Eins og annars staðar í þýðingum
sínum hefir Stephan gert sér mest
far um að ná hugsun kvæðisins og
anda, en sniðið orðalagi og bragar-
hætti stakk eftir því, sem honum
þótti bezt fara. Eftirtektarverð er
þýðingin eigi að síður, eins langt og
hún nær, ósjaldan kjarnmikil að
málfari, t. d. þessar lokaljóðlínur
lýsingarinnar á smiðnum í öðru er-
indi:
„Um enga sök er sál hans smeyk,
né samvizkan í felu-leik.“
Vel hittir niðurlagserindið einnig í
mark og óþarft um það að fjölyrða,
hve vel sú hugsun er þar kemur
fram var þýðandanum að skapi:
„En smiður, kærar þakkir! Því
eg þetta lœrði af yður:
Að smiðju lífsins er eg í
minn eigin gæfu-smiður,
á hennar steðja stæla má
í starfað dagsverk hverja þrá.“
Löngu seinna þýddi Einar Bene-
diktsson, eins og kunnugt er, allt
kvæðið á íslenzku af mikilli prýði, og
er það í I. bindi af útgáfum ljóða
hans.
Annars hefir Stephan sýnilega
haft mætur á Longfellow. Merkilegri
ræðu sinni fyrir minni Bandaríkj-
anna, er hann hélt að Mountain, N.