Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 30
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sem hann virti og dáði, má annars
vísa til eftirmælanna eftir hann („R.
G. Ingersoll“, I., 156—58), er varpa
jafnframt björtu ljósi á trúarskoð-
anir Stephans sjálfs.
Fátt er af þýðingum eftir Stephan
frá fyrsta áratugnum eftir alda-
mótin, en þar verður fremst á blaði,
frá árinu 1902, þýðing á kvæðinu
“Did you ask dulcet rhymes from
me” (I., 34) eftir ameríska öndvegis-
skáldið Walt Whitman; er það upp-
hafs ljóðlína kvæðisins, sem nefnist
á frummálinu “To a Certain Civil-
ian” og er í kaflanum “Drum-Taps”
í hinu fræga kvæðasafni Whitmans
Leaves of Grass, sem til er að sjálf-
sögðu í mörgum útgáfum. Kvæðið er
órímað hjá Whitman, eins og var
sérkennandi fyrir hann, en Stephan
gerir hvorttveggja að ríma það og
kljúfa það í þrjú erindi og gerir það
með þeim hætti stórum íslenzkara
að svip. Þýðing þessi er annars, eins
og margar aðrar þýðingar hans, eigi
sízt merkileg fyrir það, hvernig hún
bergmálar afstöðu sjálfs hans til
ljóðagerðarinnar, því að vafalaust
hefir honum fundist, þegar á þeim
árum, nokkur ástæða til að taka sér í
munn þessi orð Whitmans í niður-
lagserindi kvæðisins:
„Þú skilur mig ekki. Ó þreyt ekki þig
á þvílíkri ráðgátu — forðastu míg,
en farðu og skœldu þig organið í —
eg yrki ekki við þig neitt
lúllum og bí.“
Árið eftir (1903) sneri Stephan á
íslenzku kvæðinu “Icelandic Lyrics”
eftir canadiska ljóðsnillinginn Bliss
Carman (I., 36). Má vel vera, að heiti
þessa fagra og ljóðræna kvæðis hafi
átt sinn þátt í að draga athygli þýð-
andans að því. Aðeins á einum stað
í bréfum sínum og ritgerðum
(IV., 376), í grein um Tímarit Þjóð-
rœknisfélagsins, minnist Stephan
annars á Carman, og þá í sambandi
við kvæði hans “Vestigia”, og fer
þessum orðum um það: „En kvæðið
er fagurt frá því sjónarmiði, sem það
er kveðið í.“
Árið 1905 þýddi Stephan alkunna
stöku eftir Robert Burns, er getið
verður síðar, þegar ræddar verða
aðrar þýðingar úr kvæðum hans.
Sama árið þýddi Stephan einnig
„Skilnaðarstundina“ eftir J. Blewett,
ástarvísur, þar sem viðfangsefnið er
tekið frumlegum tökum (I., 44).
Eigi allfáar þýðingar Stephans, og
sumar meðal hinna merkari, eru frá
öðrum áratug aldarinnar, og þeirra
elzt, frá 1914, er „Vísa eftir Tenny-
son“ (IV., 201), og mun þýðanda hafa
getist vel að því horfi til trúmál-
anna, er þar kemur fram, og hafa
fundist orð lárviðarskáldsins töluð
út úr eigin huga:
„Hann kvaddi, trúr sem sœmdin
sjálf,
þó sœi í kenning lítil skil —
því sannfús efi, trú mér til,
er trúfastari en kristnin hálf!“
Þetta er þýðing, og hún prýðisgóð,
á 3. erindi í XCVI. kvæðinu í hinum
víðtæku og andríku minningaljóðum
Tennysons, In Memoriam:
“Perplext in faith, but pure in deeds,
At last he beat his music out.
There lives more faith in honest
doubt, })
Believe me, than in half the creeds.
Inn í eina af blaðagreinum sínum
(Bréf og ritg., IV., 270) fellir Stephan