Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 30
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sem hann virti og dáði, má annars vísa til eftirmælanna eftir hann („R. G. Ingersoll“, I., 156—58), er varpa jafnframt björtu ljósi á trúarskoð- anir Stephans sjálfs. Fátt er af þýðingum eftir Stephan frá fyrsta áratugnum eftir alda- mótin, en þar verður fremst á blaði, frá árinu 1902, þýðing á kvæðinu “Did you ask dulcet rhymes from me” (I., 34) eftir ameríska öndvegis- skáldið Walt Whitman; er það upp- hafs ljóðlína kvæðisins, sem nefnist á frummálinu “To a Certain Civil- ian” og er í kaflanum “Drum-Taps” í hinu fræga kvæðasafni Whitmans Leaves of Grass, sem til er að sjálf- sögðu í mörgum útgáfum. Kvæðið er órímað hjá Whitman, eins og var sérkennandi fyrir hann, en Stephan gerir hvorttveggja að ríma það og kljúfa það í þrjú erindi og gerir það með þeim hætti stórum íslenzkara að svip. Þýðing þessi er annars, eins og margar aðrar þýðingar hans, eigi sízt merkileg fyrir það, hvernig hún bergmálar afstöðu sjálfs hans til ljóðagerðarinnar, því að vafalaust hefir honum fundist, þegar á þeim árum, nokkur ástæða til að taka sér í munn þessi orð Whitmans í niður- lagserindi kvæðisins: „Þú skilur mig ekki. Ó þreyt ekki þig á þvílíkri ráðgátu — forðastu míg, en farðu og skœldu þig organið í — eg yrki ekki við þig neitt lúllum og bí.“ Árið eftir (1903) sneri Stephan á íslenzku kvæðinu “Icelandic Lyrics” eftir canadiska ljóðsnillinginn Bliss Carman (I., 36). Má vel vera, að heiti þessa fagra og ljóðræna kvæðis hafi átt sinn þátt í að draga athygli þýð- andans að því. Aðeins á einum stað í bréfum sínum og ritgerðum (IV., 376), í grein um Tímarit Þjóð- rœknisfélagsins, minnist Stephan annars á Carman, og þá í sambandi við kvæði hans “Vestigia”, og fer þessum orðum um það: „En kvæðið er fagurt frá því sjónarmiði, sem það er kveðið í.“ Árið 1905 þýddi Stephan alkunna stöku eftir Robert Burns, er getið verður síðar, þegar ræddar verða aðrar þýðingar úr kvæðum hans. Sama árið þýddi Stephan einnig „Skilnaðarstundina“ eftir J. Blewett, ástarvísur, þar sem viðfangsefnið er tekið frumlegum tökum (I., 44). Eigi allfáar þýðingar Stephans, og sumar meðal hinna merkari, eru frá öðrum áratug aldarinnar, og þeirra elzt, frá 1914, er „Vísa eftir Tenny- son“ (IV., 201), og mun þýðanda hafa getist vel að því horfi til trúmál- anna, er þar kemur fram, og hafa fundist orð lárviðarskáldsins töluð út úr eigin huga: „Hann kvaddi, trúr sem sœmdin sjálf, þó sœi í kenning lítil skil — því sannfús efi, trú mér til, er trúfastari en kristnin hálf!“ Þetta er þýðing, og hún prýðisgóð, á 3. erindi í XCVI. kvæðinu í hinum víðtæku og andríku minningaljóðum Tennysons, In Memoriam: “Perplext in faith, but pure in deeds, At last he beat his music out. There lives more faith in honest doubt, }) Believe me, than in half the creeds. Inn í eina af blaðagreinum sínum (Bréf og ritg., IV., 270) fellir Stephan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.