Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 31
ljóðaþýðingar stephans g. stephanssonar
13
einnig eftirfarandi þýðingarbrot úr
kvæði Tennysons “Progress of
Spring“:
»Komdu vor..............
Hún kemur — leystir lækir renna
af stað —
^eð Ijósgult hár úr klakafléttum
greitt;
hún lausan möttul limum sveipar að
Ur Ijósi og gróðri, en svalann getur
leitt
Urn hrjóstið hert og heitt."
En í greininni, sem er frá fyrri
árum hans (1889), vitnar Stephan til
þessa kvæðis Tennysons sem einnar
réttlætingar þess, að hann hafi sjálf-
Ur í einu kvæða sinna kvenkennt
v°rið, og tekur fyrirdæmi hins enska
lárviðarskálds sem sterka sönnun
Þess, að vorið sé kvenkennt í skáld-
skap, þó hvorugkyns sé annars í dag-
legu máli. Vitnar hann einnig til
^jóða Steingríms Thorsteinssonar og
Schillers málstað sínum til stuðn-
iugs.
Flestar þýðingar Stephans frá um-
r®ddum áratug eru þó frá árinu
þeirra á meðal „Líkberinn“
(The Stretcher-Bearer) eftir cana-
^iska skáldið Robert W. Service
(^•) 164—65) og „Undanþágan“,
»vikið úr ensku“ eftir ónafngreindan
hofund (V., 165). Fléttar Stephan
eáðar þær þýðingar inn í kvæða-
f^okk sinn „Vígslóða“, enda eiga þær
þar fylhlega heima.
Líkberinn á stríðsvellinum fer í
samnefndu kvæði þungum ákæru-
°rðum um vígaferlin og hörmulegar
^fleiðingar blóðsúthellinga þeirra, og
ýkur kvæðinu með þessu erindi:
»Og eg dró út úr eldi og mökk,
aftni gærdags, hlóðug hræ. —
Sjálf birtan upp með hrolli hrökk
við helreið kúlna um morgunblœ.
Og sól, að veröld hrœði og höls,
sem blóðrautt auga úr fimum
stelst —
„Til særðra og feigra! og fram til
kvölds!“
Ó, friðarguð, þér dvelst! þér dvelst!“
Þessi tilvitnun gefur einnig nokkra
hugmynd um það, hve magni þrung-
in þessi þýðing er að málfari, en
samanburður við frumkvæðið leiðir
ennfremur í ljós, að efni, anda og
blæ er þar mjög vel náð í íslenzka
búningnum.
„Undanþágan er markviss ádeila á
þá stríðsformælendur, sem eggja alla
aðra út á blóðvöllinn, en segja jafn-
framt: „En í guðsbænum takið ei
mig.“
Inn í „Vígslóða-flokkinn fellir
Stephan einnig þýðingu frá árinu
1921 (V., 184—85) af kvæðinu
„Ekkjan í Windsor“ (We have fed
our sea for thousand years), eignað
Rudyard Kipling, og er það einnig
hörð ádeila á styrjaldir og mann-
fórnir í þeim. í heildarútgáfu kvæða
Kiplings (1885—1918) er samnefnt
kvæði hinu fyrrnefnda, “The Widow
at Windsor,” en mjög ólíkt að öðru
leyti, nema 3. erindið í þýðingunni,
er hefst á orðunum, „Ó, eigðu ei við
Ekkjuna í Windsor!“, er samsvarar
mjög nákvæmlega fjórum fyrstu
ljóðlínunum í 2. erindi hins enska
kvæðis.
Árið 1918 sneri Stephan einnig á
íslenzku hinu víðfræga kvæði Kipl-
ings “If” (IV., 246—47) og notar
fyrstu línu kvæðisins að fyrirsögn
þýðingar sinnar. Hafa íslenzk skáld
beggja megin hafsins spreytt sig á
því að þýða þetta hreimmikla og