Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 36
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Holmes, er þegar hefir verið vitnað
til.
En áratugum áður hafði Stephan
látið í ljósi sömu skoðun á ljóða-
þýðingum. í bréfi til Eggerts Jó-
hannssonar 8. ágúst 1909 (Bréf og
ritg., I., 2., 204), er fjallar um þýð-
ingu af kvæði eftir sjálfan hann á
ensku, segir Stephan:
„Auðvitað er þýðingin ekki orða-
þýðing, hún var ómöguleg, en andi
frumkvæðisins leikur sér í þýðing-
unni og það er nú um að gera. Sjálf-
ur hefi ég þýtt kvæði á íslenzku, en
oft farið langt frá bókstafnum, hann
drepur skáldskap.“
í bréfi til Aðalsteins Kristjáns-
sonar 23. júní 1923 (Bréf og rit.,
III., 98) slær Stephan á sama streng:
„Ég þýði sjaldan, Aðalsteinn, og
aldrei orðrétt. Það er kannske sér-
vizka: en mér finnst ég haldi að-
eins skelinni, en fleygi meiru eða
minna af kjarnanum, ef ég tek orðin
upp aðeins. Nái ekki því „eins og
talað er“, eða með öðrum orðum
skemmi það, sem skáldskapur eigin-
legast er. Til dæmis, vísunni, sem þú
sendir mér í bréfinu, sný ég nú um
leið og ég hripa þetta, svona:
Æ, gef oss þrek — ef verja varð,
að vernda œ inn lægra garð.
Og styrk til þess, að standa ei hjá,
ef stór-sannindum níðzt er á.
Ég býst við, að þú þykist naumast
þekkja vísuna þína ensku í svona
„útgáfu“ og ég lái þér það ekkert.
En svona þýði ég, oft og oft.“
Þessi snjalla vísa, er lýsir svo á-
gætlega viðhorfi Stephans til með-
bræðra sinna og mannfélagsmála, er
birt í Andvökum (V., 199) undir
fyrirsögninni „Aðfengið“, en höf-
undar eigi getið, og ekki er mér
heldur kunnugt um hann.
Hvergi víkur Stephan þó ítarlegar
að ljóðaþýðingum og þýðingaraðferð
sinni heldur en í bréfum sínum til
frú Jakobínu Johnson skáldkonu, er
birt voru í XXXIII. árgangi þessa
tímarits (1952). í bréfi til hennar 10.
júní 1918 segir hann:
„Þær þýðingar af Ijóðum, sem
mér þykja góðar, eru flestar stæl-
ingar, en ekki „útleggingar11, en svo
vel gerðar, að þær jafngilda því
frumkveðna. Mér nægir að stjörn-
urnar bliki með sama ljómanum, þó
blærinn sjáist rauðari eða ljósari.
Mér stendur stuggur af þeim gálg-
um, þar sem skáldskapurinn hangir
hengdur í orðabókar-ólinni.“
Og enn fastar, ef unnt er, kveður
hann að orði um þessi mál í bréfi til
frú Jakobínu 7. júlí 1924, þar sem
honum falla þannig orð:
„Viðvíkjandi því, að létta af sér
endaríminu í enskum þýðingum,
skal ég segja þér sem er: ég er ríms-
ins maður, en ekki út í ófæru, verði
betur gert án þess, jafnvel í lesm&
niður. Hefi sjálfur brugðið bæði si
hætti og rími, þegar svo lá á mér i
þeim fáu þýðingum sem ég hefi
borið við. Það sem ég sé í er andi
og blær — síður orð og rím. Trén 1
greniskóginum geta öll verið rétt og
á sínum stað, en mikið skortir þar>
ef enginn er arnsúgurinn af byl
blæ í barinu, og þá er betra að halda
honum í þýðingunni, en kúga iirn
rím og stuðla fyrir forms sakir. Til'
finninganæmi og leikni hvers eius
verður að segja til um það. Hitt er
ég viss á, rímið er list. Aðeins, Þa,
verður að renna áfram ósýnilega l
verkinu. Að sleppa því aðeins fyrir
þá sök, að annað er léttara, er eins