Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 36
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Holmes, er þegar hefir verið vitnað til. En áratugum áður hafði Stephan látið í ljósi sömu skoðun á ljóða- þýðingum. í bréfi til Eggerts Jó- hannssonar 8. ágúst 1909 (Bréf og ritg., I., 2., 204), er fjallar um þýð- ingu af kvæði eftir sjálfan hann á ensku, segir Stephan: „Auðvitað er þýðingin ekki orða- þýðing, hún var ómöguleg, en andi frumkvæðisins leikur sér í þýðing- unni og það er nú um að gera. Sjálf- ur hefi ég þýtt kvæði á íslenzku, en oft farið langt frá bókstafnum, hann drepur skáldskap.“ í bréfi til Aðalsteins Kristjáns- sonar 23. júní 1923 (Bréf og rit., III., 98) slær Stephan á sama streng: „Ég þýði sjaldan, Aðalsteinn, og aldrei orðrétt. Það er kannske sér- vizka: en mér finnst ég haldi að- eins skelinni, en fleygi meiru eða minna af kjarnanum, ef ég tek orðin upp aðeins. Nái ekki því „eins og talað er“, eða með öðrum orðum skemmi það, sem skáldskapur eigin- legast er. Til dæmis, vísunni, sem þú sendir mér í bréfinu, sný ég nú um leið og ég hripa þetta, svona: Æ, gef oss þrek — ef verja varð, að vernda œ inn lægra garð. Og styrk til þess, að standa ei hjá, ef stór-sannindum níðzt er á. Ég býst við, að þú þykist naumast þekkja vísuna þína ensku í svona „útgáfu“ og ég lái þér það ekkert. En svona þýði ég, oft og oft.“ Þessi snjalla vísa, er lýsir svo á- gætlega viðhorfi Stephans til með- bræðra sinna og mannfélagsmála, er birt í Andvökum (V., 199) undir fyrirsögninni „Aðfengið“, en höf- undar eigi getið, og ekki er mér heldur kunnugt um hann. Hvergi víkur Stephan þó ítarlegar að ljóðaþýðingum og þýðingaraðferð sinni heldur en í bréfum sínum til frú Jakobínu Johnson skáldkonu, er birt voru í XXXIII. árgangi þessa tímarits (1952). í bréfi til hennar 10. júní 1918 segir hann: „Þær þýðingar af Ijóðum, sem mér þykja góðar, eru flestar stæl- ingar, en ekki „útleggingar11, en svo vel gerðar, að þær jafngilda því frumkveðna. Mér nægir að stjörn- urnar bliki með sama ljómanum, þó blærinn sjáist rauðari eða ljósari. Mér stendur stuggur af þeim gálg- um, þar sem skáldskapurinn hangir hengdur í orðabókar-ólinni.“ Og enn fastar, ef unnt er, kveður hann að orði um þessi mál í bréfi til frú Jakobínu 7. júlí 1924, þar sem honum falla þannig orð: „Viðvíkjandi því, að létta af sér endaríminu í enskum þýðingum, skal ég segja þér sem er: ég er ríms- ins maður, en ekki út í ófæru, verði betur gert án þess, jafnvel í lesm& niður. Hefi sjálfur brugðið bæði si hætti og rími, þegar svo lá á mér i þeim fáu þýðingum sem ég hefi borið við. Það sem ég sé í er andi og blær — síður orð og rím. Trén 1 greniskóginum geta öll verið rétt og á sínum stað, en mikið skortir þar> ef enginn er arnsúgurinn af byl blæ í barinu, og þá er betra að halda honum í þýðingunni, en kúga iirn rím og stuðla fyrir forms sakir. Til' finninganæmi og leikni hvers eius verður að segja til um það. Hitt er ég viss á, rímið er list. Aðeins, Þa, verður að renna áfram ósýnilega l verkinu. Að sleppa því aðeins fyrir þá sök, að annað er léttara, er eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.