Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Síða 23
DR. RICHARD BECK:
Jakob Thorarensen skáld
SJÖTUGUR
Jakob Thorarensen hefir nú í meir
en fjóra áratugi skipað merkissess í
kópi íslenzkra samtíðarskálda, og
°rðið fastari í þeim sæmdarsessi
oieð hverri nýrri bók, sem hann
hefir látið frá sér fara; tekur það
Jafnt til kvæða hans og smásagna,
því að hann er snillingur á báðar
þær greinar bókmenntanna.
Jakob átti sjötugsafmæli 18. maí
1956, og var þeirra tímamóta í ævi
lafn mikilhæfs og sérstæðs rithöf-
undar og hann er, að sjálfsögðu,
ttúnnst með ýmsum hætti heima á
aettjörðinni, svo sem í blöðum og
timaritum og Ríkisútvarpinu. Meðal
aþnars gaf bókaútgáfan Helgafell út
s®rstakt afmælisrit honum til heið-
Urs> úrval úr kvæðum hans undir
^oitinu Tímamói. fallega bók og
Vandaða, og báðum til sóma höfundi
°§ útgefanda. Ritar Kristján Karls-
s°n bókmenntafræðingur gagnorðan
0rmála að bókinni og lýsir þar í
u°kkrum megindráttum skáldskap
akobs og lífsskoðun hans.
I.
^akob Thorarensen er fæddur á
°ssi í Vestur-Húnavatnssýslu 18.
1886. Hann á ekki langt að
^kja skáldskapargáfuna, því að
^ðahneigt fólk og skáldhneigt
j að honum á báðar hendur.
óðurætt er hann, eins og nafnið
eudir til, í frændsemi við Bjarna
skáld Thorarensen, en þeir Þórarinn
langafi Jakobs og Bjarni voru
bræðrasynir, og hefir ekki ólíklega
verið til getið, að báðir sæki skáld-
gáfuna til sameiginlegra forfeðra
sinna, langfeðganna þriggja og nafn-
kunnu: síra Einars í Eydölum, síra
Ólafs á Kirkjubæ og síra Stefáns í
Vallanesi. í móðurætt eru þeir ná-
skyldir Jakob og Stefán skáld Sig-
urðsson frá Hvítadal. (Sjá annars
um ættir Jakobs hið mikla ættfræða-
rit síra Jóns Guðnasonar skjala-
varðar: Sírandamenn, Reykjavík,
1955).
Jakob ólst að mjög miklu leyti
upp í Hrútafirði, en einnig í Reykja-
firði á Ströndum, þar sem faðir
hans, Jakob (Jens) Thorarensen, var
bóndi og vitavörður að Gjögri.
Hefir stórbrotið umhverfið norður
þar, harðneskjulegt en tilkomu-
mikið, sett svip sinn á skáldskap
hans, og jafnframt mótað skaphöfn
hans og horf við lífinu. Þarf ekki
lengi að blaða í kvæðum hans eða
sögum til þess að finna þeim um-
mælum næga stoð. Svipað má segja
um fólkið, sem hann umgekkst og
kynntist á æskuárum; það var, að
vonum, mótað af óvægri baráttunni,
sem það varð að heyja fyrir tilveru
sinni, og af harla kaldranalegu en
svipmiklu umhverfi sínu með hinum
miklu andstæðum þess eftir árs-
tíðum.