Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 25
JAKOB THORARENSEN
7
Benediktsdóttur, Guðbrandssonar
frá Broddanesi, en Benedikt var um
langt skeið landsali vestur á Kyrra-
hafsströnd. (Um hann og ætt hans,
sjá nánar Strandamenn, er fyrr
getur). Er frú Borghildur glæsileg
kona, og að allra dómi, sem til
hennar þekkja, framúrskarandi hús-
freyja; enda kann skáldið hana vel
að meta, eins og sjá má fögur merki
í kvæðum hans. í kvæðinu „Borg-
hildur“, sem þrungið er af ást og
aðdáun, farast honum þannig orð:
fhómskrýtt á földum vor sat að
völdum,
vel hafði byggðin daggir gist,
sviphreinn og fagur suðrænudagur
sveitina alla geislum kysst.
Sólakstri greiður var himininn
heiður,
hjartkæra, er ég sá þig fyrst.
Gæfunnar leiðin lífs míns á heiði
lengi var grýtt og þreytti mig,
Uriz ástríki vafinn hátt var ég hafinn
a hamingju minnar sigurstig.
Hrópi minn óður, hve guð var mér
góður,
gefa mér vorið bjarta — þig.
Ætla ég einnig, að Þóroddur skáld
Guðrnundsson frá Sandi hafi rétt að
uiæla í eftirfarandi orðum úr af-
Uiaelisgrein um Jakob Thorarensen
sjötugan (Morgunblaðið, 18. maí
1956);
»Og ekki kæmi mér á óvart, þótt
°h hans fegurstu kvæði um konur,
JUt frá „Ásdísi á Bjargi“ til „Hús-
reyjuhróðurs“, væru í raun og veru
W Borghildar kveðin. Sé þetta nærri
sanni, á frú Borghildur með réttu
drjúgan skerf þess hlýhugar og
þakklætis, er Jakob Thorarensen
mun finna að sér streyma úr öllum
áttum á sjötugsafmæli sínu.“
II.
Ungur að aldri fór Jakob að yrkja;
hefi ég fyrir því ummæli Jens Bene-
diktssonar blaðamanns um skáldið
(í grein um hann í Morgunblaðinu,
24. des. 1944), er segir, að hann hafi
ort í hjásetunni, þegar hann var
drengur, og fer um það þessum
orðum: „Orti hann þá sveitarbragi
0g bændarímur. Skammavísur man
hann ekki til, að hann hafi gert,
þótt margir tækju kannske sumar
bögurnar í bændarímunum sem
slíkar. Allur er nú þessi skáldskapur
gleymdur og týndur.“
Fyrstu prentuð kvæði Jakobs
komu í Óðni, hinu góðkunna og
gagnmerka timariti Þorsteins skalds
Gíslasonar, er flutti bæði þjóðlegan
fróðleik og kvæði og sögur ungra
höfunda; kynnti þá með þeim hætti
þjóðinni og blés þeim samtímis byr
í segl í rithöfundar viðleitninni.
Vöktu þessi kvæði Jakobs þegar
víðtæka athygli ljóðavina, því að
augljóst var, að þar var á uppsigl-
ingu sérstætt skáld, er fór eigin
götur um hugsun og ljóðform, og
líklegt var til nokkurra afreka í
bókmenntum þjóðarinnar.
Þær vonir rættust í ríkum mæli
þegar með fyrstu bók Jakobs, Snæ-
ljósum (1914). í þessum kvæðum
hans er hreinn og hressandi vind-
svali, sjávarselta og brimniður, víð-
átta fjalla og heiðalanda; og það,