Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Síða 27
JAKOB THORARENSEN
9
í svipnum harða sést ei hik né los,
a svolavöngum allir drættir kaldir.
Þú þykir fálát — vantar viðmót gott,
en von er til að daúfan þokka bjóðir:
Guð fékk þér engan undirlendisvott
að yfirgleðjast, líkt og barni móður.
Já, þú ert ófrjó, vingast vildir þó
við vorið fagra’ á löngu horfnum
öldum,
°g vorið brosti, en því var um og ó
a<5 eiga þig og slá þeim grænu
tjöldum.
Loks gékk það frá, það gaf þér
engin blóm,
en grimm í skapi verður mörg
sú kona,
sem les í kjöl þann beiska dauðadóm
Urri daghvörf ásta og lífsins
gróðurvona.
Letta kvæði er annars ágætt dæmi
þess, hvernig jafnvel náttúruljóð
J^kobs verða löngum annað tveggja:
»uáttúran persónugerð ellegar gædd
einhverjum mannlegum eiginleika,"
eins og Kristján Karlsson bendir á í
lnngangsorðum sínum að úrvalinu
Límamótum úr ljóðum skáldsins.
Einhver svipmesta og um allt á-
Sætasta náttúrulýsing Jakobs er þó
kvæðið „Sogn,“ en þar er brugðið
llPP skýrri og skarpri mynd af
n°rsku fjarða- og fjallalandslagi í
nÚum hrikaleik þess:
Noregs fjarða fjörður,
fjallaramma Sogn,
újúpið ægidjúpa,
deilt í rok og logn;
ofsagjósti ærist
aðra stund þinn sær,
hina lögur liggur
lygn og hvergi blær.
Gnapa fjöll og gnæfa;
grund ei mörg þar hlær;
hrikabrattinn hlíða
hauki einum fær.
En allar bjarga bríkur
blómleg ala tré,
eins og meiði á moldu
minnsta þörf ei sé.
En hér, eins og svo víða annars
staðar í slíkum kvæðum hans, verð-
ur skáldinu hin ytri náttúra tilefni
íhugunar um mennina og líf þeirra.
Honum verður rík í huga áhrifin af
þessu hrikafengna umhverfi á fólk-
ið, sem elur þar aldur sinn og heyir
þár sína lífsbaráttu, og dæmi þess
fólks þá um leið áminning og eggjan
til dáða:
Sömu dráttum dregin
dala þinna börn,
týgjuð bjargsins bratta
bæði í sókn og vörn,
sjást hér enn, — í svipnum
sízt er undanhald,
en um brún og enni
ögrar hamravald.
Veturinn a norðlægum slóðum,
með myrkavaldi sínu og ægileik,
hefir orðið honum efni kvæða eins
og „Skammdegi,“ en hrikafegurð
hins íslenzka vetrarkvelds í allri
dýrð þess og töframætti er þó enn
eftirminnilegar lýst í kvæðinu
„Stirndur himinn,“ sem er hvort
tveggja í senn hreimmikið og mynd-
auðugt, með undirstraum djúprar
íhygli:
Ljósið brimar, glæstra geima
gefur sýn af hlaði mínu.
Falda slættir hundrað hnatta