Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Síða 35
JAKOB THORARENSEN
17
Menn þurfa ekki annað en lesa
nýjasta smásagnasafn hans til þess
að sannfærast um það, hverjum
snildartökum hann hefir náð á
vandmeðförnu smásagnaforminu í
sögum eins og „Sómavendni,“
„Kölkun,“ „Andstætt viðhorf“ og
„Víða liggja vegamót," sem eru hver
annarri betri, og bera fagurt vitni
frjórri hugkvæmni hans, kjarn-
naiklu og fastmótuðu málfari og
djúpri sálrænni innsýni.
Annars er ágæta lýsingu á smá-
sögum Jakobs að finna í snjallri af-
mælisgrein um hann sjötugan,
„Meistari tveggja listgreina,“ eftir
Helga Sæmundsson ritstjóra (Eim-
reiðin, apríl-júní, 1956), og er þar
farið um þann þátt ritstarfa hans
þessum réttmætu orðum:
„Þáttur ljóðagerðarinnar er að-
eins hálf sagan af bókmenntastarfi
Jakobs Thorarensens. Maðurinn
hefir einnig samið smásögur með
augljósum árangri óvéfengjanlegrar
hstar. Og íþrótt þeirra er sízt minni
en kvæðanna. Beztu smásögur
Jakobs eru meðal haglegustu smíðis-
gripa þeirrar listgreinar á íslandi."
jakob Thorarensen endist og eld-
ist ágætlega, eins og nýjasta kvæða-
bók hans og smásagnasafn sýna
deginum ljósar. Mun því enn mega
vænta bókmenntalegra happadrátta
af hans skáldamiðum, því að trúr
skáldköllun sinni sækir hann enn
sjóinn í þeim skilningi og slakar
hvergi á klónni, kröfuharður við
siálfan sig og aðra, minnugur þess,
eins og hann segir í lokaorðum
kvæðis síns „í sjónauka,“ að:
Stórt að vilja og hátt að horfa
hækkar bezt vort manndóms gengi.
ÍSLENZKT MÁL
Einhver sagði: íslenzkt niál
opinberað getur
allt sem býr í okkar sál,
öllum tungum betur.
Því er ei aðeins unt að tjá
allt sem hugsast getur,
heldur sjötíu sinnum má
segja það altaf betur.
Gutti