Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 41
PLÚTUS
23
eftir sem áður. Og Mrs. Samson hélt
áfram að þvo og skrobba. Þeim
fanst búmmið líkara lottiríi en
sakramenti og ekki til frambúðar.
Fyrir það féllu þau í áliti, sem von
var; þar eð sumir fyrri samverka-
menn Steins bygðu og seldu hús,
tóku bankalán, veðsettu allan þrem-
ilinn, klæddust fínt, sátu á kontór
niður í Aðalstræti og urðu bygg-
ingameistarar . . .
Svo datt botninn úr búmminu og
kreppan tók við — fjártap atvinnu-
leysi og annað seigpínandi bissnes-
drep. Steinn Samson hafði aldrei
skilið í búmminu og vissi nú ekki
heldur hvað þessi svokallaða kreppa
var. Ekki var hún honum tilfinnan-
leg. Eins og aðrir tapaði hann, en
aðeins tveimur lóðarskeklum og at-
vinnunni, en fanst það engin ástæða
til að sitja uppi ráðalaus og lítið vit
1 að rangla um göturnar í atvinnu-
^it, þar sem alt athafnalíf bæarins
lá í kalda koli. Hugur hans leitaði
ut- Vestur í ómælisgeim sléttunnar.
^egar hann vann þar á járnbraut-
inni. hafði hann oft dreymt um, að
le§gja grösuga landspildu undir sig
°g beita hana kvikfénaði og brjóta
Jorð til akurs. Þá voru þetta órar
einir, því efnin skorti. Nú hugðist
ann eiga nóg fé til að byrja með í
Srnáum stíl. Og eftir að hafa hugsað
málið, lagði Steinn Samson vestur
a sléttur í landaleit.
■^ð vestan kom hann vonglaður
eg fullur áhuga landnámsmannsins,
risti Winnipeg-kleyið af fótum sér,
°g var kominn á eimlestina — til
^esturs — innan fárra daga. í förina
^eddust nokkrir lausamenn. Suma
6lrra kostaði Steinn vestur, með
þeim skilmálum, að þeir hjálpuðu
honum meðan hann væri að byggja
yfir sig og setja sig niður. Þótti
slíkt kostakjör í samanburði við
kreppulífið í Winnipeg. Vestra var
yfirdrifið land til heimilisréttar og
gat hver sem vildi fest sér „kvart“
(14 fermílu, 160 ekrur) því nær
ókeypis. Með því að byggja kofa á
kvartinum og búa þar sex mánuði
ársins í þrjú ár og gera lítilsháttar
jarðabætur, gat hver canadiskur
borgari orðið jarðeigandi. Kosta-
kjör, sem Steinn Samson var of
stórhuga til að hagnýta sér, og bjó
um sig í ómældu landi, þar sem
landrými var ótakmarkað. Nógur
tíminn að nota heimilisréttinn og
kaupa land eftir að stjórnin lét
mæla það. Þessu ráðslagi fylgdi sá
galli, að langt var til aðsóknar í
næsta kauptún. En þar sem land-
neminn var ekki bundinn við
merkjalínur, var honum í sjálfsvald
sett, að byggja þar sem voru hag-
vænlegastir landkostir: nægilegt
vatn fyrir menn og skepnur, skógar
til skjóls og brennis, láglendi til
engjasláttar, þurlendi til akuryrkju.
Steinn fékst ekki um, að langt var
til markaðar, en kveið því, að járn-
brautin yrði framlengd og landið
mælt fyrr en varði. En árin liðu án
ágangs menningarinnar. Og þegar
hún loksins lagði ríki Steins undir
sig, var hann orðinn stórbóndi, eig-
andi hjarða fjár og nauta og stóð-
hrossa.
Mælingamenn stjórnarinnar
komu. Þeir deildu sléttunni í fer-
mílu-ferhyrninga og gerðu úr henni
taflborð. Hefir margt peðið fallið þar
fyrir riddara, hrók og biskupi, en
þeir leppað kóng og drottning.