Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 43
PLÚTUS
25
nafnið Samson. Og mátti Sípíar gera
sér það að góðu og láta í minni
pokann.
Járnbrautin þokaðist í vestur og
nálgaðist Samson, svo hægara varð
um flutning. En heilt ár leið frá því
bærinn var mældur og gefið nafn,
þar til fyrsta eimlestin brunaði inn
u stassjónina. í millitíð 'höfðu menn
látið höndur standa fram úr ermum.
Pjöldi húsa var í smíðum, þó fæst
þeirra væru fullgerð. Sama var að
Segja um bygðina umhverfis bæinn.
P^r sátu hlöður og önnur útihús í
fyrirrúmi, eins og bissnesbyggingar
bæarins. Fyrst risu byggingar Sam-
s°n & Co., því næst skrifstofa lög-
^oannsins. Var þar gert út um öll
kaup á fasteignum og þótti ærið
Verk. Sagt var, að lögfræðingurinn
^æri einka-agent fyrir búlönd og
asarlóðir Sípíars, en ekkert tregur
11 ai5 vinna sömu verk fyrir Sam-
s°n & Co. Þeir voru fáir, bænda
°g bæarmanna, sem ekki voru á
einhvern hátt efnalega háðir því fé-
a§ú og meðan skortur var á öllu
®lrn> sem að byggingum laut, vilaði
arnson & Co. þeim í, sem Samson
loðir keyptu.
kienn unnu myrkranna milli og
Veru glaðir. Borðaskellir og hamars-
égg voru trombusláttur við sagar-
jóð, hlátra og spaugsyrði. Og
ramtíðarvonirnar léku þannig sin-
°níu öllum, sem nokkur mannskap-
r var í. Og þeir drógu djúpt and-
ann 0g soguðu að sér sumarloftið,
andað timburilmi og blóma. Svo
g .0rn iynsta eimlestin og bætti flautu
, nni í sinfóníuna og kolareyksfýlu
fr Verl ne^- Hvort tveggja boðaði
^amför 0g rnenning og lofaði land-
Unum, börnum þeirra og barna-
börnum öruggri framtíð. Menn voru
ekki lengur komnir upp á útjaskaðar
truntur til langferða um misjafna
vegi. Nú annaðist Sípíar gamli um
alt slíkt — og þó meira væri. Og
eftir þetta hafði Samson & Co. alt
af öllu, og komst heldur en ekki
skrið á lífið í Samson. Verkamenn
streymdu inn í bæinn. Hús, sem í
smíðum voru, urðu fullgerð á fáum
dögum og önnur reist: hótel, banki,
skóli, smiðjur og önnur bissnes- og
iðnhús og kirkjur. Aðeins íbúðir
voru látnar sitja á hakanum, meðan
in sönnu menningarmerki þutu upp
eins og gorkúlur á haug um heita
muggunótt.
Sípíar létti allra oki, og lyfti al-
gerlega byrðinni af Steini gamla.
Hann hafði annast um alla flutn-
ingana meðan sonur hans var önn-
um kafinn, við að útreikna, spekú-
lera, skipuleggja og bókfæra hjá
Samson & Co. Alt þess háttar var
ofar skilningi gamla mannsins. Að
vísu minti fjör viðskifta- og atvinnu-
lífsins í Samson á búmmið sæla í
Winnipeg, en var þó öðruvísi hátt-
að. í Winnipeg sátu menn sýnilega
aðgerðarlausir, á kontórum og urðu
að byggingameisturum. Og þeir
sem minst unnu græddu mest fé, en
töpuðu síðar aleigu sinni. Hér beittu
menn allri lífs- og sálarorku til að
byggja landið og komast áfram. Við-
skiftalífið var raunverulegt og ekki
aðeins tölu-upphæðir á pappírn-
um — búmm, sem sprakk ekki.
Þrátt fyrir það fann hann sig frem-
ur áhoríanda en þátttakanda í því
sem fram fór. Líklega af því hann
skildi ekkert í aðferðum og athöfn-
um Samson & Co. Enda sýndi sonur
hans, að hann var einfær um stjórn