Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Síða 76
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þakklætið henni og lofgjörðin
ber;
hennar af prjónlesi frægð mikil
fer,
fúna því ei skyldi hjá mér.
2. Eina sér nýlega bjó hún til brók,
við bandinu snart fyrir mánuði
tók,
höfuð, búk, fætur, lær handleggi
skók,
handagang mikinn og skrum
jók.
3. Af liðu vikurnar ein tvær og
þrjár,
aldrei hún Þura frá prjónunum
gár,
nema þá snöggsinnis breiddist á
brár
blundurinn léttur og dásmár.
4. Kappið þó vart henni væran
leið blund,
vakti margt kvöld fram á
sjöundu stund;
um níu á morgna, þó leið
væri lund,
léku henni prjónarnir í mund.
5. Af hennar vörum fékk orð
valla neinn,
öllum hún dögunum þagði
sem steinn;
til hennar þó talaði hrund
eða sveinn;
hann mátti skrafa þar aleinn.
6. Svitinn í dropum af drósinni
rann,
dausinn að neðan í setinu brann,
andlit af rauninni umturnast
vann,
um hana mokkaðist gufan.
7. Fjórða kom vikan, hún hélt
þessum hátt,
hnigna þó daglega tók nú
um mátt;
færst menn með kappinu berja
fram blátt,
brókin varð tuttugu og þrí-nátt.
8. Hefur hún síðan rétt heilsunni
svift,
höfðinu valla frá koddanum lyft-
Hvört sem mín ljóð geta í lag
henni kippt
læt eg hér mærðar á þráð klippt-
Þessi háttur, sem virðist vera
gamankvæðaháttur, minnir á „Búðar
í loftið hún Gunna gekk“ eftir Jón
Thóroddsen, nema hvað síðasta
vísuorð er stýft. Af öðrum gaman-
kvæðum eru tvö enn nefnandi
„Gangvaðsútgerð Ögmundar (danska
1826)“:
Ögmundur hélt í hákarlsleit
hugðist að veiða krás
frosinn úr vetrar festum sleit
Flugar og setti á rás
froðaði bláan flyðrureit
þar frambrautst veiði-ás
lamdi svo öldu lasna geit
loks upp í Skálabás.
Hitt kvæðið heitir „Draummaður-
inn“ og er um draugagang sem ásótti
sr. Þórð Gunnlaugsson á Ási í Fell-
um (1831—37):
Nú er nóg í fréttum
af nýjungum að skrá,
fjandans fornu glettum
er farið að brydda á.
Upp í Fellum æði frekt
Þórður prestur þrauta kíf
þolir herfilegt.