Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 82
P. S. PÁLSSON:
Við legstað Guðr. Ósvífursdóttur
AÐ HELGAFELLI
Þótt mörg hundruð ár séu milli okkar nú
og margt sem oss skilur í venjum og trú
um útvortis upp-tekna siði,
!þá stend ég nú hugfanginn hér við þann stað,
er harmþrungin „Saga“ reit niðurlags-blað
um þig, sem ert „farin í friði“.
En lands-venja samlífs þíns lagði á þig
það lögmál, er nútíð ei festir á mig:
um iðrun og eilífs lífs missir,
að virðing og sálar-frið safni hann bezt,
er syndirnar játi og biðji um frest,
og hrís-vendi kirkjunnar kyssir.
Ég sé þig í anda, í æsku er hann
þér eiðinn um trúnað svo fagurmáll vann,
þinn draum-sveinn og hjarta þíns hlynur.
Þín ást var svo hrein og svo örugg og frjáls,
er armana mjúku þú vafðir um háls
og intir, „Ég elska þig, vinur“.
En unnustann kæra, sem eiðinum brást
'í armlögum kviklyndrar meyjar þú sást.
svo illa var ást þinni goldið:
með heitrofi, lausmælgi, lygi og smán.
Það lá þér á hjarta það hamingju-rán,
er sveik bæði sálina og holdið.