Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Side 89
kynning gullaldarrita íslendinga
71
lesa tuttugu og sex skinnbækur sem
tilheyrðu Hólastað, auk margra
bóka, sem hann fékk að láni og
skilaði aftur. Efnið varð hann að
sjóða saman og skrifa það svo á
latínu.
Próf. Krag var staddur í útlönd-
um þegar tekið var á móti bókun-
um. Þeim var komið fyrir í há-
skólabókasafninu, en brunnu allar í
eldhafi Kaupmannahafnar haustið
1728 Svo heppilega vildi til, að ein-
hver fræðimaður hafði afritað allar
hsekurnar og að þau afrit voru vel
varðveitt.
Upp frá þessu ritaði Arngrímur
uiikið í hjáverkum sínum. Meðal
aunars ritaði hann bók á latínu um
Urænland, landnám Eiríks Rauða og
fund Vínlands. Þessi bók var ekki
Prentuð fyrr en hún var þýdd á
lslenzku og gefin út í Skálholti árið
1688 og nefnd „Grænlands Saga“.
°rmóður Torfason (Thormod
urfaeus,1636—1719), innlimaði þessa
°k í bók sína, er hann ritaði í
0regi og kallaði: „Gronlandia". Á
^oal annara bóka, sem Arngrímur
ifaði var „Jómsvíkingasaga“,
atínu málfræði og “Specimen Is-
audiae Historicum“, skrifuð 1635,
PrentuS í Amsterdam í Hollandi
3- Einnig skrifaði hann ágrip af
»Heimskringlu“ og „Hauksbók“.
Óli Worm, hámenntaður Dani,
hafði aflað sér mjög víðtækrar
Va6nntunar í ýmsum Evrópulöndum,
efr SlíiPa®ur söguritari Dana næst á
lr Níels Krag. Samband hans við
hófst 1626. Æfilangt vin-
hu^ ^11^1 samnn þessa tvo á-
bráfasninu menntamenn. Eins og
þeirra bera órækan vott um,
kunnu þeir vel að meta hvor annan.
Ennfremur bera bréf Óla Worm vott
um það, að hann hafði mikið álit á
Arngrími sem fornfræðingi. Leitaði
hann oft til hans í sambandi við sín
eigin ritverk, og jafnvel sendi hand-
rit til hans til yfirvegunar og leið-
réttingar. Þar á meðal sendi hann
Arngrími handrit, sem fjallaði um
fornt rúnaletur.
Arngrímur ritaði ekki með því
augnamiði að græða á því. Þvert á
móti, ritstörf hans og útgáfa bóka
kostuðu hann töluvert fé, og sökum
annríkis við ritstörfin varð hann að
ráða aðstoðarprest á sinn eigin
kostnað. Úr þessu bættist nokkuð
þegar Dana konungur, í viðurkenn-
ingarskyni fyrir ritstörf hans í þágu
Dana, veitti Arngrími afgjaldalaust
tekjur af sjö kirkjujörðum í Hóla-
biskupsdæmi. Þó þetta gerði skarð í
tekjur Þorláks biskups Skúlasonar,
er ekki að sjá að það drægi neitt úr
vináttusambandi biskups og Arn-
gríms.
Upplýsingastarfi sinu í þágu ís-
lands og annara Norðurlandaþjóða
hélt Arngrímur stöðugt uppi þar
til hann féll frá árið 1648, þá áttatíu
ára gamall. í bréfi sem Þorlákur
biskup skrifaði Óla Worm, 10. sept-
ember 1648, kallar hann Arngrím
„Ljós íslands“, og efar að ísland
eignist nokkurn tíma hans líka. í
svari sínu segir Worm að nú hafi
ísland misst annan Snorra Sturlu-
son.
Þeim sem njóta hinna stórvægi-
legu þæginda og tækni nútímans
veitist e. t. v. örðugt að gera sér í
hugarlund hve stórbrotnu starfi
Arngrímur afkastaði, er á allar að-