Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 102

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 102
84 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA inn og söngurinn fóru algerlega fram hjá mér. Það var eins og ég hrykki upp af draumi við þögnina sem kom að lokum. Ég brann af eftirvæntingu eftir dansinum. Ég hafði hugsað mér að fá að dansa fyrsta dansinn við Línu — svo hét mærin sem ég elsk- aði. Ég fór að líta í kring, hvort ég ekki sæi hana. Jú, hún situr þarna hjá ungum manni sem ég ekki þekki. Nú stendur hann upp til að færa bekkinn til hliðar — rýma fyrir dansinum. Ekkert ávantar að nýtízku fötin fari honum vel, en samt er hann í mínum augum nógu ljótur til að vera kvennagull. Hún situr nú þarna ein. Ég færi mig til hennar, sezt hjá henni og bið hana að dansa við mig — fyrsta dansinn. Hún lítur ekki við mér, en segir með nokkrum þyrkingi: Er lofuð. í sömu svifum stendur hún upp, og ég sit einn eftir á bekknum. Hjartað í mér, sem rétt áður hafði ef til vill slegið harðara en það átti að sér, hætti skyndilega. Ég hvorki fann né vissi þegar það tók til starfa aftur. Það var eins og ég vaknaði af draumlausum svefni við það að hljóðfæraflokkurinn hóf upp dans- lagið. Ég lít upp með hálfum huga og sé Línu í fanginu á hinum ókunna manni. Ég sé hana gera alt sem er fyrirlagt í dansi þeim sem kallaður er Tango. Ég reyni að hugga mig með því að telja mér sjálfum trú um að hún geri allar þær íþróttir fyrir siðasákir eingöngu. En þar kom að ég sannfærðist — ekki um það, heldur hitt: að dansinn væri aðeins skuggi af því sem fram færi annars staðar milli þessara persóna. Þó að Lína þyrfti auðsjáanlega að hafa sig alla við, að framkvæma það sem nauðsynlegt var að lögum listarinnar, gaf hún sér tíma til að líta til skiftis til mín og Helgu — til mín: hæðandi og storkandi, en til Helgu með óbeit og fyrirlitningu, alveg eins og hún segði: Þú mátt gera þér gott af honum fyrir mér; þér er það ekki of gott! Veggirnir í brjóstinu á mér féllu inn og ég átti örðugt að ná andan- um. Sál mín blakti eins og blað fyrir vindi. Mig tók sárast að allir virtust taka eftir þessu. Augu allra störðu til skiptis á mig og Helgu. Margir hvísluðust á með háðsglotti. Alls staðar glitti í hvítar falskar tennur. Ég sá að við Helga vorum höfð a milli tannanna. Augu mín lögðu á flótta og námu staðar þar sem Helga sat ein a bekknum. Ég einbeitti sjón minni allri til hennar. Það var eins og augu mín þendust út — eða augna- steinarnir bólgnuðu. Ég sá hana skýrara en nokkru sinni fyr — lega af því að sjón mín var óskifb einfeld til hennar og einhverf. Þa , var þvílíkast sem ég sæi hana 1 svarta myrkri. Mér var óljóst hvort heldur eS gat ekki litið af henni, eða hún var fyrir augum mínum hvert sem e£ horfði. Að vísu geta menn verið sv° haldnir af hugsun sinni að þeir sjal ekki annað en það sem þeir hugsa um. Ég sé að Helga vorkennir mér að Lína skuli ekki þýðast mig. ^un veit af eigin reynslu hvað er a bera vonlausa ást. Helga sýnir mer ást fyrir mitt ástleysi, en Lína sýmr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.