Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Qupperneq 102
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
inn og söngurinn fóru algerlega
fram hjá mér. Það var eins og ég
hrykki upp af draumi við þögnina
sem kom að lokum.
Ég brann af eftirvæntingu eftir
dansinum. Ég hafði hugsað mér að
fá að dansa fyrsta dansinn við
Línu — svo hét mærin sem ég elsk-
aði. Ég fór að líta í kring, hvort ég
ekki sæi hana. Jú, hún situr þarna
hjá ungum manni sem ég ekki
þekki. Nú stendur hann upp til að
færa bekkinn til hliðar — rýma
fyrir dansinum. Ekkert ávantar að
nýtízku fötin fari honum vel, en
samt er hann í mínum augum nógu
ljótur til að vera kvennagull. Hún
situr nú þarna ein. Ég færi mig til
hennar, sezt hjá henni og bið hana
að dansa við mig — fyrsta dansinn.
Hún lítur ekki við mér, en segir
með nokkrum þyrkingi: Er lofuð.
í sömu svifum stendur hún upp, og
ég sit einn eftir á bekknum. Hjartað
í mér, sem rétt áður hafði ef til
vill slegið harðara en það átti að
sér, hætti skyndilega. Ég hvorki
fann né vissi þegar það tók til starfa
aftur. Það var eins og ég vaknaði af
draumlausum svefni við það að
hljóðfæraflokkurinn hóf upp dans-
lagið. Ég lít upp með hálfum huga
og sé Línu í fanginu á hinum ókunna
manni. Ég sé hana gera alt sem er
fyrirlagt í dansi þeim sem kallaður
er Tango. Ég reyni að hugga mig
með því að telja mér sjálfum trú
um að hún geri allar þær íþróttir
fyrir siðasákir eingöngu. En þar
kom að ég sannfærðist — ekki um
það, heldur hitt: að dansinn væri
aðeins skuggi af því sem fram færi
annars staðar milli þessara persóna.
Þó að Lína þyrfti auðsjáanlega
að hafa sig alla við, að framkvæma
það sem nauðsynlegt var að lögum
listarinnar, gaf hún sér tíma til að
líta til skiftis til mín og Helgu — til
mín: hæðandi og storkandi, en til
Helgu með óbeit og fyrirlitningu,
alveg eins og hún segði: Þú mátt
gera þér gott af honum fyrir mér;
þér er það ekki of gott!
Veggirnir í brjóstinu á mér féllu
inn og ég átti örðugt að ná andan-
um. Sál mín blakti eins og blað fyrir
vindi. Mig tók sárast að allir virtust
taka eftir þessu. Augu allra störðu
til skiptis á mig og Helgu. Margir
hvísluðust á með háðsglotti. Alls
staðar glitti í hvítar falskar tennur.
Ég sá að við Helga vorum höfð a
milli tannanna.
Augu mín lögðu á flótta og námu
staðar þar sem Helga sat ein a
bekknum. Ég einbeitti sjón minni
allri til hennar. Það var eins og
augu mín þendust út — eða augna-
steinarnir bólgnuðu. Ég sá hana
skýrara en nokkru sinni fyr —
lega af því að sjón mín var óskifb
einfeld til hennar og einhverf. Þa ,
var þvílíkast sem ég sæi hana 1
svarta myrkri.
Mér var óljóst hvort heldur eS
gat ekki litið af henni, eða hún var
fyrir augum mínum hvert sem e£
horfði. Að vísu geta menn verið sv°
haldnir af hugsun sinni að þeir sjal
ekki annað en það sem þeir hugsa
um.
Ég sé að Helga vorkennir mér að
Lína skuli ekki þýðast mig. ^un
veit af eigin reynslu hvað er a
bera vonlausa ást. Helga sýnir mer
ást fyrir mitt ástleysi, en Lína sýmr