Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1956, Page 108
Helztu viðhurðir
meSal íslendinga vesían hafs 1956
Richard Beck tók saman
1. febr. — Leikritinu „Viking
Heart“, sem George Salverson,
Toronto, hafði samið upp úr sam-
nefndri skáldsögu móður sinnar, frú
Lauru Goodman Salverson, útvarp-
að yfir canadiska útvarpskerfið, og
þótti takast prýðilega.
3. febr. — Frú V. Björg ísfeld,
Winnipeg, kjörin forseti Jóns Sig-
urðssonar félagsins á ársfundi þess
þar í borg í stað frú Flóru Benson,
Winnipeg, er skipað hafði þann sess
undanfarin áratug.
6. febr. — Dr. Lee M. Hollander,
prófessor í norrænum fræðum við
ríkisháskólann í Texas, flutti fyrir-
lestur um Eddukvæðin bæði á Mani-
tobaháskóla sem gestur íslenzku-
deildar hans og opinberlega í Winni-
peg á vegum Þjóðræknisfélagsins,
en prófessorinn er víðkunnur fyrir
enskar þýðingar sínar af íslenzkum
forrikvæðum.
9. febr. — Átti Gísli Jónsson, rit-
stjóri og skáld í Winnipeg, áttræðis-
afmæli, en hann hefir áratugum
saman komið mikið við sögu ís-
lenzkra félags- og menningarmála
vestan hafs.
18. febr. — Ræðismaður íslands í
Winnipeg, Grettir L. Jóhannsson, til-
kynnir, að Forseti íslands hafi þ. 9.
janúar sæmt þá dr. Thorberg Thor-
valdsson prófessor og Oscar Finn-
bogason framkvæmdarstjóra, báðir
búsettir í Saskatoon, Saskatchewan,
stórriddarakrossi Hinnar íslenzku
Fálkaorðu, í sambandi við 50 ára
afmæli Saskatchewan-fylkis síðast-
liðið ár.
20.—22. febr. — Þrítugasta og sjö-
unda ársþing Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi haldið í Win-
nipeg við góða aðsókn. Dr. Valdimar
J. Eylands var endurkosinn forseti,
og litlu síðar endurkaus stjórnar-
nefndin Gísla Jónsson ritstjóra
Tímarits félagsins. Meðal raeðu-
manna á samkomum í sambandi við
þingið var Kristján Albertsson rit-
höfundur í Reykjavík.
1. marz — Ragnar Swanson (aett-
aður af ísafirði) lét af störfum sem
formaður rannsóknarlögreglunnar 1
St. Boniface, Manitoba, eftir 35 ára
lögregluþjónustu þar í borg.
4. marz — Sjötíu ára afmaelis
kvenfélagsins „Undínu“ á Mikley>
Man., minnst við guðsþjónustu *
lútersku kirkjunni þar. Núveran 1
forseti er Mrs. Emily Williams.
Apríl — Tilkynnt, að dr. Valdimar
J. Eylands og séra Philip M. PéturS-
son, ásamt frúm þeirra, hefði veri
boðið til íslands af hálfu kirkju
málastjórnarinnar og biskups til Þe®s
að vera viðstödd hátíðahöldin í Ska
holti og Reykjavík í júlíbyrjun ti
minningar um 900 ára afmæli sto n
unar biskupsstóls á íslandi. Sót u
þau dr. Valdimar og frú Lilja a
tíðahöldin og flutti hann þar kve ]
ur Vestur-íslendinga og auk ÞeS
ræður við guðsþjónustur á ýmsu
stöðum og á öðrum samkomum-
5. príl — Varð iðjuhöldurinn °&